Frétt

Magnús Þór Hafsteinsson | 13.05.2004 | 15:14Hvað sögðu þeir fyrir vestan?

Magnús Þór Hafsteinsson.
Magnús Þór Hafsteinsson.
Fréttir berast nú af því að sjávarútvegsráðherra hyggist leggja fram frumvarp til laga þar sem eigendum svokallaðra dagabáta sem gerðir eru út á handfæri, verði gefnir tveir kostir. Annars vegar að menn geti valið kvóta sem miðist við veiðireynslu síðustu tveggja ára, eða að velja að vera áfram í dagakerfi. Þá yrðu dagarnir aðeins 18 og hugsanlega yrði þeim fækkað enn frekar í framtíðinni.

Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri hreyfingin – grænt framboð hafa lagt fram frumvarp um að fjöldi sóknardaga hjá dagabátum fari aldrei niður fyrir 23 daga árlega. Þetta er í samræmi við eindregnar óskir samtaka smábátaeigenda allt umhverfis landið undafarin ár. Einnig er í frumvarpinu kveðið á um að þeim skuli fjölgað um einn fyrir hver 20 þúsund tonn leyfðs heildarþorskafla umfram 230 þúsund tonn á hverju fiskveiðiári. Þannig myndi dagatrillunum gert kleift að njóta þess ef þorskkvóti yrði aukinn. Flutningsmenn þessa frumvarps eru Grétar Mar Jónsson og Jón Bjarnason. Þetta frumvarp hefur beðið lengi eftir að fá umfjöllun í sjávarútvegsnefnd, en því hefur verið hamlað af formanni hennar Guðjóni Hjörleifssyni alþingismanni Sjálfstæðisflokks.

Eins og margir muna þá var haldinn fjölmennur fundur á Ísafirði þann 13. september síðastliðinn. Fundurinn var haldinn fyrir tilstilli nokkurra sveitarfélaga á Vestfjörðum og Eldingar – félags smábátaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum. Þessi fundur bar yfirskriftina „Orð skulu standa“ og var hann haldinn til að knýja á um að ríkisstjórnarflokkarnir stæðu við kosningaloforð sín um línuívilnun, en erfiðlega gekk að fá þá til að standa við þau. Fleira var þó nefnt sem brann á Vestfirðingum sem eiga eins og aðrir íbúar strandbyggða Íslands, mikilla hagsmuna að gæta þegar afli smábáta er annars vegar. Meðal annars voru þingmenn spurðir um það hvort þeir styddu svokallað „gólf“ sem kvæði á um að árlegur fjöldi sóknardaga færi aldrei niður fyrir 23 daga árlega.

Ég var á þessum fundi og hljóðritaði það sem fram fór. Síðar skrifaði ég upp bæði framsöguræður þingmanna og svör þeirra í fyrirspurnum á fundinum og birti á heimasíðu Frjálslynda flokksins (www.xf.is). Nú, þegar átta mánuðir eru liðnir og sjávarútvegsráðherra kemur með frumvarp er fróðlegt að rifja upp hvað þingmenn Norðvesturkjördæmis sögðu um „gólf“ fyrir dagabátana.

Úr framsöguræðu Kristins H. Gunnarssonar:

„Varðandi dagabátana þá er að mínu mati óhjákvæmilegt að koma á stöðugleika í þeirra starfsumhverfi með því að festa lágmarksdagafjölda þeirra, og sú tillaga sem forsvarsmenn þeirra kynntu fyrir sjávarútvegsnefnd Alþingis á síðastliðnu vori er skynsamleg og ég er tilbúinn að vinna að því að hún nái fram að ganga, en tillagan gengur út á að 23 sóknardagar verði lágmark en settar takmarkanir á sóknargetu. Bæði vélarafl og rúllufjölda“.

Síðar í fyrirspurnum, þingmenn eru hér fyrir neðan auðkenndir með upphafsbókstöfum í nöfnum þeirra:

GAK: Guðjón Arnar Kristjánsson, Frjálslynda flokki
SÞ: Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokki
JÁ: Jóhann Ársælsson, Samfylkingu
JB: Jón Bjarnason, Vinstri grænum
SB: Sturla Böðvarsson, Sjálfstæðisflokki
EOK: Einar Oddur Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki
EKG: Einar Kristinn Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki

1. Guðrún Pálsdóttir, Flateyri spyr:
Ég er hér með spurningu til alþingismanna. Væruð þið tilbúnir til að styðja frumvarp um að sóknardagar handfærabáta yrðu aldrei færri en 23? En þeir eru nú aðeins 19.


JÁ: Við höfum nú lagt fram okkar frumvarp um stjórn fiskveiða. Í því er gert ráð fyrir algeru jafnræði þeirra sem stunda sjó við Íslandsstrendur. Smábátasjómenn eru þar hvorki hærra eða lægra settir en aðrir. Við viljum einfaldlega koma á jafnræði til þess að nýta þessa auðlind. Ég geri hins vegar ráð fyrir því að margir eru tilbúnir til þess að á meðan ekki er búið að kollvarpa þessu hróplega kerfi sem er í gangi, að styðja við það að smábátar fái að halda áfram þeim veiðum sem þeir hafa haldið fram að þessu.

KHG: Já, svarið er já. Ég er tilbúinn til að styðja málið eins og það var kynnt fyrir okkur í sjávarútvegsnefnd á síðastliðnu vori.

SB: Ég mun að sjálfsögðu styðja frumvarp sem kæmi fram af hálfu ríkisstjórnarinnar. Ég lít á það sem mjög mikilvægt verkefni sjávarútvegsráðherra að leita allsherja samkomulags um stjórn fiskveiðanna. Það væri í fyllsta máta óeðlilegt að ég tel, að stjórnarþingmenn hlypu frá því samkomulagi sem að undir forystu ríkisstjórnarinnar næðist um allsherjar breytinga á stjórn fiskveiða hvað varðar útgerð smábáta. Og liður í þessu er línuívilnunarmálið. Þannig að það er fullkomlega óábyrgt en að gefa annað í skyn, fyrst og fremst að ná samkomulagi sem væri leitt fram af ríkisstjórninni.

JB: Ég vill fyrst segja að við Vinstri grænt framboð, höfum lagt fram stefnu um fiskveiðimál sem að byggir á því að þetta sé allt tekið til heildar uppstokkunnar. Og forræði yfir auðlindanni sé að hluta fært til íbúa byggðanna sjálfra. Og henni síðan ráðstafað. En það er hins vegar ljóst að hvaða útgerðarflokkur sem er, þarf að hafa möguleika til að stunda sínar veiðar á arðbæran og hagkvæman hátt. Og ég tel að niðurskurður á sóknardögum í núverandi mynd sé óraunhæfur og rangur. Og skerði svo mjög afkomu þessa flota, að óréttmætt sé. Þannig að óbreyttu á ekki að vera skera niður dagana. Ég myndi í óbreyttu kerfi styðja þessa hugmynd sem hér kemur fram. Að þeir fari ekki niður fyrir 23 daga.

GAK: Afstaða okkar er afar skýr. Við höfum lagt til að strandveiðiflotinn færðist helst allur yfir í sóknarkerfi. Og við höfum á undanförnum þingum lagt til að það yrði sett gólf í dagana við 23 daga. Að þeir væru aldrei færri. Það mun ekki standa á okkar stuðning við það.

EOK: Ég hef marg sinnis lýst því yfir að það sé lífsnauðsynlegt fyrir dagabátana, að hafa þetta gólf. Marg sinnis lýst því yfir að ég tilbúinn að styðja þessa 23 daga. Og svarið er já áfram. Já.

EKG: Í vor var langt komið samkomulag á milli stjórnvalda og Landssambands smábátaeigenda, varðandi gólf í dagakerfið. Ég hef orðað það þannig að menn voru ekki komnir í höfn með málið, en menn voru svona komnir í hafnarkjaftinn. Þetta samkomulag fól það í sér að setja gólf í dagakerfið, og jafnframt að stemma stigu við aukningu sóknarmáttar í kerfinu. Ég tel að það eigi að vera að ljúka málinu á þeim grundvelli sem menn voru að ræða þarna saman um. Og ég trúi því að menn geti gert það nú í haust og myndi styðja það.

2. Bæring Gunnarsson, Bolungarvík spyr:
Í kosningunum í vor var rætt um að staða sóknardagabáta væri óviðunandi. Dögunum fækkar um tíu prósent á ári. Hyggist þið með tilliti til þess að mest af afla sóknardagabáta er landað í kjördæminu, leggið þið fram frumvarp sem festir þetta kerfi í sessi þannig að gólfið verði sett í dagakerfið?

KHG: Ég ætla nú að byrja að reyna sjávarútvegsráðherra. Hann hefur verið í viðræðum við þá, og ég held að það sé eðlilegt að stjórnarþingmenn ræði við sinn ráðherra um framgang málsins. Einar Kristinn (Guðfinnsson) var nokkuð vongóður um að við næðum árangri með því. Ég held að við leggjumst á eitt í þeim efnum. Ef hins vegar málið gengur hvorki né rekur, þá getur vel komið til þess að við afráðum það að við flytjum frumvarp til að setja gólfið í dagakerfið.

SB: Þetta mál hefur náttúrulega komið fram fyrr hér í fyrirspurn, og ég vísa til þess sem ég sagði þá að við verðum að sjálfsögðu að ná samkomulagi. Sjávarútvegráðherra hefur forystu um það gagnvart hagsmunaaðlium, og í þessi tilviki Landssambandi smábátaeigenda. Þangað til er í sjálfu sér ekki meira um þetta að segja, eiginlega fyrir stjórnarþingmenn ég tali nú ekki um ráðherra, gefi yfirlýsingar um það að þeir gangi til stuðnings við einhver frumvörp sem komi fram. Ég treysti sjávarútvegsráðherra til að vinna að þessu máli af heilindum og heiðarleika.

JB: Sko, það eru ekki einhver frumvörp sem að fjalla um það að setja gólf hjá dagabátunum. Það frumvarp var flutt á síðastliðnum vetri af þingmönnum Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins og fékk ekki framgang. Þannig að gangiði bara eftir svörum.

EKG: Fyrst og fremst vil ég bara árétta það sem ég var að segja hér áðan. Ég held að það þurfi að gera tvennt varðandi dagakerfið. Það er annars vegar að setja í það gólf, og hins vegar að tryggja það að sóknarmátturinn aukist ekki í heild sinni. Það er mjög mikilvægt til að verja þetta dagakerfi í heild sinni, að það sé líka gert jafnframt því að gólfið sé sett í kerfið. Því við vitum það, að ef að það er ekki gert þá mun sóknarmátturinn halda áfram að aukast og þá verður ekkert sem ver þetta kerfi. Þannig að ég er eindregið þeirrar skoðunar, og menn eiga að tala hreint út um það og líka Jón Bjarnason, að það þurfi að koma tvennt til, til þess að verja kerfið. Bæði gólfið og líka hitt að koma í veg fyrir það að sóknarmátturinn vaði upp úr öllu valdi því þá getum við enginn okkar varið þetta kerfi. Menn eiga að tala heiðarlega um það.

Svo mörg voru þau orð á fundinum „Orð skulu standa“ á Ísafirði í fyrra haust. Nú reynir á alla þingmenn Norðvesturkjördæmis hvort orð þeirra standi frá þessum fundi.

Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli