Frétt

bb.is | 19.05.2004 | 13:31Breytingar á krókakerfi geta valdið miklu tekjutapi á Vestfjörðum

Smábátar landa í höfninni í Bolungarvík.
Smábátar landa í höfninni í Bolungarvík.
Eins og fram hefur komið í fréttum liggur nú fyrir Alþingi svokallað dagabátafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir að útgerðarmenn dagabáta geti valið hvort þeir halda áfram í dagakerfi eða fái úthlutað kvóta. Á grundvelli reynslutalna um löndun og vinnslu á svæðinu má leiða að því líkur að breytingarnar geti valdið aflasamdrætti um 6.000-7.000 tonn í vestfirskum höfnum og haft í för með sér hundruða milljóna tekjutap, bæði með beinum hætti, hjá fiskvinnslum og hafnarsjóðum, og eins hjá ýmsum þjónustuaðilum eins og fiskmörkuðum, verslunum og flutningafyrirtækjum.

Fjölmargir bátar í þessum útgerðarflokki hafa verið gerðir út frá Vestfjörðum á liðnum árum og er stór hluti þeirra aðkomubátar sem eingöngu koma yfir sumarmánuðina til þess að njóta nálægðar við gjöful fiskimið og með því hámarka tekjur sínar. Aðdráttarafl nálægðarinnar minnkar þegar á bátana verður kominn fastur kvóti.

Flestir hafa þessir bátar verið gerðir út frá Patreksfirði, Tálknafirði, Flateyri, Suðureyri og Bolungarvík. Koma bátanna hefur skapað miklar tekjur á þessum stöðum þá þrjá til fjóra sumarmánuði sem þeir gera út. Vegna yfirvofandi breytinga hefur ugg sett að fólki á stöðunum vegna fyrirsjáanlegs tekjutaps. Ekki er hægt að slá neinu föstu um hvað breytingarnar munu þýða í raun en flestir telja að aðkomubátunum muni fækka mikið með tilheyrandi tekjutapi.

Til þess að reyna að skýra hugsanlegt tekjutap fékk bb.is aðgang að löndunar- og vinnslutölum í einni af þeim höfnum sem áður voru nefndar. Í framhaldi af því var hægt að draga vissar ályktanir sem telja verður að geti gilt um staðina alla.

Á síðasta ári var landað 9.319 tonnum af þorski á áðurnefndum höfnum í maí til ágúst. Miðað við reynslutölur má áætla að um 7.000 tonn komi af aðkomubátum í dagakerfi. Til vinnslu á stöðunum fóru um 6.800 tonn þar af um 4.500 tonn af aðkomubátum.

Erfitt er að segja hversu stórt hlutfall aðkomubáta hverfur af svæðinu við áðurnefndar breytingar. Hér á eftir er reiknað með að um 85% bátanna komi ekki aftur. Hverfur þá afli af áðurnefndum höfnum að verðmæti rúmlega 700 milljóna króna. Aflagjöld hafna dragast því saman um tæpar 9 milljónir króna auk ýmissa annarra tekna svo sem kranagjalda og fleiri gjalda sem þessir bátar greiða.

Fiskvinnsla á stöðunum tapa hráefni sem hefði gefið þeim um 760 milljónir króna í útflutningsverðmæti. Af því eru vinnulaun starfsfólks um 140 milljónir króna.

En það eru fleiri aðilar í samfélaginu á Vestfjörðum sem tapa tekjum. Þar skal fyrst nefna fiskmarkaðina og flutningafyrirtækin. Verslunar- og þjónustufyrirtæki tapa einnig umtalsverðum upphæðum verði niðurstaðan sú að bátunum fækki svo mikið sem hér er gert ráð fyrir. Að jafnaði eru tveir menn á bát þannig að sjómennirnir skipta hundruðum sem sækja þjónustu á svæðinu meðan á dvöl þeirra stendur. Af þessu má ráða að í heild geta verið að fara frá Vestfjörðum nokkrir tugir ársverka ef fram fer sem horfir. Er þar einungis miðað við þá minnkun sem hugsanlega verður á afla aðkomubáta. Hvaða breytingar verða á afla heimabáta í kjölfar breytinga á lögunum skal ósagt látið.

Sá afli sem aðkomubátar í dagakerfinu hafa landað hér var eins og áður sagði um 7.000 tonn á fjórum mánuðum í fyrra. Ef sá afli er settur í sögulegt ljós þá má segja að hann jafngildi afla fjögurra til fimm skuttogara þessa mánuði þegar skuttogararnir voru uppistaða í hráefnisöflun í vestfirskum byggðum. „Það hefði hrikt í víða hér áður fyrr ef fimm skuttogurum hefði verið lagt yfir sumarmánuðina og ég er ekki viss um að það hefði verið gefið eftir baráttulaust“, sagði fiskverkandi sem rætt var við í morgun.

Það skal ítrekað að engu er hægt að slá föstu með þær afleiðingar sem fyrirhugaðar breytingar munu hafa á efnahag byggða á Vestfjörðum. Hitt er ljóst að óvissuástand hefur skapast sem ekki er hægt að sjá fyrir endann á.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli