Frétt

Leiðari 22. tbl. 2001 | 30.05.2001 | 13:26Látum ekki deigan síga

Í málum þar sem stjórnmálamenn telja sig sérstaklega til þess kjörna að gæta þröngra hagsmuna, lenda þeir oft í þeirri krísu í málflutningi sínum, að ætla mætti að þeir skiptu oftar um skoðun en flestir býtta um sokkaplögg. Stundum er þetta kallað að verja illan málstað. Misvísandi yfirlýsingar og skeytasendingar, allt frá síðasta degi Alþingis til fundarins á Ísafirði sl. laugardag, benda til að meira en lítill núningur sé uppi varðandi kvótasetningu á veiðar smábáta á milli þingmanna.

Hvað sem orðaleik um núning eða ágreining líður og síðbúnum vangaveltum um meirihluta fyrir frestun kvótalaganna, sem stjórnarliðar þorðu ekki að láta reyna á og svæfðu tillögu þar að lútandi, þá fer væntanlega ekki fram hjá neinum sú mikla eining meðal Vestfirðinga, sem fundurinn í íþróttahúsinu á Torfnesi opinberaði og þau skýru skilaboð til stjórnvalda í smábátamálinu, sem þar komu fram.

Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi. Yfirlýsingar sjávarútvegsráðherra um að ríkisstjórnin sé „ekki hætt að leita leiða til að takast á við þennan vanda“ (sem smábátaútgerðin virðist vera í augum stjórnvalda) og að ríkisstjórnin ætli „að grípa til ráðstafana, sem eiga að miða að því að leysa vanda smábáta eftir að kvóti verður settur á“, eru fuglar í skógi, líkt og friðardúfurnar er flugu hjá í síðustu kosningum og boðuðu sátt í kvótamálinu. Á þeim sáttum örlar lítið þrátt fyrir langvinna yfirsetu Auðlindanefndar og síðan endurskoðunarnefndarinnar, sem margir eru farnir að trúa að muni aldrei geta komið sér saman um eitt eða neitt. Enda bendir æði margt til þess.

„Ég veit að við höfum ekki mikinn tíma en við þurfum pólitískt ráðrúm“, sagði ráðherrann á Ísafjarðarfundinum og kveinkaði sér undan því að kvótakerfinu væri kennt um allt sem miður hefði farið, sérstaklega framsalinu (braskinu), sem hann trúir enn að sé það mikilvægasta í kerfinu.

Tími er afstætt hugtak. Pólitískt ráðrúm er hins vegar teygjanlegt fyrirbrigði sem stjórnmálamenn fundu upp og hafa nýtt sér með misjöfnum árangri. Það skal þó öllum ljóst vera að í þessu máli reynir fljótt á þanþolið í því pólitíska ráðrúmi, sem ráðherrann ætlast til að honum sé veitt.

Vestfirðingar! Látum vakninguna sem hófst í íþróttahúsinu á Torfnesi á laugardaginn vera það veganesti sem dugir til sigurs í þessu máli. Við töpuðum orustu á hinni svörtu nóttu hins síðasta dags Alþingis fyrir skömmu. En stríðinu er ekki lokið.

Hér gildir ekkert annað en sigur!
s.h.


bb.is | 29.09.16 | 09:58 Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með frétt Sumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli