Frétt

bb.is | 05.05.2004 | 13:24Fornleifastofnun fær styrk til rannsókna í Kúvíkum

Hleðslur í Kúvíkum. Mynd: Vefur Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna.
Hleðslur í Kúvíkum. Mynd: Vefur Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna.

Fornleifastofnun Íslands hefur hlotið styrk að upphæð 1.135.000 krónur til fornleifarannsókna í Kúvíkum í Strandasýslu. Að sögn Birnu Lárusdóttur, starfsmanns Fornleifastofnunar, má rekja upphaf málsins til þess að í haust hafi verið lokið við fornleifaskráningu í Árneshreppi. Í þeirri vinnu hafi verið gengið á alla þekkta minjastaði, rústir teiknaðar upp og hnitsettar og hætta sem steðjar að hafi verið metin. „Meðal þeirra staða sem reyndust í hvað mestri hættu er öskuhaugur á Kúvíkum, hann er töluvert skemmdur af völdum rofs og gæti horfið alveg ef ekkert er að gert“, segir Birna.

Í framhaldi af því hafi verið sett upp rannsóknaáætlun sem nú hafi fengið styrk. „Rannsóknin er það sem við köllum „björgunaruppgröft“. Við ætlum að safna eins miklum upplýsingum og hægt er um hauginn áður en hann skemmist frekar. Ætlunin er semsagt að grafa í öskuhauginn, kanna samsetningu laga í honum og reyna að komast nær um aldurinn því það er fátt vitað um hann“, segir Birna.

Aðspurð um hversvegna fornleifafræðingar vilji grafa í öskuhaugum segir Birna að staðreyndin sé sú að þeir séu mjög mikilvægir. Þar megi finna upplýsingar um lifnaðarhætti, bein og annar úrgang og oft gripi sem hætt hefur verið að nota. „Þessi öskuhaugur í Kúvíkum er sérstaklega áhugaverður með tilliti til verslunar þ.e. hvað var flutt inn meðan verslað var á staðnum og hvort það hafi e.t.v. verið breytilegt eftir tímabilum.“

Starfsmenn verkefnisins áætla að verða á Ströndum fyrrihluta ágústmánaðar að því gefnu að leyfi fáist frá Fornleifavernd og landeigendum.

Um Kúvíkur segir svo á vef Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna: „Um langan aldur voru Kúvíkur í Reykjarfirði á Ströndum eini verslunarstaður Strandamanna. Á einokunartímabilinu voru ekki aðrir verslunarstaðir við allan Húnaflóa en Kúvíkur og Höfðakaupstaður á Skaga. Voru þessir staðir oftast leigðir saman einum kaupmanni.

Fámennar sveitir lágu að Kúvíkum og ekki eftir miklu að slægjast fyrir kaupmanninn. Ef hart var í ári eða erfitt um siglingar vegna veðurs eða íss gat því liðið langur tími milli þess að kaupmaður kæmi að Kúvíkum. En eftir að einokunarversluninni var aflétt árið 1787 komst á föst verslun í Kúvíkum með búsetu kaupmanns eða verslunarstjóra, sem kallaðist faktor á þessum árum.

Kúvíknanafnið hafði ekki góðan orðstír og Jón Salómonsen sem var verslunarstjóri í Kúvíkum frá 1820 tók að kenna verslunina við Reykjarfjörð og var hún betur þekkt undir því nafni. Um óvinsældir Kúvíkurnafnsins vitnar gamall húsgangur.

Danir hræðast Hornstrending,
halda'ann vera umskipting.
Frúnum öllum finnst í kring
fjósalykt af Kúvíking.

Næstur á eftir Salómonsen var verslunarstjóri í Kúvíkum Þórarinn Thorarensen og eftir hann Jakob sonur hans, afi Jakobs skálds Thorarensen.

Árið 1906 var kaupmaður í Kúvíkum Carl Friðrik Jensen. Kona hans var Sigríður Pétursdóttir frá Húsavík við Skjálfanda. Kjördóttir þeirra var Ína Sigvaldadóttir Jensen. Þá voru um skeið tvær verslanir í Kúvíkum, Friðriks og Jakobs Thorarensens. Jakob dó árið 1911 og þá lagðist hans verslun niður. Friðrik Jensen kaupmaður lést í Djúpuvík árið 1948 og þar með féll í valinn síðasti kaupmaður þessa forna verslunarstaðar á Ströndum.“

hj@bb.is



bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli