Frétt

bb.is | 13.05.2004 | 15:39Fækkun tollstjóra aðeins upphafið að fækkun sýslumanna?

Vestfjörðum er skipt í fjögur sýslumannsembætti.
Vestfjörðum er skipt í fjögur sýslumannsembætti.
Á undanförnum dögum hefur bb.is rætt við nokkra embættismenn víða á landinu í kjölfar þess að frumvarp um breytingar á skipan tollamála var lagt fram. Flestir telja að innan skamms dragi til tíðinda í skipulagningu lögreglumála á landsbyggðinni. Þrátt fyrir að tollamál og lögreglumál heyri ekki undir sama ráðuneyti þykir mörgum sem tónninn hafi verið sleginn með fækkun tollembætta. Því megi ætla að stórt skref verði stigið fljótlega í fækkun lögregluumdæma.

Í síðustu viku lagði fjármálaráðherra fram á Alþingi frumvarp til breytinga á tollalögum. Meðal breytinga sem frumvarpið hefur í för með sér er að tollumdæmum í landinu fækkar úr 26 í 9. Þá fækkar embættum tollstjóra, sem sýslumenn gegndu, að sama skapi. Á Vestfjörðum fækkar tollumdæmum úr fjórum í eitt og sýslumennirnir á Patreksfirði, Bolungarvík og Hólmavík verða umboðsmenn sýslumannsins á Ísafirði, sem gegnir embætti tollstjóra.

Nokkrum sinnum á liðnum árum hefur komið upp umræða um breytingar á umdæmum sýslumanna þannig að umdæmin stækki og sýslumönnum fækki. Einnig hefur verið í gangi umræða um breytingar á skipan lögreglumála en sýslumenn eru jafnframt lögreglustjórar hver í sínu umdæmi. Í nóvember á síðasta ári skipaði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra starfshóp sem falið var það verkefni að móta og setja fram tillögur að breytingum á umdæmaskipan við löggæslu og innra starfi lögreglunnar. Í erindisbréfi nefndarinnar segir að tillögur nefndarinnar skuli miða að því að styrkja og efla starfsemi lögreglu og sýslumanna og nýta fjármuni betur. Enn fremur er starfshópnum ætlað að móta löggæsluáætlun til næstu ára, þar sem kynnt yrði forgangsröð við úrlausn verkefna og þess freistað að setja löggæslunni mælanleg markmið. Ekki er gert ráð fyrir að tillögur hópsins leiði til þess að sýslumannsembættum fækki eins og segir í erindisbréfi nefndarinnar.

Í starfshópnum sitja Stefán Eiríksson skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Skúli Magnússon dósent við lagadeild Háskóla Íslands.

Enginn viðmælenda bb.is treystir til þess að spá með hvaða hætti fækkun lögregluumæmda yrði framkvæmd, ef til kæmi, af þeirri einföldu ástæðu að ekkert hefur heyrst af því hvaða hugmyndir starfshópurinn hefur verið að skoða. Svo virðist sem starfshópurinn hafi lítið samráð haft við starfandi lögreglustjóra enn sem komið er að minnsta kosti. Flestir sem rætt var við telja víst að lögregluumdæmum fækki á Vestfjörðum sem og víðar. Hvort að skipaður verði sérstakur lögreglustjóri í hin nýju lögregluumdæmi eða einn af núverandi sýslumönnum axli ábyrgð á stærra umdæmi og fjölmennara lögregluliði treysta menn sér ekki til að segja til um. Fleiri eru þó á því að einn sýslumaður á hverju svæði taki að sér yfirstjórn lögreglumála eins og niðurstaðan virðist eiga að verða í tollamálunum.

Í erindisbréfi starfshópsins er sérstaklega tekið fram að tillögur hans skuli ekki fela í sér fækkun sýslumanna. Í því segir einnig: „Þegar litið er til starfa sýslumanna skulu þessi tvö meginatriði höfð í huga: Í fyrsta lagi skiptir miklu fyrir byggðir landsins, að ekki sé sett sem markmið að draga þar úr þeim styrk, sem felst í starfrækslu sýslumannsembættanna og þjónustunni á þeirra vegum. Í öðru lagi þarf inntak í embættisfærslu sýslumanna ekki endilega að vera alls staðar hið sama.“

Þrátt fyrir þessi skýru markmið þykir flestum ljóst að töluverðar breytingar verði á umdæmum sýslumanna á landinu þannig að þeim muni í framtíðinni fækka. Framfarir í samgöngum, fólksfækkun og breytingar í stjórnsýslunni kalli einfaldlega á slíkar breytingar. Hvort að hugmyndir um slíkar breytingar muni valda það miklum titringi að þær nái ekki fram að ganga skal ekki dæmt um hér. Sú litla umræða sem fyrirhugaðar breytingar á tollalögum leiðir hugann að máltækinu alkunna, að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.

hj@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli