Frétt

mbl.is | 28.04.2004 | 16:52Nauðsynlegt að grípa til aðgerða á grundvelli fjölmiðlaskýrslu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, sagði á Alþingi í dag, að niðurstaða nefndar sem fjallaði um eignarhald á fjölmiðlum, væri skýr: Að samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði væri mikil og eitt stærsta fyrirtækið í íslensku viðskiptalífi, sem ætti hagsmuna að gæta á fjölmörgum sviðum, hefði á stuttum tíma náð undir sig stærstum hluta af íslenska fjölmiðlamarkaðnum. Nauðsynlegt væri að grípa til viðeigandi aðgerða á grundvelli skýrslunnar. Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði að umrædd skýrsla væri um margt góð og þar væru margar góðar hugmyndir sem myndu bæta verulega starfsumhverfi fjölmiðla en ríkisstjórnin hefði fallið í þá undarlegu gryfju, að semja upp úr henni ótrúlega illa unnið frumvarp sem stæðist engar kröfur um lagasetningu.

Þorgerður Katrín kynnti skýrslu fjölmiðlanefndarinnar á Alþingi í dag og er gert ráð fyrir að umræður um skýrsluna haldi áfram fram á kvöld. Sagði menntamálaráðherra, að engin dæmi væri um það í löndunum í kringum okkur, að ein viðskiptasamsteypa hefði náð undir sig jafn stórum hluta af fjölmiðlamarkaði og hér, hugsanlega vegna þess að þar hafi þegar verið settar reglur sem kæmu í veg fyrir að þetta geti gerst. Ekki væri tilviljun að hvort sem litið sé til Evrópu eða Bandaríkjanna hafi menn talið nauðsynlegt að sporna gegn þróun af þessu tagi.

Þorgerður sagði að mikið hefði verið gert úr viðskiptalegum þáttum þessa máls og auðvitað yrði að tryggja, að hér á landi sé vænlegur rekstrargrundvöllur fyrir fjölmiðla. Á hinn bóginn verði menn að gera sér grein fyrir því að vert sé að staldra við fleiri sjónarmið svo sem sjónarmið auglýsenda, sem hefðu bent á að samþjöppun á fjölmiðlamarkaði leiði fyrr eða síðar til hærra auglýsingaverðs og að það sé hagur auglýsenda að markaðsráðandi fyrirtæki í öðrum rekstri eigi ekki í fjölmiðlum.

Þorgerður Katrín rakti m.a. umræður á Alþingi árið 1995 þar sem nokkrir núverandi þingmenn Samfylkingar lýstu þeirri skoðun að nauðsynlegt væri að setja reglur um eignatengsl fjölmiðla og hefði Ólafur G. Einarsson, þáverandi menntamálaráðherra, ekki viljað útiloka að lögfesta sérlög um samruna fjölmiðla hér á landi.

„Þá spyrja menn: Af hverju þessar breytingar nú? Það hafa orðið gífurleg umskipti í viðskiptalífinu öllu. Sú samþjöppun, sem menn höfðu áhyggjur af fyrir áratug er ekkert í samanburði við þá samþjöppun eignarhalds sem við stöndum frammi fyrir nú," sagði Þorgerður. „Aðhaldshlutverk fjölmiðlanna gagnvart okkur stjórnmálamönnunum en ekki síður gagnvart fulltrúum hagsmunasamtaka, félaga og fyrirtækja hefur aldrei verið þýðingarmeira. Einnig hafa í millitíðinni verið samþykkt skýr tilmæli af hálfu ráðherranefndar Evrópuráðsins þar sem einmitt er vikið að mikilvægi þess að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlum og koma í veg fyrir samþjöppun á eignarhaldi."

Sagði ráðherra það vera sannfæringu sína að nauðsynlegt sé að grípa til viðeigandi aðgerða á grundvelli skýrslu íslensku nefndarinnar, ekki einungis vegna þeirra þjóðréttarlegu skuldbindinga sem fælist í tilmælum Evrópuráðsins heldur vegna stöðunnar á íslenskum fjölmiðlamarkaði og þeirra almannahagsmuna sem snerti málið allt.

„Við verðum að þora að bregðast við þeirri samkeppni sem átt hefur sér stað í eignarhaldi fjölmiðla til að tryggja hér til framtíðar opna, frjálsa og lýðræðislega umfjöllun. Fyrir tæpum áratug töldu þáverandi formaður Alþýðubandalagsins, núverandi formaður Alþýðuflokksins og þingmenn Þjóðvaka, einmitt þeirra flokka sem fóru á kennitöluflakk og nú standa að Samfylkingunni, brýna þörf á að grípa til aðgerða. Og þá var staðan sú að Íslenska útvarpsfélagið hafði keypt 35% hlut í Frjálsri fjölmiðlun. Er nema von að menn spyrji hvað hafi breyst?, spurði Þorgerður Katrín. „Af hverju vilja (vinstrimenn) ekki skýra og almenna löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum þegar við stöndum frammi fyrir því að samþjöppun, á fyrirtækjamarkaði og í fjölmiðlum, er ekki einungis langtum umfangsmeiri en hún var í febrúar 1995 heldur meiri en dæmi eru líklega um í nokkru vestrænu lýðræðisríki?"

Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að skýrsla fjölmiðlanefndarinnar væri um margt góð og þar væru margar góðar hugmyndir sem myndu bæta verulega starfsumhverfi fjölmiðla. En ríkisstjórnin hefði fallið í þá undarlegu gryfju, að semja upp úr henni ótrúlega illa unnið frumvarp, sem síðan lægi einhver ósköp á að ná fram á Alþingi.

„Frumvarp sem stenst ekki þær kröfur sem við eigum að gera til lagasetningar vegna þess að hún beinist nánast alfarið að einu fyrirtæki, tilefni þess er óljóst og virðist helst vera að finna í opinberri andúð forsætisráðherra á tilteknum einstaklingum í íslensku viðskiptalífi. Það er illa undirbúið og án nokkurs samráðs við þá sem starfa hjá fjölmiðlum eða reka þá. Það felur í sér afturvirkni og brýtur líklega í bága við ákvæði stjórnarskrár um frelsi og eignarrétt. Það felur í sér alvarlega íhlutun í atvinnustarfsemi þrátt fyrir að engin tilefni séu svo alvarleg uppi, að það kalli á að gripið sé til slíkra neyðarúrræða á þessu stigi. Því er ætlað að tryggja meiri fjölbreytni í fjölmiðlum á Íslandi en það mun þrengja svo mjög að möguleikum fjölmiðlafyrirtækjanna sjálfra að afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar fyrir slíka starfsemi. Markmiðið um fjölbreytnina mun snúast upp í andhverfu sína verði þetta frumvarp að lögum," sagði Bryndís.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli