Frétt

bb.is | 18.05.2004 | 16:30Byggðakjarni Vestfjarða ekki eingöngu bundinn við Ísafjörð

Ísafjörður. Mynd: Mats.
Ísafjörður. Mynd: Mats.
Töluverður órói hefur skapast í kjölfar bréfs fyrsta þingmanns Norðvesturkjördæmis til bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar þar sem lýst er skoðunum þingmanna kjördæmisins á því hvernig skilgreina skuli hugsanlegan byggðakjarna á Vestfjörðum. Svo virðist sem að skilgreining þingmannanna sé önnur en hefur verið rædd í opinberum tillögum í byggðamálum á undanfönum árum.

Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í gær var lagt fram bréf frá Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra og fyrsta þingmanni Norðvesturkjördæmis, þar sem hann fer yfir nokkur mál í framhaldi af fundi þingmanna kjördæmisins og bæjaryfirvalda á Ísafirði þann 1.mars í vetur. Í bréfinu ræðir Sturla þessi mál í sex liðum. Í síðasta lið bréfsins segir Sturla: „Þingmenn leggja ríka áherslu á að skilgreining á byggðakjarna, sem nefnd hefur verið, nái til allra sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum.“

Í setningunni felst óneitanlega töluverð stefnubreyting þar sem hingað til hefur verið rætt um Ísafjörð sem byggðakjarna í byggðamálum á Vestfjörðum. Í Byggðaáætlun fyrir Vestfirði sem unnin var að frumkvæði sveitarfélaga á Vestfjörðum var Ísafjarðarbær nefndur sem byggðakjarni en oftast hefur Ísafjörður verið nefndur sem byggðakjarni líkt og Akureyri.

Samkvæmt heimildum bb.is kom þessi stefnubreyting sveitarstjórnarmönnum á svæðinu í opna skjöldu. Samkvæmt henni er ekki lengur talað um Ísafjörð eða Ísafjarðarbæ eingöngu heldur einnig Súðavíkurhrepp og Bolungarvík sem byggðakjarna. „Þarna má sjá fingraför þingmanna úr Bolungarvík“, sagði sveitarstjórnarmaður á Vestfjörðum sem bb.is ræddi við í dag.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að skilgreiningin á byggðakjarna í bréfi Sturlu hafi komið honum mjög á óvart. „Ég hélt að það væri alveg klárt að byggðakjarnaskilgreiningin væri til og hefði verið til í tillögum nokkurra aðila svo sem í áliti byggðanefndar Sambands sveitarfélaga, meirihlutaáliti iðnaðarnefndar Alþingis og í byggðaáætlun fyrir Vestfirði. Þetta atriði var eitt af því sem ég taldi að væri alveg á hreinu og nú vantaði bara útfærslur til þess að koma öllum þeim hugmyndum í framkvæmd sem ræddar hafa verið. Ég er hræddur um að þessi nýja skilgreining verði til þess að drepa málinu á dreif og tvístra kröftum heimamanna.“

Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ, segir að það hljóti öllum að vera ljóst að ef það eigi að bjarga málum á landsbyggðinni þá verði stjórnvöld að grípa í taumana og marka stefnu sem byggir upp ákveðna staði ekki síst hér á Vestfjörðum og sjá svo hvað komi í kjölfarið á öðrum stöðum. „Það er ljóst að landsbyggðin er að flosna upp og því verða stjórnvöld að hafa markvissa stefnu og ekki dreifa kröftunum um of. Mér finnst að með þessari stefnubreytingu sé verið að þynna út byggðaáætlunina sem hér var gerð og með því er verið að tefja fyrir málinu. Um þetta var mótuð einróma stefna sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum og þingmenn eiga að sjá sóma sinn í því að standa við bakið á okkur í þessari vinnu. Með þessari stefnubreytingu er verið að skapa ósætti að óþörfu.“

Sturla Böðvarsson segir að byggðakjarninn hafi ekki verið skilgreindur fyrr og þingmenn telji nauðsynlegt að sveitarfélögin sameinist um skilgreiningu á byggðakjarna og í því ljósi voru skilaboðin send.

Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, segir það sitt álit að ekki hafi eingöngu verið átt við Ísafjörð þegar rætt var um eflingu byggðakjarna á Vestfjörðum. „Byggðakjarninn er hugsaður sem kjarni fyrir hvert svæði þannig að ekki sé hægt að horfa á málin út frá einum firði. Höfuðborgarsvæðið er ekki bara Reykjavík svo dæmi sé nefnt. Með þessari setningu í bréfinu er því verið að leggja áherslu á svæðið í heild og að horft verði vítt yfir sviðið. Um það var samstaða í þingmannahópnum. Það er mjög áríðandi að svæðin á Vestfjörðum reki ekki í sundur í byggðaumræðunni. Það er ekki ætlunin að allt byggist upp á fáum stöðum á landsbyggðinni“, sagði Kristinn H. Gunnarsson.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli