Frétt

mbl.is | 05.05.2004 | 13:48Ríkisstjórn Berlusconi setur ítalskt met

Á sama tíma og Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, fagnar sigri liðsins síns í ítölsku deildakeppninni, AC Milan, sem hann er eigandi að, getur hann fagnað öðrum merkisatburði í stjórnmálunum. Hann er forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn, sem lengst hefur setið á Ítalíu síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk árið 1945. Að þvi er kemur fram á vef BBC hefur Berlusconi tekist að halda ríkisstjórninni saman í 1.060 daga, fyrra metið var sett af ríkisstjórn sósíalistans Bettino Craxi fyrir átján árum.
Langlífi stjórnar Berlusconi er þó engu að síður talið skýrast að hluta af breyttum kosningalögum, sem sett voru fyrir áratug. Meirihlutakosning leiddi til meiri stöðugleika en áður voru stjórnarskipti mjög tíð í landinu og einkennandi var fjöldi smáflokka, sem mynduðu veikar stjórnir, oft minnihlutastjórnir.

Frá lokum seinni heimsstyrjaldar hafa setið fimmtíu og níu ríkisstjórnir á Ítalíu og var gjarnan talað um hring- eða veltihurð stjórnmálanna á Ítalíu.

Silvio Berlusconi hefur síðan hann tók við völdum í maí árið 2001 þurft að berjast fyrir lífi stjórnarinnar en samstarfsflokkar hans hafa verið honum óþægur ljár í þúfu, t.a.m. hið hægrisinnaða Norðurbandalag.

Stjórnarandstöðuflokkarnir, til vinstri og á miðju stjórnmálanna, hafa á sama tíma átt í basli og engin afgerandi forystusveit hefur bætt gráu ofan á svart. Flokkarnir eru ósammála um margt og hefur það gert líf forsætisráðherrans bærilegra fyrir vikið.

Ágreiningur um forystu Berlusconi er ekki minna lífseig en ríkisstjórn hans. Berorðar yfirlýsingar hans hafa oft farið fyrir brjóstið á fólki bæði heima og erlendis. Má í því sambandi minna á er hann líkti þýskum þingmanni við fangavörð í útrýmingarbúðum nasista í seinni heimsstyrjöld á Evrópuþinginu á síðasta ári. Höfðu Ítalir þá nýtekið við forsæti í Evrópusambandinu.

Þá hafa ásakanir á hendur forsætisráðherranum um hagsmunaárekstra hundelt hann allan hans stjórnmálaferil en Berlusconi er, sem kunnugt er einn auðugasti maður Ítalíu og á m.a. stærstu fjölmiðlasamsteypuna í landinu. Ný lög um fjölmiðla munu t.d. gulltryggja stjórn Berlusconi á um 90% alls sjónvarpsefnis, sem sent er út, að sögn keppinauta hans, og munu veita honum möguleika á að eignast fleiri dagblöð og útvarpsstöðvar.

Lucia Annunziasta, yfirmaður RAI, ítalska ríkisútvarpsins-sjónvarps, hefur sagt af sér í mótmælaskyni við hin auknu völd Berlusconi á fjölmiðlamarkaði. Þá hefur hann verið gagnrýndur í skýrslu, sem gerð var á vegum Evrópusambandsins. En að mati stjórnmálaskýrenda virðist þetta ekki draga úr vinsældum forsætisráðherrans.

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli