Frétt

bb.is | 30.04.2004 | 16:10Viðhald og uppbygging neyðarskýla á ábyrgð félaga í héraði

Vegfarendur sem leið hafa átt um Vestfirði undanfarin ár hefur þótt sem viðhaldi neyðarskýla Slysavarnarfélags Íslands sé áfátt og er nú svo komið að sum skýlin eru orðin mjög illa farin. Kristbjörn Óli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins-Landsbjargar, segir í að á árum áður hafi öll björgunarskýli verið í eigu Slysavarnarfélags Íslands og því hafi viðhald verið á ábyrgð þess. Við sameiningu félagsins við Landsbjörgu fyrir nokkrum árum hafi eignarhaldi á björgunartækjum verið breytt og því séu þau nú í eigu hvers félags fyrir sig. Því hafi eignarhald og ábyrgð á viðhaldi og uppbyggingu skýlanna færst á hendur félaga á því svæði þar sem skýlin eru.Því sé ábyrgð á uppbyggingu skýlanna á Vestfjörðum í höndum heimamanna.

Kristbjörn kannaðist við umræðu um ástand skýlanna á Vestfjörðum og við því ástandi þyrfti að bregðast. Það væri hinsvegar kostnaðarsamt og tæki tíma. Einnig bætti það ekki úr skák að ásókn ferðamanna í skýlin væri að aukast og því miður væri umgengni þeirra oft mjög slæm.

Aðspurður um hvort með bættum samgöngum og betri fjarskiptum væri ekki hreinlegra að fjarlægja sum skýlanna á heiðunum frekar en að láta þau grotna niður sagði Kristbjörn að það væri á færi hverrar sveitar að ákveða. Á hitt bæri að líta að á meðan í skýlunum væru fjarskiptastöðvar þá væru þau öryggistæki. Það væri því ekki létt ákvörðun að fjarlægja þau því enginn gæti sagt hvenær næst yrði þörf fyrir þau. Hinsvegar væru leiðbeiningar til ökumanna í dag á þann veg að halda kyrru fyrir í bílum sínum ef til óhappa kæmi og því stangaðist það svolítið á að vera að halda sumum skýlunum við.

Mjög misjafnt er hvað skýli kosta í uppsetningu. Kristbjörn segir að trefjaplasthúsin sem framleidd voru fyrir nokkrum árum hafi reynst mjög vel en þau hafi verið frekar dýr í uppsetningu. Nam kostnaður við hvert skýli um 1,3 milljónum króna. Í dag væri hægt að kaupa fjöldaframleidd timburhús sem gætu þjónað saman hlutverki fyrir mun lægri upphæð.

Aðspurður um hvort að áherslur í uppbyggingu björgunarsveitanna væru rangar í ljósi viðhaldsleysis björgunarskýlanna vildi Kristbjörn ekki dæma um. „Við treystum heimamönnum best til þess að meta í hvaða verkefni skal ráðast og í hvaða röð. Þeir verða að vega það og meta eftir aðstæðum hverju sinni. Þannig tryggjum við best starfsemi sveitanna í heild“, sagði Kristbjörn að lokum.

Neyðarskýli Slysavarnarfélags Íslands hafa í gegnum árin gegnt veigamiklu björgunar og öryggishlutverki á mörgum stöðum á landinu. Samtals eru björgunarskýli á landinu á áttunda tuginn. Flest eru þau á Vestfjörðum eða um þrjátíu talsins. Yfirleitt eru þau staðsett á við þjóðvegi yfir heiðar og einnig við ströndina með hagsmuni sjófarenda og ferðamanna í huga. Björgunarskýlin eru af margvíslegum gerðum og á misjöfnum aldri. Sum eru í gömlum íbúðarhúsum sem farið hafa í eyði, önnur voru reist sérstaklega úr timbri til þess að sinna hlutverki sínu og fyrir nokkrum árum voru gerðar tilraunir til smíði staðlaðra björgunarskýla úr trefjaplasti. Í björgunarskýlunum eru fjarskiptatæki, matar- og svefnaðstaða.

Staðsetningu björgunarskýla og í hvers umsjá þau eru má sjá á heimsíðu Slysavarnarfélagsins-Landsbjargar.

hj@bb.is

Slysavarnarfélagið Landsbjörg

bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli