Frétt

mbl.is | 17.05.2004 | 21:20Segja breytingar á fjölmiðlafrumvarpi ekki duga til

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, og Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segja tvær breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu sem Davíð Oddsson forsætisráðherra kynnti fjölmiðlum í dag breyti engu um afstöðu flokka þeirra til frumvarpsins. Steingrímur segist telja að breytingunum sé fremur ætlað að gegn sálrænum tilgangi vegna ástandsins í stjórnarherbúðunum en að vera niðurstaða ítarlegrar skoðunar á málinu.

Þá segir Steingrímur: „Það verður nú fróðlegt að sjá hluti af hvers konar hrossakaupspakka þetta er í heild sinni hjá stjórnarflokkunum. Það liggur í loftinu að þetta sé hluti af stærri pakka.“

Bæði Steingrímur og Bryndís tóku fram að þau hefðu ekki séð breytingatillöguna heldur einungis heyrt af henni í fréttum fjölmiðla.

Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði eftir þingflokksfund sjálfstæðismanna fyrr í dag, að fulltrúar stjórnarflokkanna í allsherjarnefnd Alþingis væru að vinna að breytingartillögum við fjölmiðlafrumvarpið sem snertu tvö atriði þess. Annars vegar tillögu um að óheimilt verði að veita fyrirtæki útvarpsleyfi ef annað fyrirtæki á meira en 35% eignarhlut í því en þetta hlutfall er 25% í frumvarpinu nú. Hins vegar að núverandi útvarpsleyfum verði leyft að renna út, þó þannig að ekkert þeirra renni út fyrr en eftir tvö ár þegar lögin taka gildi.

Steingrímur segist ekki hafa haft mestar áhyggjur af lágu þaki við því hvað einstakur aðili mætti eiga mikið í fjölmiðli né heldur hafi farið mikil umræða í það atriði. „Þetta hefur miklu minni áhrif á ríkjandi stöðu en bæði þak á eign markaðsráðandi fyrirtækis og alger aðskilnaður dagblaða og ljósvakamiðla,“ segir Steingrímur.

Þá segist hann strax í byrjun umræðunnar um fjölmiðlafrumvarpið bent á að ótækt væri að láta ekki leyfisveitingar fyrir útvarpi renna úr gildi. Hann segir það að þessu skuli breytt nú vera til marks um það hversu illa frumvarpið var unnið í byrjun. „Efnislega er þetta frumvarp jafnlangt frá því að ná utan um þetta frumvarp í heild sinni eins og áður, þ.e.a.s. það er ekkert tekið á þessum þáttum sem við höfum bent á og viljað hafa með til skoðunar, eins og stöðu Ríkisútvarpsins, spurninguna um gagnsæi eignarhalds og svo hvernig takmarkani á að innleiða,“ segir Steingrímur.

Steingrímur segir að rétt væri að taka málið í heild sinni til vandaðrar skoðunar og skoða það í sumar, fremur en að „klastra í þetta í óðagoti þegar mönnum er auðvitað orðið það ljóst að frumvarpið var algerlega ótækt eins og það kom fram.“

Bryndís segir að ef það séu einungis breytingar á þessum tveimur atriðum á döfinni þá breyti það ekki því að enn hafi ekki verið skorið úr um ýmis álitaefni, bæði varðandi stjórnarskrá og þá sé heldur ekki tekið á EES-réttinum. „Mér finnst þetta í rauninni sanna það að hér erum við að fá fjórðu útgáfuna af frumvarpinu og það staðfestir það sem stjórnarandstaðan hefur haldið fram í málinu að það er afar illa undirbúið og illa ígrundað og ef þetta eru einu breytingarnar þá sé ég ekki betur en að það muni áfram leiða til aukinnar fábreytni á þessum markaði fremur en að stuðla að fjölbreytni,“ segir Bryndís.

Þá segir hún meðferð ríkisstjórnarinnar á málinu ekki geta talist vandaða lagasetningarhætti. „Ég held að þetta sanni bara og sýni að menn ættu að vanda sig betur og leyfa málinu aðeins að setjast,“ segir Bryndís.

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli