Frétt

Leiðari 17. tbl. 2004 | 28.04.2004 | 11:53Er þetta réttlætið sem við viljum hafa?

Nýverið samþykkti Alþingi breytingu á lögum um erfðafjárskatt. Lögin voru einfölduð til muna, undanþágur afnumdar og eitt 5% skattþrep tekið upp í stað þriggja áður. Helstu rökin fyrir breytingunum gat að líta í grein eftir Gunnar I. Birgisson, alþingismann, í Morgunblaðinu 27. mars, en þar sagði hann m.a.: ,,Erfðafjárskatturinn er skattur þar sem verið er að greiða skatt af fjármunum, sem þegar er búið að greiða skatt af.“ (Leturbr.BB) Síðan rakti þingmaðurinn hvernig hann, ásamt fleirum beitti sér fyrir því ,,að leiðrétta þessa ósanngjörnu skattheimtu“.

Gleðiefni er þingmenn skuli hafa komið auga á ósanngirni tvísköttunar tekna. Það er hins vegar dapurlegt að vart hefur rifað nema í annað augað þegar tvísköttun erfðafjár opinberaðist þeim. Þannig eru þingmenn áfram slengir blindu hvað varðar tvísköttun lífeyristekna fjölda eftirlaunaþega, sem greiddu fullan skatt af framlagi til lífeyrissjóðanna á sínum tíma. Viðbrögð þingmanna við þeirri sjálfsögðu kröfu eftirlaunaþega, að af ávöxtun fjármuna hjá lífeyrissjóðunum verði greiddur fjármagnstekjuskattur, líkt og af öðrum vaxtatekjum, eru axlaypping þegar best lætur, en þegar verst stendur í bólið er mönnum sagt að fara bara í mál við ríkið! Því er svo við að bæta að þeir þegnar þjóðfélagsins, sem þingmenn gera áfram að búa við tvísköttun tekna, unnu fyrir öllum þeim fjármunum, sem um að ræða, og vilja þar af leiðandi sjálfir fá að njóta þeirra. Arfarnir, sem þingmennirnir báru svo mjög fyrir brjósti, komu aftur á móti hvergi nærri öflun þeirra fjámuna, sem eftir lagabreytinguna falla þeim í hendur í ríkari mæli en áður.

Skoðum fleiri hliðar á skattateningi ríkisvaldsins. Hvaða réttlæti felst í því að 3ja milljón króna tekjur, sem unnið er fyrir hörðum höndum, oft myrkranna á milli, skuli skattlagðar með nær 39% meðan á vaxtatekjur sömu fjárhæðar er reiknaður 10% skattur? Segir réttlætiskennd þingmanna þeim, að vaxtatekjur skuli vera nær fjórum sinnum rétthærri en launatekjur? Felst réttlætið í því að refsa mönnum fyrir mikla vinnu en verðlauna fyrir oft á tíðum skjótfenginn gróða? Hvers vegna eru ekki allar tekjur einstaklinga skattlagðar að jöfnu? Trúðu þingmenn virkilega að ehf-einstaklingsvæðingin væri skref í réttlætisátt?

Þegar ,,réttlæti“ Alþingis í skattlagninu þegnanna opinberast með þessum hætti er ekki að undra þótt spurt sé: ,,Er þetta réttlætið sem við viljum hafa?“, svo gripið sé til spurningar þingmanns af öðru tilefni.
s.h.

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli