Frétt

bb.is | 27.04.2004 | 13:39Sjö erlendir skíðakappar keppa í Fossavatnsgöngunni

Frá Fossavatnsgöngu fyrir nokkrum árum.
Frá Fossavatnsgöngu fyrir nokkrum árum.

Fossavatnsgangan verður haldin á laugardaginn. Gangan er síðasta skíðagöngumót vetrarins og er hluti af Íslandsgöngunni svonefndu sem er mótaröð fjögurra skíðagöngumóta á landinu. Sjö erlendir skíðakappar hafa skráð sig til leiks að þessu sinni, sex karlar og ein kona. Fjórir þessara þátttakenda koma frá Bandaríkjunum, einn frá Þýskalandi, einn frá Ítalíu og einn frá Frakklandi.

Meðal erlendu keppendnanna er Hannes Larsson frá Frakklandi, sem raunar er af finnsku bergi brotinn. Hann er einn víðförlasti og reyndasti skíðagöngumaður heims og er m.a. tífaldur Worldloppet Gold Master, en til að hljóta slíkan titil þurfa menn að taka þátt í 10 mótum innan Worldloppet raðarinnar í jafn mörgum löndum og í a.m.k. tveimur heimsálfum. Þá seríu hefur Larsson nú klárað tíu sinnum og er enn að, auk þess að taka þátt í fjöldamörgum mótum sem ekki eru innan þessarar mótaraðar.

Larsson, sem er um sjötugt og er í forsvari fyrir alþjóðlegum samtökum Worldloppet skíðamanna, mun gera úttekt á mótahaldinu og veita skipuleggendum ráðgjöf um frekari þróun mótsins og sókn á erlendan markað.

Sem kunnugt er hefur Fossavatnsgangan um árabil verið fjölmennasta göngumótið sem haldið er á landinu. Snjóléttur vetur hefur nú gert það af verkum að ekki er hægt að ganga hina hefðbundnu Fossavatnsleið og hefur því verið lögð braut sem byrjar og endar við slysavarnarskýlið Kristjánsbúð á mótum Breiðadals- og Botnsheiða. Þetta er annað árið í röð sem grípa verður til þess að breyta gönguleiðinni vegna snjóleysis.

Þrátt fyrir langa sögu Fossavatnsgöngunnar tekur mótið breytingum í takt við tíðarandann hverju sinni. Í ár er t.d. í fyrsta skipti hægt að keppa í 50 km göngu og gildir sú vegalengd til stiga í Íslandsgöngunni. Þrátt fyrir að 50 km sé löng leið er það smámunir ef miðað er við hina 90 km löngu Vasa-göngu sem margir skíðagöngumenn á Ísafirði ganga árlega sér til skemmtunar.

Að vanda verður keppt í 20 km göngu svo og 10 km göngu fyrir þá sem komnir eru af byrjendastiginu. Loks er hægt að ganga 7 km leið sem hentar allri fjölskyldunni, jafnt börnum sem fullorðnum.

Í styttri vegalengdunum, 7 km og 10 km, er keppt í opnum flokkum karla og kvenna en í 50 km og 20 km er keppt í fjórum aldursflokkum hjá hvoru kyni: 16-34 ára, 35-49 ára, 50-65 ára og 66 ára og eldri. Að auki er boðið upp á sveitakeppni í hverri vegalengd, en þar geta þrír einstaklingar myndað eina sveit óháð aldri eða kyni. Samanlagður tími einstaklinganna verður tími sveitarinnar.

Allir þátttakendur fá afhentan sérsleginn verðlaunapening þegar þeir koma í mark til staðfestingar á þátttöku í þessari fjölmennu göngukeppni.

Að keppni lokinni er keppendum boðið upp á ókeypis aðgang að Sundhöllinni á Ísafirði og kl. 15:30 tekur við hið hefðbundna Fossavatnskaffi þar sem hnallþórum eru gerð skil auk þess sem verðlaun verða afhent.

Eins og áður hefur komið fram á bb.is eru Ísfirðingar í efsta sæti í þremur flokkum af fjórum í Íslandsgöngunni og ljóst að úrslitin í stigakeppninni munu ráðast í þessari göngu. Keppnin er spennandi í flokki 16-34 ára, þar sem þrír kappar eiga möguleika á sigri, og í flokki 35-49 ára þar sem sex kappar eiga enn fræðilegan möguleika á sigri. Í flokki 50 ára og eldri virðast úrslitin hins vegar ráðin.

Þeir sem ennþá eiga eftir að skrá sig til þátttöku í þessari miklu göngu geta gert það í símum 456-3114 og 862-3291. Þá er einnig hægt að skrá sig í tölvupósti.

Keppendur í 50 km göngunni verða ræstir kl. 11:00 á laugardag en aðrir kl. 12:00.

hj@bb.isbb.is | 27.10.16 | 09:01 Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með frétt Óboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli