Frétt

bb.is | 11.05.2004 | 09:17Verið að kæfa landbúnað í skriffinnsku

Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi.
Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi.
Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi frjálslyndra og óháðra í Ísafjarðarbæ, segir að verið sé að kæfa sauðfjárbúskap í skriffinnsku og smámunasemi með nýrri gjaldskrá fyrir sérstakt búfjáreftirlit. Þórir Örn Guðmundsson, starfsmaður landbúnaðarnefndar, segir aðeins um eðlilega gjaldtöku af þeim sem trassa að skila inn skýrslum.

Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var tekin til umræðu gjaldskrá sem landbúnaðarnefnd bæjarins samþykkti fyrir skömmu um sérstakt búfjáreftirlit. Að sögn Þóris Arnar er með gjaldskránni verið að reyna að tryggja skil á skýrslum frá sauðfjárbændum. Allir sauðfjárbændur fá heimsókn búfjáreftirlitsmanns einu sinni á ári hið minnsta. Þá ber bændum að hafa lokið gerð búfjárskýrslna. Flestir bændur skila þessum skýrslum á réttum tíma því annars falla niður beingreiðslur til þeirra. Að sögn Þóris Arnar er hinsvegar algengt að þeir sem ekki fá beingreiðslur trassi gerð skýrslna. Því þarf búfjáreftirlitsmaður að fara oftar til þeirra og fyrir þær heimsóknir verður í framtíðinni innheimt fimm þúsund króna gjald.

Við umræður um gjaldskrána lagði Magnús Reynir fram svohljóðandi bókun: „Er alfarið á móti þeirri gjaldtöku sem gert er ráð fyrir skv. gjaldskrá fyrir sérstakt búfjáreftirlit á búfjáreftirlitssvæði 10, sbr. 5. lið fundargerðar landbúnaðarnefndar frá 14. apríl s.l. 62. fundur. Tel tímagjald ósanngjarnt og íþyngjandi fyrir þá einstaklinga, sem stunda sauðfjárbúskap í Ísafjarðarbæ sér til hagsbóta og ánægju.“

Aðspurður hvort ekki væri eðlilegt að þeir greiði aukalega sem ekki skila inn skýrslum sagði Magnús Reynir svo ekki vera. „Þarna er verið að setja á fót mjög hátt tímagjald sem leggst að mestu á bændur með lítil bú og einnig svokallaða frístundabændur. Það er verið að kæfa landbúnaðinn í skriffinnsku og mér finnst algjörlega ástæðulaust að Ísafjarðarbær taki þátt í því að kæfa þessa atvinnugrein endanlega. Hér um slóðir eru margir sem drýgja tekjur sínar með búskap og mér finnst forkastanlegt að leggja stein í götu þess fólks með gjaldskrá sem þessari“, sagði Magnús Reynir.

Gjaldskráin var samþykkt í bæjarstjórn með sex atkvæðum gegn einu.

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli