Frétt

bb.is | 14.05.2004 | 16:11Tillaga um sameiningu HG, Katla og Yt lögð fyrir hluthafafund

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. í Hnífsdal.
Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. í Hnífsdal.
Á hluthafafundi sem haldinn verður í Hraðfrystihúsinu Gunnvör hf. á mánudag verður lögð fram tillaga um sameiningu félagsins við Yt ehf. og Katla ehf.. Jafnframt verður lögð fram tillaga um lækkun hlutafjár félagsins um rúmar 434 milljónir króna úr 673,5 milljónum króna í rúmar 239 milljónir króna. Sem kunnugt er var Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. afskráð úr Kauphöll Íslands fyrir skömmu í kjölfar yfirtökutilboðs Yt ehf. á félaginu. Að yfirtöku Yt stóðu nokkrir stjórnendur og hlutahafar í HG.

Þegar síðast var tilkynnt um kaup Yt ehf. á hlut í HG hafði fyrrnefnda félagið eignast um rúmar 398 milljónir króna í HG að verðmæti rúmir 2,5 milljarðar króna. Helstu eða einu eignir Katla ehf. og Yt ehf. eru hlutabréf í HG. Eins og áður segir liggur tillaga fyrir um lækkun hlutafjár félagsins að upphæð rúmar 434 milljónir króna. Má því ætla að það séu þeir hlutir sem keyptir hafa verið vegna yfirtöku félagsins. Miðað við yfirtökutilboðið á sínum tíma er verðmæti hlutafjárins tæpir 2,8 milljarðar króna. Í fréttum á sínum tíma kom fram að Landsbanki Íslands hefði fjármagnað kaupin.

Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG, neitaði að tjá sig um hvaða breytingar yrðu á efnahag HG við þessar sameiningar. Einnig neitaði hann að gefa upplýsingar um hverjir yrðu helstu hluthafar fyrirtækisins eftir sameiningu.

Að undanförnu hefur töluverð umræða farið fram um yfirtökur fyrirtækja í sjávarútvegi á liðnum mánuðum. Í Viðskiptablaðinu fyrir skömmu var um þetta fjallað og segir þar m.a.: „Nýlegar yfirtökur og afskráningar á íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum eru að mjög stóru leyti skuldsettar og munu auka skuldsetningu viðkomandi fyrirtækja um 25 til 30 milljarða króna. Útfrá þessum tölum gengur KB banki í sérefni sínu um hlutabréf og gengi krónunnar sem nýverið kom út. Þau fyrirtæki sem hafa verið yfirtekin að undanförnu eða eru við það að fara af markaði eru félögin sem áður mynduðu Brim, Eskja, Guðmundur Runólfsson, Þorbjörn Fiskanes og Hraðfrystihúsið Gunnvör. Samanlagt yfirtökuverðmæti allra þessara félaga nemur 36 milljörðum króna og ljóst samkvæmt ofansögðu að skuldsetning kaupanna liggur á bilinu 70 til 84%.

Töluverð hagræðing hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi á undanförnum árum með hagræðingu og sameiningum sem aukið hefur arðsemi greinarinnar og getu hennar til fjárfestingar í hvers kyns nýsköpun. Þessi aukna skuldsetning og yfirtaka núna vekur því upp þær spurningar hvort að ekki sé í rauninni verið að færa þróunina til baka á ný þar sem að arðurinn sem skapaðist með sameiningunum mun að stóru leyti fara í vaxtagreiðslur af nýjum lánum.“

Standist fullyrðingar Viðskiptablaðsins og KB-banka má ætla að aukin skuldsetning HG í kjölfar yfirtökunnar geti verið á þriðja milljarð króna en um það er ekkert hægt að fullyrða þar sem engar upplýsingar hafa fengist um það mál.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli