Frétt

Sigurjón Þórðarson | 23.04.2004 | 16:31Skýrsla Tony Blair

Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson.
Nýlega mátti lesa í Morgunblaðinu að Bretar íhugi að taka upp kvótakerfi að íslenskri fyrirmynd. Vitnað var í breska skýrslu sem samin er af breska forsætisráðuneytinu. Þessi frétt kom mér algerlega í opna skjöldu og voru ástæðurnar tvær. Sú fyrri er að reynslan af íslenska kvótakerfinu er langt frá því að vera góð. Þorskafli er mun minni nú en fyrir daga kerfisins. Kvótakerfið hvetur til brottkasts og hefur valdið gífulegri skuldaaukningu sjávarútvegsins. Það hefur komið fram að þingmenn í öllum íslenskum stjórnmálaflokkum hafa lýst því yfir að kerfið valdi byggðaröskun.

Hin ástæðan er sú að ég heimsótti síðastliðið haust útgerðarbæi í Skotlandi, Norður Írlandi og Írlandi og ræddi við sjómenn og útgerðarmenn m.a. um fiskveiðistjórn og reynslu þeirra af Evrópusambandinu. Það var ekki á þeim að heyra að þeim litist neitt á framseljanlega kvóta að íslenskri fyrirmynd nema þá helst til að stjórna kolmunna- og makrílveiðum. Bretarnir litu hins vegar margir til færeyska sóknarkerfisins, sem skynsamlegs kerfis til að stjórna blönduðum botnfiskveiðum enda hefur það gefið góða raun við Færeyjar.

Gaddafi veit betur

Það varð því úr að ég útvegaði mér skýrsluna til þess að geta lesið með eigin augum umrædda skýrslu en hana má finna á netinu. Skýrslan felur í sér 33 tillögur að breyttri skipan á fiskveiðistjórn við Bretlandseyjar og eru tillögurnar hugsaðar sem umræðugrundvöllur að bættu kerfi til að stjórna fiskveiðum.

Skýrslan er nokkuð löng eða vel á þriðja hundruð blaðsíður og er forvitnileg fyrir ýmsar sakir en alls ekki hafin yfir gagnrýni og t.d. lét breskur þingmaður hafa eftir sér að sig grunaði að Gaddafi í eyðimörkinni í Líbíu væri betur að sér um skoskan sjávarútveg en skýrsluhöfundar.

Helsti kostur skýrslunnar að mínu mati er að menn spyrja spurninga um hvað megi betur fara við stjórn fiskveiða og leggja upp með tillögur - misviturlegar að vísu - um hvernig hægt er að gera betur. Það er ólíkt og íslensk stjórnvöld aðhafast en hér á bæ reyna stjórnvöld að telja umheiminum trú um að við höfum fundið upp bestu stjórnun í heimi þrátt fyrir tveggja áratuga afleita reynslu.

Helsta ritaða heimild sem skýrsluhöfundar vitna í er ritið ,,Overfishing, the Icelandic solution" (Ofveiði íslenska lausnin) eftir ævisagnarithöfundinn Hannes Hólmstein Gissurarson. Í íslenska kaflanum er rakið að kvótakerfið hafi verið sett á í kjölfar þess að þorskstofninn hefði mælst í lágmarki en því var þó alveg sleppt að nefna að stofnarnir mælast enn neðar eftir 20 ára kvótakerfi.

Tillögur skýrslunnar

Tillögurnar eru 33 eins og áður segir og margar þeirra snúa eingöngu að breskum sjávarútvegi og stjórnsýslu s.s. að það skuli leggja til frambúðar 13 % af fiskiskipum sem veiða botnfisk og leggja 30 % af flotanum tímabundið. Ég mun reyna að draga út og fjalla um nokkrar þeirra tillagna sem eru áhugaverðar fyrir okkur Íslendinga.

Svæðisbundin stjórnun

Tillögur númer 13, 14, 18, 20, 21 og 23 fela í sér að snarauka svæðisbundna fiskveiðistjórn innan sameiginlegrar fiskveiðistjórnar Evrópusambandsins. Það er greinilegur vilji meðal breskra stjórnvalda og sjávarútvegs að minnka miðstýrða fiskveiðistjórn og það verður fróðlegt og lærdómsríkt fyrir Íslendinga að fylgjast með hvernig Bretum tekst til að ná fram breytingum. Ef það verða meiriháttar breytingar á fiskveiðistjórn Evrópusambandisins þá breytast allar forsendur umræðunnar um inngöngu í sambandið.

Sóknarstýring

Tillaga nr. 7 felur m.a. í sér að beitt verði sóknarstýringu á blönduðum botnfiskveiðum líkt og Færeyingar stjórna fiskveiðum. Skýrsluhöfundar viðurkenna að í kvótakerfum líkt og er notað á Íslandi er hætt við að landaður afli endurspegli alls ekki þann afla sem í raun og veru er veiddur. Rakinn er hvatinn í kvótakerfum til að landa ekki verðminni smáfiski til þess að hann dragist ekki frá kvóta sem hægt væri nýta í að landa stærri og verðmeiri fiski. Farið er yfir þá vondu stöðu sem sjómenn eru settir í að veiða tegundir sem þeir hafa ekki kvóta í og eru í raun settir í þá vondu stöðu að henda fiski. Niðurstaða skýrslunnar er að allar líkur eru á að sóknarkerfi muni án efa leysa mörg vandamál sem varða brottkast og að landaður afli muni án efa gefa raunsærri mynd af því sem er að gerast á miðunum.

Við ákvörðun stærðar fiskistofna er að miklu leyti stuðst við aldursaflaaðferð en aðferðin byggist á því að landaður afli endurspegli veiddan afla. Ef smáfiski er hent í miklu mæli og ekki landað þá leiðir það til þess að með reikniaðferðinni er ályktað að fáir smáfiskar séu á veiðislóðinni og nýliðun því algerlega vanmetin..

Framseljanleg fiskveiðiréttindi

Tillaga nr. 5 felur í sér að hægt sé að framselja veiðiréttindi til þess að koma á aukinni hagræðingu og samkeppni. Það ber að vekja sérstaka athygli á orðalaginu í tillögunni en þar er ekki talað um framseljanlega kvóta heldur fiskveiðiréttindi enda hafa höfundar skýrslunnar komið auga á kosti sóknarstýringar og þá sóun sem fylgir því að stjórna fiskveiðum með kvótum. Í skýrslunni segir í einum kaflanum frá kostum og göllum framseljanlegra kvótakerfa. Ekki verða kostir og gallar framseljanlegra fiskveiðikvóta raktir hér en þó ber að nefna að ein af grundvallarforsendum slíks kerfis að mati skýrsluhöfunda er að fiskveiðiauðlindin verði skilgreind sem þjóðareign sem handahafi réttinda hafi einungis rétt til að nýta með vissum skilyrðum. Einnig er lagt til að það verði í upphafi skýrar leikreglur um hvernig beri að innkalla réttindin ef það er talið á annað borð nauðsynlegt, t.d. á 15 ára tímabili.

Byggðakvótar

Í upptalningu á ókostum þess að stjórna fiskveiðum með framseljanlegum kvótum eru leiddar líkur með réttu að því að slíkt kerfi valdi byggðaröskun. Í tillögu nr. 26 er lagt til að komið verði á byggðakvóta sem ætlaður verði þeim byggðum sem eru hve háðastar fiskveiðum til þess að koma í veg fyrir byggðaröskun.

Fréttin í Morgunblaðinu

Í allri umfjöllun um sjávarútvegsmál finnst mér einkennandi hve Morgunblaðið hefur dregið taum kvótakerfisins og gert almennt lítið úr þeim augljósu göllum sem eru á kerfinu og hampað mögulegum kostum kerfisins.

Eftir að hafa kynnt mér efni skýrslu Tony Blairs um stjórn fiskveiða þá tel ég að það sé víðs fjarri að Bretar séu að íhuga kvótakerfi að íslenskri fyrirmynd. Frétt Morgunblaðsins byggði á misvísandi frétt í bresku dagblaði og er greinilegt að blaðið hefur birt fréttina án þess að kynna sér í neinu efni skýrslunnar. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort Morgunblaðið geri skýrslunni betri skil með hlutlausari hætti og reyni með því að öðlast trúverðugleika í umfjöllun um stjórn fiskveiða.

Sigurjón Þórðarson, alþingismaður Frjálslynda flokksins.

Breska skýrslan

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli