Frétt

Sælkeri vikunnar - Kristinn Hermannsson á Ísafirði | 23.04.2004 | 17:41Tveir léttir réttir frá meginlandinu

Að þessu sinni verður boðið upp á tvo létta rétti sem eiga það sameiginlegt að vera einfaldir og frekar fljótlegir en krefjast umhyggju og athygli ef útkoman á að verða góð. Aðstæður neytenda eru þannig að ef matargerðin á ekki að leggjast of þungt á budduna þarf að sneiða sem mest hjá landbúnaðarvörum, bæði kjöti og grænmæti. Báðir réttirnir fylgja þessari gullnu reglu námsmannamatargerðar og byggjast að mestu á innfluttum nýlenduvörum.

Annars vegar er um að ræða spaghettí með beikoni og tómötum og hins vegar böku með hvítkáli og beikoni svo það er tilvalið að kaupa einn vel útilátinn pakka af beikoni og nota í báða réttina sinn hvorn daginn. Um er ræða sígildan heimilismat frá Ítalíu og Frakklandi sem á vel við hvunndags og ekki síður til að gera sér dagamun í góðum félagsskap – m.a.s. er hægt að látast svolítið sigldur og kalla réttina spagetti all’amatriciana og galette au chou.


Spaghettí með beikoni og tómötum
2 msk olía
u.þ.b. 100 g beikon
1 laukur – fínsaxaður
1 dl hvítvín
1 dós tómatar
timian
spaghetti
salt, pipar og sykur

Steikið beikon og lauk í olíunni á fullum hita og ekki láta sektarkenndina skammta olíuna því sósan verður að geta þakið spaghettiíð almennilega. Hellið víninu út á pönnuna og sjóðið niður. Bætið út á pönnuna timian, tómötum (ekki safanum), salti og pipar og sjóðið undir loki við fremur lágan hita í 10-15 mínútur. Að lokum er lokið tekið af, tómatarnir muldir með sleif, sósan söltuð eftir þörfum og látin sjóða niður þar til þykktin er hæfileg. Ekki vera hrædd við saltið því þrátt fyrir beikonið þurfa tómatarnir sinn skammt.

Mér finnst oft gott að bragðbæta sósuna með 1-2 msk af sykri en það þarf ekki alltaf og veltur m.a. á tómötunum. Ítölsku kellingarnar myndu örugglega hoppa hæð sína ef þær fréttu af þessu íslenska svindli en það tekst bara ekki alltaf að fá sósuna sæta eftir „náttúrulegum leiðum“, a.m.k. ekki hér norður í höfum.

Víninu er oft sleppt, enda rándýrt og óaðgengilegt í innkaupum, þó það rýri að sjálfsögðu bragð matarins. Rauðvín má einnig nota í sósuna en bragðmikið hvítvín er best.

Að lokum er spaghettíinu, sem hefur verið soðið samviskusamlega samkvæmt leiðbeiningum framleiðenda, blandað saman við sósuna á pönnunni og borið fram með brauði og helst rifnum parmesanosti ef innflutningskvótarnir eru ekki uppurnir.

Til tilbreytingar má prufa mismunandi gerðir af lauk eða skipta timian út fyrir t.d. steinselju, rósmarín eða basilikum.


Baka með hvítkáli og beikoni
¼-½ hvítkálshaus – grófsaxaður
2 msk olía
u.þ.b. 200 g beikon
2 egg
3 shallotlaukar – fínsaxaðir
3 hvítlauksrif – fínsöxuð
steinselja – fínsöxuð
salt og pipar
200 g hveiti
2½ dl mjólk

Gufusjóðið kálið í 3 mínútur, smyrjið bökudisk olíu og hitið í ofni. Blandið saman beikoni, eggjum, lauk og kryddi í skál. Bætið hveiti og mjólk út í og hrærið.

Takið diskinn út úr ofninum, hellið helmingnum af deiginu yfir botninn, leggið hvítkálið þar ofan á og þrýstið ofan í botninn. Hellið afganginum af deiginu yfir og bakið í 35 mínútur við 180°C eða þar til bakan er orðin gullinbrún – ekki er verra að hafa bökuna heldur dekkri því hún helst mjúk að innan.

Gott er að láta bökuna standa aðeins áður en hún er borðuð en hún er best daginn eftir. Hana má ýmist borða kalda eða volga. Berið fram með kotasælu og salati ef það er við höndina.

Ég ætla að sæta færis og skora á brottflutta Ísfirðinginn Huldu Guðmundsdóttur þar sem hún er einmitt stödd í bænum þessa dagana. Hún gerir afskaplega góða indverska rétti sem sóma sér vel sem traustur heimilismatur og svo hafa ýmsir austrænir hlaðborðsréttir frá henni vakið eftirtekt og kæmu í góðar þarfir nú í stórveislutíðinni.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli