Frétt

Stakkur 17. tbl. 2004 | 28.04.2004 | 11:55,,Björn síns tíma”

Vart verður dregið í efa að Björn Bjarnason ráðherra dóms- og kirkjumála sé nú einn umdeildasti stjórnmálamaður á Íslandi. Svo langt hefur gengið að pólitískir andstæðingar Björns hafa tekið að hrósa honum fyrir störf hans fyrrum í ráðuneyti mennta og menningar. Slíkt hrós heyrðist ekki áður, en nú liggur mikið við. Hæst hefur látið nú nýverið vegna ummæla ráðherrans í tengslum við umdeilda skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar í dómarasæti Hæstaréttar. Stjórnmálamenn eru misjafnir og það eru lögfræðingar einnig. Björn er lögfræðingur og það eru þeir félagar Ólafur Börkur og Jónas Jóhannsson héraðsdómari í Hafnarfirði, áður á Ísafirði, einnig. Hann ritaði um síðustu helgi langa grein í Fréttablaðið og gagnrýndi skipun skólafélaga síns Ólafs Barkar í Hæstarétt, en taldi hann þó hinn vænsta dreng.

Allir telja sig nú eiga veiðirétt á Björn, en er það sanngjarnt og réttmætt? Og í framhaldinu mætti spyrja, hvað er jafnrétti kynjanna? Af umfjöllun blaða, útvarps og sjónvarps að dæma hefur hver og einn sína skoðun á því. Mönnum er hugsanlega brugðið við það að dómsmálaráðherra lætur ekki deigan síga í þessu máli, en nú koma einnig menn fram á völl fjölmiðlanna og lýsa Ólafi Berki sem vænsta manni. Hann virðist hafa unnið sér það til sakar að vera ungur og efnilegur og að auki karlkyns. Verst er þó af öllu vondu að hann skuli vera frændi Davíðs Oddssonar, sem verið hefur forsætisráðherra um langt skeið. Björn hefur réttilega bent á ýmislegt máli sínu til stuðnings, eins og það að hann fari með skipunarvaldið og einnig að Hæstiréttur hafi talið Ólaf Börk hæfan til dómarastarfa. Hæfasta taldi þó rétturinn tvo karla, sem ekki voru skipaðir, en Hjördís Hákonardóttir, sem nú leitar réttar síns á grundvelli laga um jafnrétti kynjanna, kom þar að baki. Vissulega er rétt að hún er hæf og mæt kona og að sjálfsögðu lögfræðingur.

Björn Bjarnason hefur lýst skoðun sinni á hreinskilinn og beinan hátt og það virðist koma andstæðingum hans í stjórnmálum mjög á óvart, því jafnréttismál hafa ekki þolað mikla pólitíska gagnrýni og verið rædd í snyrtilega afmörkuðum bás síðustu árin. Þar með er því ekki haldið fram að jafnrétti eigi ekki rétt á sér. Það á svo mikinn rétt á sér að ekki ætti að þurfa að setja um það sérstök lög. Nægir að nefna hörmungarnar sem á dundu í framhaldi ráðningar leikhússtjóra á Akureyri og leiddu til þess að forstöðumaður jafnréttismála íslenska ríkisins hvarf frá störfum. Hver dæmdi í því máli annar en Hæstiréttur? Þjóðin og stjórnmálamenn höfðu kveðið upp sína dóma, en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að karlmaðurinn sem ráðinn var leikhússtjóri væri til þess hæfur.

Björn Bjarnason er vissulega umdeildur og kannski eins gott því hann tekur ákvarðanir og stendur við þær. Hann er reiðubúinn að taka niðurstöðu þar til bærra dómstóla um verk sín, og reyndar er ekki víst að þeir dæmi með sama hætti og þjóðin, fjölmiðlafólk og alþingismenn, sem eins og venjulega reyna að koma höggi á pólitíska andstæðinga. En Björn er hins vegar barn síns tíma, okkar tíma, og óhræddur við tjáningarfrelsið og að koma skoðunum sínum í verk. Það mættu fleiri, bæði kollegar hans í stjórnmálum og aðrir taka sér til fyrirmyndar. Þjóðinni er þörf lifandi umræðu og nú er komið að því að skilgreina hvort jákvæð mismunun sé rétta leiðin.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli