Frétt

| 01.06.2001 | 15:37Mikilvægt er að vestfirskir ráðamenn hafi áhrif til hagsbóta fyrir íbúa Vestfjarða

Frá aðalfundi Orkubús Vestfjarða. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, Kristján Haraldsson orkubússtjóri og Þorsteinn Jóhannesson stjórnarformaður Orkubús Vestfjarða.
Frá aðalfundi Orkubús Vestfjarða. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, Kristján Haraldsson orkubússtjóri og Þorsteinn Jóhannesson stjórnarformaður Orkubús Vestfjarða.
„Liðins árs verður fyrst og fremst minnst vegna umræðna eigenda Orkubúsins um framtíð fyrirtækisins. Fjárhagsstaða nokkurra vestfirskra sveitarfélaga er með þeim hætti að leitað hefur verið logandi ljósi að einhverju því sem mætti verða fjárhag þeirra til bjargar. Í þessu samhengi var skoðað hvort þau gætu selt hlut sinn í Orkubúinu og hvort kaupandi fyndist. Niðurstaða þessara viðræðna varð sú að breyta Orkubúinu í hlutafélag þannig að hver eigandi gæti ráðstafað hlut sínum að vild og jafnframt lá fyrir tilboð frá ríkinu að kaupa hlut sveitarfélaganna í Orkubúinu miðað við að virði fyrirtækisins væri 4,6 milljarðar króna,“ segir Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða í skýrslu sinni sem lögð var fram á aðalfundi fyrirtækisins í dag.
Síðan segir Kristján: „Þá var nýverið lagt fyrir Alþingi frumvarp til raforkulaga þar sem horfið verður frá ríkjandi leyfis- og haftastefnu og komið á samkeppni á sviði orkuvinnslu og orkusölu en meginflutningur og dreifing orkunnar verður þó áfram háð einkaleyfisvernd eðli málsins samkvæmt. Samkvæmt frumvarpinu yrði að skipta Orkubúinu upp í a.m.k. tvö fyrirtæki, annað er færi með samkeppnisreksturinn og hitt sem sæi um einokunarþáttinn. Mikil umræða á eftir að verða um þetta frumvarp og það á vafalaust eftir að taka nokkrum breytingum í meðförum þingsins. Það er mikilvægt að vestfirskir ráðamenn hafi áhrif á að breytingarnar verði til hagsbóta fyrir íbúa Vesfjarða.“

bb.is | 28.09.16 | 07:47 Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt „Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli