Frétt

Stakkur 18. tbl. 2004 | 05.05.2004 | 10:54Eignarhald á fjölmiðlum

Nú snýst allt um frumvarpið að lögum um eignarhald fjölmiðla. Brýnt er að tryggja frelsi fjölmiðla og sjálfstæði ritstjórnar og blaðamanna gagnvart eigendum og blaðamanna gagnvart ritstjórn. Verður nokkurn tíma tryggt að pólitískt sjálfstæði ríki og fjármál verði ekki stór þáttur í rekstri fjölmiðla? Ríkisútvarpið hefur oft verið umdeilt vegna skoðana sem margir telja sig hafa heyrt þar undir yfirskini hlutleysis. Sumum þykja þar skína í gegn mjög vinstri sjónarmið meðan öðrum finnast mannaráðningar þar hafi verið úr flokki þeirra hægri sinnuðu. Meðan fjölmiðlaflóran tók yfir stærri hluta pólitíska litrófsins og blöð stjórnmálaflokkanna lifðu var meira líf í fjölmiðlun, en hverju var að treysta?

Hverju er að treysta í dag, árið 2004? Dettur nokkrum manni í hug að skoðanir blaðamanns liti ekki umfjöllun hans að einhverju leyti? Í raun eru allir menn breyskir og mörg dæmin eru þess að einstakir blaða- og fréttamenn hafi farið offari og jafnvel logið upp fréttum. Nýlega lét ritstjóri bandaríska dagblaðsins USA Today af störfum vegna blaðamanns sem hagaði sér með þeim hætti og menn hafa þurft að skila Pulitzer verðlaunum vegna þess að upp komst um strákinn Tuma. Áhrif fjölmiðla á skoðanir almennings eru gríðarleg og lífstílspostular boða margir, að til þess að öðlast innri frið og hamingju sé ágætt að hætta að lifa í gegnum fjölmiðlanna.

Er nokkur glóra í því að ríkið reki útvarpsstöð og sjónvarpsstöð? Af hverju á þá ekki ríkið að reka dagblað eitt eða fleiri. Nú er þó girt fyrir, samkvæmt frumvarpinu, að sá sem eigi dagblað reki einnig ljósvakamiðil og öfugt að sjálfsögðu. Fjölmiðlarisinn á íslenskum markaði, Norðurljós, hefur sterk ítök á tvö dagblöð, nokkrar útvarps- og sjónvarpsrásir, þekktastar eru Bylgjan, Stöð 2 og Sýn. Sameining varð fyrir nokkrum mánuðum við Frétt hf. sem átti og rak Fréttablaðið og DV, öðru er dreift ókeypis og hitt selt. Miklar umræður hafa orðið um fjármögnun og lánveitingar til Norðurljósa, sem eru í uppnámi vegna frumvarpsins. Lagaprófessorar úr mörgum skólum hafa nú allra manna mest vit á fjölmiðlun og telja sumir að Norðurljós muni eiga skaðabótarétt á hendur ríkinu nái frumvarpið því að öðlast lagagildi.

Gallinn er sennilega sá að neytendur fjölmiðla hafa afar lítil áhrif á þá og eru kannski orðnir kærulausir. Mestra vinsælda njóta fremur ómerkilegir skemmtiþættir og spjallþættir sem ekki þóttu upp á marga fiska fyrir fáum árum. Þá verður umræðan um afturvirkni og það hvort frumvarpið standist stjórnarskrá fremur lágróma. Enn er það svo að þrátt fyrir að ekki sé stór munur í megindráttum á fréttum Sjónvarpsins og RÚV telja mun fleiri að fréttum ríkisfjölmiðilsins sé betur treystandi. Umræðan um fjölmiðlafrumvarpið gæti verið hvati gagnlegra umræðna. Verður fjölmiðlun nokkurn tíma settar skorður? Það er erfitt og umdeilt enda fýsilegra að mennta frétta- og blaðamenn betur. Ísland er svo lítið land að það er vandasmt. Sennilega er BB bara einhver besti fjölmiðillinn miðað við stærð og útbreiðslu, óháður smásölum og fjármálamönnum. Auglýsingar eru þó öllum fjölmiðlum nauðsynlegar. Þekkt er að auglýsendur reyna að breyta þrýstingi. Er þá nokkur fjölmiðill óháður? Breytir lagasetning einhverju þar um?

bb.is | 26.10.16 | 07:36 Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með frétt Ísafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli