Frétt

bb.is | 23.04.2004 | 16:09Vegleg afmælishátíð Skíðafélags Ísfirðinga í undirbúningi

Skíðasvæði Ísfirðinga í Tungudal á góðum degi.
Skíðasvæði Ísfirðinga í Tungudal á góðum degi.
Vegleg afmælishátíð verður haldin í tilefni af 70 ára afmæli Skíðafélags Ísfirðinga sem bar upp á 4. apríl síðastliðinn. Afmælishátíðin verður haldin 8.maí í Frímúrarasalnum á Ísafirði. Þrátt fyrir árin 70 er félagið síungt sem sannaðist best á starfinu í vetur. Náði það hámarki þegar félagið stóð að Skíðamóti Íslands á tveimur stöðum á landinu.

Til þess að bragðlaukarnir verði ekki sviknir á afmælisfagnaðinum hafa Skíðafélagsmenn kallað til liðs við sig matreiðslumeistara SKG-veitinga og hafa þeir sett saman þriggja rétta matseðil sem víst verður að telja að svíki engan unnanda matargerðarlistar. Á meðan gestir njóta matarins leika listamennirnir Ivona Kutyla og Janusz Frach tónlist eins og best gerist.

Svo sem títt er um afmælisfagnaði verða nokkur ávörp flutt og verður það gert á milli rétta við borðhaldið. Þegar gestir hafa gert matnum góð skil hefst skemmtidagskrá. Fyrst skal þar nefna að skíðakonan kunna Freygerður Ólafsdóttir syngur nokkur einsöngslög við undirleik Beötu Joó. Einnig munu nýbakaðir Íslandsmeistarar á skíðum þau Anna María Guðjónsdóttir og Brynjólfur Óli Árnason leika saman á flautu og gítar. Þá mun söngkvartett koma fram og syngja nokkur lög.

Eitt af því sem hvað örast breytist í skíðaheiminum er fatatískan og til þess að rifja upp tískustrauma liðinna ára verður haldin tískusýning þar sem bornir verða saman skíðabúningar síðustu áratuga og er næsta víst að þar eigi margt litfagurt og skemmtilegt eftir að rifjast upp og vekja kátínu gesta.

Að skemmtiatriðum loknum verður stiginn dans við undirleik tveggja hljómsveita. Önnur er hinn bráðskemmtilegi flokkur Færibandið sem skipuð er kennurum úr Tónlistarskóla Ísafjarðar. Hin sveitin er Heimamenn sem er þrautreynd og leikur meðal annars mörg gömul og góð ísfirsk danslög. Því má telja öruggt að þar mun „Hesta-Jói“ fara „langt út á sjó“ af sinni „innstu þrá“.

Til að tryggja að hátíðin heppnist eins og best verður á kosið hefur Magnús Reynir Guðmundsson tekið að sér veislustjórn. Víst er að þar fer maður sem sökum aldurs hefur orðið vitni að mörgu því skemmtilegasta sem á daga Skíðafélagsins hefur drifið síðustu 70 árin. Getur hann því hæglega rifjað flest atvikin upp, í það minnsta þau sem ástæða og vilji er til að rifja upp.

Á þeim sjötíu árum sem liðin eru frá stofnun Skíðafélagsins hafa fjölmargir komið að starfi þess. Afmælisfagnaðurinn er því kjörinn vettvangur til þess að rifja upp glæstar skíðaferðir og keppnir í skemmtilegum hópi. Áhugasamir eru hvattir til þess að panta miða hjá Vesturferðum í síma 456-5111 og einnig er hægt að panta miða á heimasíðu skíðafélagsins.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli