Frétt

mbl.is | 26.04.2004 | 08:22Tvöfalt hjá Bjarna og Gígju í júdó

Fáum kom á óvart að Ármenningurinn Bjarni Skúlason léti til sín taka á Íslandsmótinu í júdó, sem haldið var í íþróttahúsinu við Austurberg um helgina enda sigraði hann í -90 kílóa og opnum flokki en þó ekki átakalaust. Öllu meiri spenna var í kvennaflokki þar sem stöllurnar Gígja Guðbrandsdóttir og Anna Soffía Víkingsdóttir úr Júdófélagi Reykjavíkur hafa marga hildi háð. Í fyrra vann Anna Soffía í opnum flokki en Gígja hirti í þetta sinn bæði gull í þyngdarflokki þeirra og opnum flokki.

Þungu jaxlarnir úr Ármanni, Þorvaldur Blöndal og Guðmundur Sævarsson, unnu +100 og -100 kílóa flokk og Bjarni var nokkuð öruggur í sínum flokki en Þorvaldur treysti sér ekki til að keppa í opna flokknum, sagðist þreyttur og vilja eiga orku í sveitakeppnina á sunnudeginum auk þess að hann taldi sigur Bjarna vísan. Það kom í hlut silfurhafa í +100 kílóa flokki, Þormóðs Árna Jónssonar úr JR, að etja kappi við Bjarna í úrslitum opna flokksins. Fyrstu stigin létu bíða eftir sér en Þormóður fékk viðvörun fyrir sóknarleysi. Síðan fékk Bjarni stig svo að mikið kapp hljóp í Þormóð Árna, sem stökk á Bjarna en allt kom fyrir ekki og Bjarni vann fullnaðarsigur eftir tvær og hálfa mínútu. Hinn þrautreyndi garpur Höskuldur Einarsson vann -66 kílóa flokk, Snævar Már Jónsson -73 og Örn Arnarson -81 kílóa flokk.

Í -63 kílóa kvennaflokki vann Margrét Bjarnadóttir úr Ármanni þriðja árið í röð svo að hún fékk bikarinn til eignar. Öllu meiri spenna var í -70 kílóa flokki en Gígja vann Önnu Soffíu. Þær mættust aftur í opnum flokki en aðeins voru liðnar 48 sekúndur af 5 mínútna leyfilegum tíma þegar Gígja vann fullnaðarsigur og fagnaði rækilega.

Næstu verkefni júdómanna eru Norðurlandamót eftir mánuð. Landsliðsþjálfarinn Bjarni Friðriksson hefur að mestu valið hópinn en skoðaði á mótinu hvort fleiri ættu erindi. Hann sagði flesta keppendur tilbúna en ætlar samt ekki að senda neinn, sem ekki er rækilega tilbúinn í verkefnið.

Sveitakeppnin í júdó fór fram í gær. Tvær sveitir mættu til leiks í kvennaflokki þar sem Júdófélag Reykjavíkur vann frekar auðveldan sigur á Ármanni.

Spennan var öllu meiri í karlaflokki þar sem þrjár sveitir tókust á. Bæði Júdófélag Reykjavíkur og Ármann unnu sameinað lið KA, Voga og Selfoss, sem kölluðu sig samfylkinguna og mættust því í úrslitum. Eftir að Bjarni Friðriksson, sem hefur ekki keppt síðan 1996, lagði Guðmund Sævarsson var jafnt 3-3 svo síðasti bardaginn milli Þorvalds Blöndal og Þormóðs Jónssonar skipti sköpum. Þorvaldur fékk snemma refsistig fyrir sóknarleysi en náði svo lás á Þormóði, sem játaði sig sigraðan við mikinn fögnuð Ármenninga. Þeir voru sérstaklega sáttir því Þorvaldur og Heimir Haraldsson voru ekki alveg heilir.

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli