Frétt

Stakkur 19. tbl. 2004 | 12.05.2004 | 08:26Lýðræðisleg umræða

Umræðan um lagasetningu varðandi eignarhald á fjölmiðlum hefur verið mjög athyglisverð. Einkum er áberandi hve hagsmunir einstakra hópa hafa ráðið miklu um afstöðu og ummæli. Formaður Blaðamannafélags Íslands er starfsmaður Norðurljósa og hefur því hagsmuna að gæta og á greinilega erfitt með að hefja sig upp fyrir þann sjónarhól. Starf hans kann að vera að veði, eins og margir hafa talað. En hann er ekki einn á báti. Skipið er vel mannað í þeim skilningi að áhöfnin er fjölmenn. Framgangur margra útvarps-, sjónvarps- og blaðamanna ber þess nokkur merki að þeir hafi ekki óháða sýn á hina ,,lýðræðislegu umræðu”. Sá grunur verður áleitinn að þeir gleymi megin sjónarmiðinu, að allar skoðanir eigi rétt á sér hversu vel eða illa þeim líkar við þær. Það er makalaust að hlusta á formann Samfylkingarinnar tala nú með þeim hætti að stórfyrirtæki þurfi nú sérstakrar verndar. Þannig var ekki talað um Eimskip, Morgunblaðið og Álverið áður fyrri.

Því má nefnilega aldrei gleyma að skoðun sem er okkur ekki að skapi á rétt á því að heyrast og hljóta hlutlæga umræðu. Áður hefur verið að því spurt hvort lýðræði verði nokkurn tíma stýrt. Svarið er nei, annars er til lítils barist. Hverjir hafa áhrif? Því er bæði auðvelt og erfitt að svara. En ljóst er að þeir sem hafa yfir fjölmiðlum að ráða eiga mjög auðvelt með að hafa áhrif á það hvernig og hverjar fréttir eru sagðar. Hvort þeir gera það er aftur á móti undir þeim komið. Það er athyglisvert að formaður stjórnar Árvakurs skuli hafa aðra skoðun á því hvort samþjöppun fjölmiðla þarfnist aðhalds en ritstjóri Morgunblaðsins sem Árvakur gefur út. Morgunblaðið hefur vissulega haft áhrif á pólitíska umræðu vegna þeirra skoðana sem þar koma fram, en nýtur samt virðingar umfram hin dagblöðin ef marka má skoðanakannanir, þótt útbreiðsla Fréttablaðsins sé meiri, enda er því dreift ,,ókeypis”, það er að segja án þess að lesendur þurfi að greiða beint fyrir blaðið. Fréttablaðið er því óháð í þeim skilningi að vera fjárhagslega óháð lesendum sínum. Þeir þurfa ekki að greiða sérstaklega fyrir að nálgast auglýsingar sem þar birtast.

Vissulega er rétt að hinni lýðræðislegu umræðu er ekki lengur stýrt af málgögnum stjórmálaflokkanna, en þeir sem vilja geta haft áhrif með því að nota fjólmiðilinn sem þeir eiga nákvæmlega eins og stjórmálaflokkarnir gerðu meðan þeir áttu sjálfir dagblöð. Enginn efast um tengsl R listans í Reykjavík við Samfylkinguna, þótt vissulega sé hún ekki ein að baki hans. Enn er mörgum spurningum um hin fjárhagslegu tengsl Baugs við R listann ósvarað. Þeim hefur ekki verið svarað fremur en þeim er snúa almennt að styrktaraðilum stjórnmálaflokka.

Vandamál lýðræðislegrar umræðu á Íslandi eru fólgin í smæðinni og því að gegnsæjar reglur skortir um margt, þar á meðal fjölmiðla. Að auki má aldrei gleyma því að enginn er með öllu óháður í þessu lífi og öll litumst við af umhverfi okkar. Umræðuna má hins vegar ekki kæfa af þeirri ástæðu einni að skoðanir annarra séu okkur ekki að skapi. Við getum alltaf komið með rök með og á móti. Sú ófyrirleitna persónulega umræða sem fylgt hefur umræðunni um lagsetningu varðandi eignarhald á fjölmiðlum er afar slæm birtingarmynd upplýsts lýðræðis í upphafi 21. aldarinnar. Við eigum og megum hafa skoðanir en verðum að styðja afstöðu okkar rökum. Svo einfalt er það.

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli