Frétt

deiglan.com – Guðmundur Svansson | 04.05.2004 | 08:51Skoðun eða persónugerð?

Þegar maður tekur virkan þátt í flokksstarfi og reynir að hafa áhrif á það hverjir veljast til áhrifa í stjórnmálum hlýtur sú spurning að vakna hvað mennirnir sem ég vil styðja til áhrifa þurfa að hafa til brunns að bera? Eftir því sem maður fylgist betur með stjórnmálum sannfærist maður því meira um það að ekki sé rétt að einblína á það hvort viðkomandi sé sammála manni í öllu, flestu, mörgu, sumu eða bara einhverju - enda hefur maður þegar allt kemur til alls býsna lítil áhrif á þær málamiðlanir sem gerðar eru á lokuðum þingnefndarfundum, pólitískum nefndum eða inni í stjórnkerfinu.

Eða með öðrum orðum - það er ekki lykilatriði hvort hann er með eða á móti hinum ýmsustu skoðunum. Kerfið er eins og það er og enginn einn einstaklingur getur öðlast fullkomið vald yfir því, enda búum við í valddreifðu samfélagi. Stjórnmálamaðurinn þarf líka alltaf að taka mið af almenningsálitinu ef hann ætlar að endast í bransanum - og það er okkar sem tökum þátt í þjóðmálaumræðunni að breyta því.

Maður er alltaf að sjá það betur og betur að það er karakterinn sem skiptir meira máli en nokkuð annað. Hvaða gagn er að stjórnmálamanni sem maður er hjartanlega sammála ef hann hefur svo ekki kjark til að berjast þegar á reynir, heldur kinkar bara gáfulega kolli - og selur sig ef til vill ekki einu sinni dýrt?

Það eru alltof margir stjórnmálamenn á Íslandi sem eru of uppteknir af því að hafa ekki of mikil læti í kringum sig. Vilja ekki reita of marga til reiði og vilja ekki fara í átök af prinsippástæðum. Láta sér nægja það hagsmunapot sem stuðningsmennirnir heima í héraði heimta og vera öruggir með sitt, en láta stærri málin, grundvallaratriðin, eiga sig - þeir fá ekki styrki til byggðalagsins eða íþróttafélagsins síns á því.

Að sjálfsögðu skipta skoðanir mig ennþá máli - þó kröfurnar fari minnkandi. Núorðið lætur maður sér nægja að þeir deili með manni þeirri framtíðarsýn að dregið verði úr áhrifum stjórnmálamanna og jafnframt verði settar skýrar almennar leikreglur um gangvirki hins frjálsa markaðar svo ekki þurfi að koma til inngripa. (Þrátt fyrir úrbæturnar síðustu ár sér maður líka í dag hvað það vantar mikið upp á almennu leikreglurnar.)

Á millistríðsárunum tók íslenskt samfélag örum breytingum í átt að stærra ríkisvaldi - sem var miður góð þróun. En það má læra margt af því hvernig þessi þróun átti sér stað. Hún hófst ekki stað af sjálfu sér heldur var knúin áfram af tiltölulega fámennum hópi einstaklinga. Þeir voru ekki í sömu flokkum og tókust iðulega harkalega á innan eigin flokka - en deildu sameiginlegri sýn um það að efla ríkisvaldið þó af misjöfnum ástæðum væri. Við getum tekið Hriflu-Jónas, Jón Baldvinsson, Héðinn Valdimarsson, Tryggva Þórhallsson og Stefán Jóhann Stefánsson, svo einhverjir séu nefndir.

Það er frægt þegar Jónas frá Hriflu gerði kommúnistann Einar Olgeirsson, þá ungan að árum, að forstjóra Síldareinkasölu ríkisins - en Jónas var Framsóknarmaður og þekktur fyrir annað en aðdáun á Stalín og Lenín. Hann vonaðist til þess að fastur launatékki frá ríkinu myndi gera Einar hallari undir borgaralegri gildi - en það var nú aldeilis ekki. Einar notaði allt sitt kaup til að gefa út áróðursrit um kommúnismann og roðann í austri. Þegar honum var síðan endanlega settur stóllinn fyrir dyrnar sagði hann starfi sínu lausu og hélt áfram að boða fagnaðarerindið í sömu veraldlegu fátækt og hann viðhélt ævilangt. Hvað sem skoðunum Einars líður, þá verður ekki um það deilt að þar fór sannur hugsjónamaður.

Það er óhætt að halda því fram að stjórnmál á Íslandi hafi aldrei verið harkalegri og óvægnari en einmitt þegar þessir menn voru að brjótast til áhrifa og þegar þeir voru að koma sínum áherslum í framkvæmd - en þeir breyttu samfélaginu. Í dag er þægileg lognmolla í kringum stjórnmálin og þegar grannt er skoðað sér maður að stjórnmálamennirnir reyna ekki lengur að breyta samfélaginu - heldur breytast þeir sjálfir eftir því sem þeir komast ofar í samfélaginu. Og kerfið verður að skrímsli sem heldur áfram að þenjast út en öllum er sama meðan þeir fá næði til að stunda kokkteilboðin í friði.

Það virðist vera við slíkar aðstæður sem stjórnmálamenn hafa leiðandi hlutverk við raunverulegar breytingar á samfélaginu. Okkur vantar Alþingi með fleiri leiðtogum sem takast harkalega á, innbyrðis sem út á við, en deila þó sameiginlegri framtíðarsýn sem verður þá smám saman ofaná.

Kjarni málsins er þessi: Þú breytir ekki samfélaginu með því að hafa skoðun eða með því að láta hana í ljós, heldur með því að berjast fyrir þinni skoðun. Okkur vantar menn sem þora að berjast. Okkur vantar menn sem þora að berjast fyrir meiru en orðalagsbreytingum.

Guðmundur Svansson.

Deiglan.com

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli