Frétt

bb.is | 19.05.2004 | 11:57Þriðja umræða hafin um fjölmiðlafrumvarpið

Þriðja og síðasta umræða hófst á Alþingi í morgun um fjölmiðlafrumvarp forsætisráðherra. Breytingartillögum meirihluta allsherjarnefndar Alþingis var dreift í morgun en minnihluti nefndarinnar lagði fram framhaldsnefndarálit þar sem sagt er að frumvarpið hafi verið meingallað og illa ígrundað í upphafi og hvorki málsmeðferðin né breytingartillögur nægi til að gera frumvarpið þannig úr garði að það geti orðið grundvöllur góðrar lagasetningar sem tryggi lýðræði, fjölbreytni og sjálfstæði í fjölmiðlun.

Breytingartillögur meirihluta allsherjarnefndar fela í sér að hámarkseign sama aðila (fyrirtækis eða fyrirtækjasamstæðu) í hverju útvarpsfyrirtæki verði hækkuð úr 25% í 35%. Segir nefndin, að með því sé leitast við að koma betur til móts við það sjónarmið að rekstrargrundvelli þessara fyrirtækja verði ekki raskað meira en eðlilegt geti talist í þágu markmiðsins um fjölbreytni í fjölmiðlun.

Þá er lagt til að lögin öðlist gildi við birtingu en til að gæta ýtrasta öryggis með tilliti til verndar þeirra eigna- og atvinnuréttinda sem varin séu af 72. gr. stjórnarskrárinnar sé ekki lengur gert ráð fyrir því að allir leyfishafar þurfi að tveimur árum liðnum að hafa lagað sig að hinum breyttu lögum, heldur renni núgildandi útvarpsleyfi út samkvæmt efni sínu og við veitingu nýrra leyfa gilda hin breyttu lög.

Loks er gert ráð fyrir að þeir aðilar sem eru með útvarpsleyfi sem renna út á næstu tveimur árum geti fengið framlengingu þeirra leyfa til 1. júní 2006 þótt þeir uppfylli ekki skilyrði frumvarpsins. Segir í greinargerð nefndarmeirihlutans, að þessi breyting sé í samræmi við þann tveggja ára aðlögunartíma sem gert var ráð fyrir í breytingartillögum sem samþykktar voru við 2. umræðu málsins. Að mati meirihluta nefndarinnar er með þessu komið til móts við ýtrustu sjónarmið um meðalhóf í þessu efni þótt almennt verði ekki talið að stjórnskipuleg sjónarmið komi í veg fyrir að löggjafinn geti breytt skilyrðum tímabundinna leyfa þannig að leyfishafar verði að uppfylla ný lagaskilyrði þegar þeir leiti eftir framlengingu.

Í framhaldsnefndaráliti minnihluta allsherjarnefndar segir, að ekki hafi verið vilji af hálfu nefndarmeirihlutans til að leita frekari umsagna eða kanna frekar hvort málið stæðist stjórnarskrá, EES-rétt eða alþjóðlegar skuldbindingar. Þá hafi ekki verið vilji til að fara yfir þær umsagnir sem fyrir lágu frá efnahags- og viðskiptanefnd og menntamálanefnd. Minnihlutinn segist lýsa yfir vanþóknum á fullkomnum viljaskorti meirihlutans til að skoða efnisþætti málsins til hlítar og bendi á að fyrir liggi rökstudd álit fjölmargra sérfræðinga þess efnis að veruleg áhöld séu um að málið standist stjórnarskrána en enginn hafi enn treyst sér til að fullyrða hið öndverða.

Þá er vísað til umsagna meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar og minnihluta menntamálanefndar, þar sem komi fram efasemdir um að frumvarpið nái markmiðum sínum. Vandræðagangurinn við málið sé fordæmalaus. Með breytingartillögum meiri hlutans að þessu sinni sé fjórða útfærsla málsins í meðförum ríkisstjórnarinnar að líta dagsins ljós. Það endurspegli hve málið hafi verið illa ígrundað og óvandað í upphafi eins og minni hlutinn hefur margsinnis bent á.

„Ríkisstjórnin er í verulegum erfiðleikum með málið og nú á að gera enn eina tilraunina til að bjarga því sem bjargað verður. Þrátt fyrir látlausar tilraunir til að betrumbæta þessa hrákasmíð mun það ekki bera árangur því enn er frumvarpið þannig úr garði gert að veruleg hætta er á að það gangi gegn yfirlýstum markmiðum sínum og dragi úr fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði í stað þess að auka hana. Þá hafa ummæli einstakra ráðherra og stjórnarliða þess efnis að umfjöllun og fréttaflutningur tiltekinna fjölmiðla sé þeim til sérstakrar skapraunar skotið stoðum undir þá ályktun að frumvarpið feli í sér atlögu að tilteknum fjölmiðlum. Lögin verði því í raun sértæk og feli í sér aðför að tjáningarfrelsinu," segir í áliti nefndarminnihlutans.

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli