Frétt

bb.is | 04.05.2004 | 09:03Fagna ályktun prestastefnu

Stjórn og varastjórn Félags Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Vestfjörðum fagnar ályktun frá nýlokinni Prestastefnu um stöðugan stríðsrekstur vestrænna þjóða. Í tilkynningu frá stjórninni segir m.a.: „Slík ályktun fá kirkjunnar mönnum hlýtur að auka tiltrú hins almenna borgara á einlægni þeirra við siðferðis- og friðarboðun í anda kristinnar kirkju og gefur vonir um að hún hafi vilja til að standa undir nafni og geti því eflst og dafnað sjálfri sér samkvæm.

Hitt er harmað að ekki skuli hafa ríkt einhugur í þessum hópi drottins erindreka. Það sýnir að hempan ein tryggir ekki að trúin sé mest á þann sem þeir gefa sig út fyrir að þjóna. Trúin á vopnin og vopnaskakara heimsins, innlenda og erlenda, virðist þeim öllu tamari.

Hér skal ekki dregið úr því að í þeim stríðshrjáðu löndum sem hér um ræðir hefur engu tilfelli ríkt eðlilegur friður þegar aðrar þjóðir komu þar við sögu með eftirminnilegum hætti, en undantekning er að vopnuð afskipti hafi verið verjandi. Slík afskipti ættu því aðeins að koma til greina að einhugur ríkti þar um meðal Sameinaðra þjóða. Sameiginleg afstaða innan þeirrar stofnunar ætti að tryggja að annarlegir hagsmunir einstakra þjóða og einræðisherra réðu ekki ferð herja og drápstóla.

Enginn kemst hjá því að taka afstöðu þegar hinir raunverulegu morðingjar skipa herjum sínum að fara fara vítt um völl í nafni lýðræðis og frelsis til að drepa, pynta og eyðileggja um leið möguleika til lífsafkomu þeirra sem eftir kunna að lifa. Enginn ætti heldur að ganga þess dulinn að notkun vígvéla, manndráp og stórfellt eignatjón í þessum fátæku löndum bætir ekki heiminn, dregur ekki úr hatri né jafnar misrétti.
Enginn maður með boðskap krists að leiðarljósi getur annað en harmað þau látlausu manndráp sem vissar þjóðir stunda, m.a. með þeim afleiðingum að þeirra eigin þegnar búa við stöðugt aukinn ótta um vaxandi hefndaraðgerðir þeirra sem misst hafa allt sitt, land vini og fjölskyldur. Okkar æðstu menn hafa dregið íslenska þjóð að þeirri vá.“

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli