Frétt

| 01.06.2001 | 17:36Þorsteinn Jóhannesson er formaður stjórnar og Kristján Haraldsson framkvæmdastjóri

Frá stofnfundinum. Fremst sitja Ólafur Kristjánsson, Einar K. Guðfinnsson, Birna Lárusdóttir og Kristinn H. Gunnarsson.
Frá stofnfundinum. Fremst sitja Ólafur Kristjánsson, Einar K. Guðfinnsson, Birna Lárusdóttir og Kristinn H. Gunnarsson.
Stofnfundur Orkubús Vestfjarða hf. var haldinn á Ísafirði síðdegis í dag, í beinu framhaldi af síðasta aðalfundi sameignarfélags um Orkubú Vestfjarða. Félagið yfirtekur sameignarfélagið ásamt öllum eignum, réttindum, skuldum og skuldbindingum þess hinn 1. júlí nk. Á stofnfundi hlutafélagsins voru stofnskjöl afgreidd og kjörið í stjórn, sem starfa skal þar til ný stjórn hefur verið kosin á fyrsta aðalfundi eftir að félagið hefur tekið til starfa. Að stofnfundinum loknum skiptu stjórnarmenn með sér verkum.
Aðalstjórn Orkubús Vestfjarða hf. skipa: Þorsteinn Jóhannesson, Ísafirði, formaður, Kristinn Jón Jónsson, Ísafirði, Björgvin Sigurjónsson, Tálknafirði, Haraldur V. Jónsson, Hólmavík, og Ólafur Þ. Benediktsson, Bolungarvík. Í varastjórn eiga sæti: Ragnheiður Hákonardóttir, Ísafirði, Jón Þórðarson, Bíldudal, Smári Haraldsson, Ísafirði, Guðmundur Steinar Björgmundsson, Önundarfirði, og Þórir Örn Guðmundsson, Þingeyri.

Kristinn Jón og Guðmundur Steinar eru tilnefndir af iðnaðarráðherra, Björgvin og Þórir Örn af fjármálaráðherra en aðrir í stjórn og varastjórn eru kjörnir af stofnfundi.

Hlutafé hins nýstofnaða Orkubús Vestfjarða hf. er að nafnvirði liðlega þrír milljarðar króna (kr. 3.049.914.000). Hluthafar í Orkubúi Vestfjarða eru 13, þ.e. ríkissjóður og öll sveitarfélögin 12 á Vestfjörðum, og skiptast eignarhlutir þannig, í hlutfalli við íbúafjölda í sveitarfélögum:

Ríkissjóður 40,00%
Ísafjarðarbær 31,10%
Vesturbyggð 8,57%
Bolungarvíkurkaupstaður 7,36%
Hólmavíkurhreppur 3,26%
Tálknafjarðarhreppur 2,70%
Reykhólahreppur 2,27%
Súðavíkurhreppur 1,67%
Kaldrananeshreppur 0,97%
Bæjarhreppur 0,68%
Broddaneshreppur 0,61%
Árneshreppur 0,44%
Kirkjubólshreppur 0,37%

Fyrir liggur yfirlýsing um að ríkisvaldið muni í kjölfar stofnunar hlutafélags um Orkubú Vestfjarða gera öllum sveitarfélögunum kauptilboð í eignarhluta þeirra í félaginu. Jafnframt liggur fyrir, að þá verði gengið út frá því að heildarverðmæti Orkubús Vestfjarða hf. sé 4,6 milljarðar króna.

Þegar hlutafélag hefur verið stofnað og tekið við af sameignarfélaginu er sérhverjum eiganda frjálst að selja eignarhluta sinn að hluta eða í heild. Slíkt var ekki hægt meðan fyrra félagsform var í gildi. Taki sveitarfélögin tilboði ríkisins í eignarhluta þeirra samkvæmt framansögðu mun andvirðið sem kemur í hlut hvers og eins verða sem hér segir:

Ísafjarðarbær 1.430.600.000
Vesturbyggð 394.220.000
Bolungarvíkurkaupstaður 338.560.000
Hólmavíkurhreppur 149.960.000
Tálknafjarðarhreppur 124.200.000
Reykhólahreppur 104.420.000
Súðavíkurhreppur 76.820.000
Kaldrananeshreppur 44.620.000
Bæjarhreppur 31.280.000
Broddaneshreppur 28.060.000
Árneshreppur 20.240.000
Kirkjubólshreppur 17.020.000

Hlutafélagið um Orkubú Vestfjarða er stofnað á grundvelli laga sem samþykkt voru á síðasta starfsdegi Alþingis hinn 20. maí síðastliðinn.

Stofnfundur Orkubús Vestfjarða hf. í dag var haldinn í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar. Í upphafi fundar lék Tómas Árni Jónasson á slaghörpu en Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, setti fundinn.

Að stofnfundinum loknum hélt nýkjörin stjórn sinn fyrsta fund, þar sem hún skipti með sér verkum, réð framkvæmdastjóra og undirritaði samþykktir félagsins og tilkynningu til hlutafélagaskrár. Kristján Haraldsson verkfræðingur, sem verið hefur orkubússtjóri hjá Orkubúi Vestfjarða nærfellt frá upphafi fyrir þriðjungi aldar, var ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri Orkubús Vestfjarða hf.

bb.is | 29.09.16 | 14:50 Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með frétt Alþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli