Frétt

bb.is | 10.05.2004 | 09:34Guðmundur Kristjánsson hlýtur bjartsýnisverðlaun Feita félagsins FC

Páll Hólm afhendir Guðmundi Kristjánssyni bjartsýnisverðlaunin. Í baksýn má sjá nokkra unglega og spengilega félagsmenn Feita Félagsins FC.
Páll Hólm afhendir Guðmundi Kristjánssyni bjartsýnisverðlaunin. Í baksýn má sjá nokkra unglega og spengilega félagsmenn Feita Félagsins FC.
Verðlaunaskjal bjartsýnisverðlauna Feitafélagsins FC.
Verðlaunaskjal bjartsýnisverðlauna Feitafélagsins FC.
Verðlaunaskjal bjartsýnisverðlauna Feitafélagsins FC.
Verðlaunaskjal bjartsýnisverðlauna Feitafélagsins FC.
Verðlaunaskjal bjartsýnisverðlauna Feitafélagsins FC.
Verðlaunaskjal bjartsýnisverðlauna Feitafélagsins FC.
Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, hlaut í gær fyrstur manna bjartsýnisverðlaun Feita félagsins FC. Voru verðlaunin afhent við athöfn í íþróttahúsinu á Torfnesi. Verðlaunin hlaut Guðmundur fyrir forystu sína við skipulagningu Rokkhátíðar alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, sem haldin var á Ísafirði um páskana. Páll Hólm, formaður Feita félagsins FC, afhenti Guðmundi verðlaunin.

Í fréttatilkynningu sem Páll Hólm hefur sent fyrir hönd Feita félagsins FC segir m.a.: „Sem alþjóð er í fersku minni vakti bauni einn, Bröste að nafni, mikla athygli hér í gömlu Dana nýlendunni þá er hann stofnaði verðlaun til handa Frónbúum. Veitt voru þau þeim Frónverja sem með fasi sínu og framgöngu blés í brjóst samborgurum sínum bjartsýni, kjarki og þori. Voru verðlaunin veitt um nokkurra ára skeið undir verndarvæng þáverandi forseta á Fróni.

Þá er Bröste gerðist aldraður voru verðlaunin færð í hendur alþjóðlegs álrisa. Hefur áhrifamáttur þeirra heldur dvínað síðan.

Við svo búið má ekki standa. Því hefur Feitafélagið FC ákveðið að veita í framtíðinni bjartsýnisverðlaun til handa þeim er félagsmenn telja verðan þess. Verður þá að sjálfsögðu að mestu horft til samborgara okkar við Djúp og þeir verðlaunaðir sem með verkum sínum hafa látið gott af sér leiða, samborgurum sínum til heilla og framfara.

Enginn félagsskapur er betur til þess fallinn að veita slík verðlaun en Feitafélagið FC. Félagið hefur starfað um áratugaskeið á Ísafirði. Tilgangur félagsins hefur allt frá stofnun verið ástundun fótbolta, bæði í huga og verki. Hafa liðsmenn félagsins með framgöngu sinni verið samborgurum sínum fögur fyrirmynd í ástundun heilbrigðs lífernis. Einnig hafa félagsmenn sannað að fleiri geta stundað afreksíþróttir en þvengmjótt og brothætt fólk. Hefur félagið staðið fyrir mannrækt alla sína tíð. Einnig hafa félagsmenn hugað að útbreiðslu fagnaðarerindisins með ferðum á erlenda grundu þar sem lífsmottó félagsmanna hefur verið tekið með fögnuði. Er stefnt á frekari landvinninga í því sambandi á komandi árum.

Gildir limir Feitafélagsins FC hafa samþykkt einróma að veita bjartsýnisverðlaun félagsins í fyrsta skipti til Guðmundar Kristjánssonar hafnarstjóra á Ísafirði. Guðmundur vakti heimsathygli fyrir skömmu er hann hélt rokkhátíð eina mikla á Ísafirði. Hugmyndin kviknaði, eins og margar aðrar góðar hugmyndir, yfir bjórkollu í miðju heimsveldi hennar hátignar Elísabetar II.. Eins og alþjóð veit kom rjómi rokksveita Íslands til Ísafjarðar um liðna páska og spilaði á Rokkhátíð alþýðunnar. Með framtaki sínu sannaði Guðmundur Kristjánsson að ekkert er óframkvæmanlegt ef kjarkur og þor eru með í för. Framganga hans varð honum til mikils sóma og samborgurum hans mikil hvatning til stórra verka í framtíðinni. Auk verðlaunaskjals hlýtur Guðmundur að launum tvo fimmeyringa sem slegnir voru árið 1946. Jafngilda þeir „einu milli“ sem nú er algild mælieining í alþjóðlegum viðskiptum.“

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli