Frétt

Leiðari 18. tbl. 2004 | 05.05.2004 | 10:52Amstur við Austurvöll

Síðustu daga hefur fátt annað komist að í fréttum en fjölmiðlafrumvarpið og útlendingafrumvarpið, sem nú er orðið að lögum meðal annars fyrir tilstilli þeirra, sem voru því andvígir!

Fjölmiðlafrumvarpinu er ætlað að splitta upp samþjöppun sem orðin er á eignarhaldi á íslenskum fjölmiðlum og þarf enginn að fara í grafgötur um hvert því er beint. Allt verður einu sinni fyrst. Hingað til hefur blaðaútgáfa ekki verið talinn ábatasamur atvinnurekstur og varla hefðu jafn mörg blöð lagt upp laupana, sem raun ber vitni, hefði svo verið. Að lýðræðinu stafaði ógn af veldi blaðaeigenda er nýtt til sögu. Ekki eru þó allir fjölmiðlar taldir jafn áhrifaríkir eigendum sínum til valda. Þótt það kunni að hljóma líkt og öfugmælavísa er eigendum vikublaðsins Bæjarins besta óneitanlega léttir að því að ríkisvaldið skuli ekki sjá ástæðu til að setja skorður á eignaraðild að blaðinu og eigendur þess geti áfram um frjálst höfuð strokið. En, satt best að segja, hefur þeim aldrei til hugar komið, á nær tuttugu ára ferli blaðsins, að atvinnureksturinn gæti orðið ógnun við samfélagið.

Skoðanakannanir hafa margsinnis leitt í ljós að þjóðin er að miklum meirihluta andvíg þeirri samþjöppun eignarhalds, sem átt hefur sér stað nánast hvert sem litið er. Nægir að nefna ítrekaða andstöðu almennings við einn megin galla kvótakerfisins, samþjöppun veiðiheimilda. Athyglisvert er að bera saman með hve ólíkum hætti stjórnvöld bregðast við samþjöppun á fjölmiðlamarkaði annars vegar og á hinn bóginn í kvódakerfinu. Varðandi fjölmiðlana skal umbúðalaust brugðist hart við. Þar duga engin vettlingatök. Í kvótamálinu situr allt við það sama. Þar er aldeilis ekki asanum fyrir að fara. Í nóvember 2001 sagði sjávarútvegsráðherra að til greina kæmi að afnema frjálst leiguframsal innan kerfisins; nokkuð sem verðandi forsætisráðherra kveður alla tíð hafa verið ágalla á kerfinu, ,,sem særði réttlætiskennd þjóðarinnar“, eins og hann orðaði það. Fyrir síðustu kosningar vildi forsætisráðherraefnið auka veiðiskylduna í 75%. Hvað tefur?

Á frídegi verkalýðsins fyrir ári síðan töldu menn að þingmenn væru að rumska af langtíma óréttlæti í fiskveiðistjórnuninni. Nú er ljóst að þetta voru aðeins svefnrofar fyrir kosningarnar. Engin orð eru uppi um að framlengja vorþingið 2004 til að standa við fögur orð og fyrirheit í mesta hagsmunamáli þúsunda íbúa sjávarbyggða um land allt?

15. september virðist engin áhrif hafa í þá átt.
s.h.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli