Frétt

mbl.is | 10.05.2004 | 17:04HA fær fyrsta eintakið af Genfarsamningnum á íslensku

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra afhenti Þorsteini Gunnarssyni rektor Háskólans á Akureyrar fyrsta eintakið af Genfarsamningnum á íslensku, en afhendingin fór fram við athöfn á Espihóli í Eyjafjarðarsveit.

Ástæða þess að athöfnin var haldin þar eru atriði úr Víga-Glúmssögu þar sem segir frá því að Halldóra eiginkona Víga Glúms gengur út á vígvöllinn með griðkonum sínum og gerði að sárum bæði vina og óvina. Þótti það brot sögunnar minna á atburðina við Solferino á Ítalíu árið 1859, sem telst upphafið að stofnun Rauða krossins.

Ný félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri hefur tekið að sér að sinna fræðslu- og upplýsingastarfi um efni Genfarsamningsins og sagði Mikael Karlsson forseti deildarinnar það mikinn heiður fyrir háskólann, en haldin verður ráðstefna um efni samningsins þegar næsta haust.

"Það er von mín og trú að útgáfa okkar styrki stöðu þessara merku samninga enn frekar og efli hag almennra borgara á stríðstímum. Við fögnum í dag útgáfu utanríkisráðuneytisins og Rauða kross Íslands á íslenskri þýðingu Genfarsamninganna sem nú hefur litið dagsins ljós en ein af þeim skyldum sem við höfum undirgengist með undirritun samninganna er að þýða það á íslensku. Þeir eru miklir að vöxtum og umfangsmikil vinna liggur að baki íslenskri þýðingu þeirra, " sagði utanríkisráðherra við athöfnina á Espihóli í morgun.

Hann sagði samningana á undanförnum áratugum hafa sannað gildi sitt. "Heimsbyggðin hefur því miður enn á ný verið óþyrmilega minnt á mikilvægti þess að hafa skýrar reglur um meðferð fanga á stríðstímum. Fregnir af illri meðferð fanga breskra og bandarískra hermanna í fangelsum í Írak hafa verið helsta umfjöllunarefni heimsfjölmiðlanna á undanförnum dögum og er óhætt að segja að menn setji hljóð yfir þeim myndum og þeim lýsingum sem gefnar eru.

Þau voðaverk sem lýst hefur verið má á engan hátt verja, né þá sem standa fyrir slíku. Það er skylda yfirstjórnar herliðsins í Írak að láta þegar í stað fara fram opinbera rannsókn á þeim alvarlegu ásökunum sem fram hafa komið og hinu seku verður að refsa,“ sagði Halldór og bætti við að það væri nöturleg kveðja til hinnar nýfrjálsu írösku þjóðar að ákvæði Genfarsáttmálans væru ekki virt af herjum vestrænna lýðræðisríkja.

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli