Frétt

Jón Bjarnason | 23.04.2004 | 14:08Um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga

Jón Bjarnason
Jón Bjarnason
Samkeppnishæfni sveitarfélaganna um skilyrði til búsetu og atvinnureksturs ræðst af því að veitt sé góð þjónusta. Aukin umsvif og skyldur í félags- og skólamálum, umhverfis- og skipulagsmálum krefjast aukinna útgjalda. Mörg sveitarfélaga berjast í bökkum og safna skuldum. Verkefni og tekjustofnar sveitarfélaga eru ákveðnir með lögum frá Alþingi og reglugerðum ráðuneytanna, auk óbeinna stjórnvaldsaðgerða sem oft er þrengt inn bakdyramegin. Sveitarstjórnarmenn heyra glamuryrði ríkisstjórnarinnar um góðan hag ríkissjóðs og hástemmd loforð um skattalækkanir. Samtímis sker ríkið niður hlutdeild sína í rekstri samfélagsþjónustunnar. Spyr þá margur: Er rétt gefið?

Tortryggni í garð ríkisins vex

Vaxandi tortryggni gætir hjá sveitarfélögunum í garð ríkisvaldsins hvað varðar fjármálaleg samskipti. Ályktun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi frá 10. okt. sl. er ein af mörgum sem þingmönnum og ráðherrum berast þessa dagana:

„Full ástæða er til að hafa áhyggjur af tekjuþróun sveitarfélaga undanfarin ár. Þau hafa á síðustu árum verið að takast á við sífellt umfangsmeiri og fjárfrekari lögbundin verkefni svo sem einsetningu grunnskólans, yfirtöku félagsþjónustu og auknar kröfur í umhverfismálum. Þessi verkefni kalla á aukin útgjöld sveitarfélaganna sem mörg hver eiga erfitt um vik.
Aðalfundurinn bendir á neikvæð áhrif af skattkerfisbreytingum sem lúta að yfirfærslu einkareksturs í einkahlutafélög. Gríðarleg fjölgun einkahlutafélaga undanfarin ár hefur skert útsvarstekjur margra sveitarfélaga mjög mikið. Við slíkt geta sveitarfélögin ekki búið án þess að til komi aðrir tekjustofnar sem bæta það tekjutap sem orðið er“.

Gjöldum smeygt inn bakdyramegin

Sveitarfélögin benda t.d á húsaleigubæturnar þar sem ríkið leggur ákveðna upphæð inn í það púkk en sveitarfélögin sitja ein uppi með skyldurnar og aukningu útgjalda sem hefur reynst mun meiri en ráð var fyrir gert. Kostnaðarhluti sveitarfélaganna við eyðingu refa og minka eykst stöðugt en þáttur ríkisins dregst saman án þess að um það sé samið. Ný reglugerð um búfjáreftirlit leggur stórauknar kvaðir og útgöld á sveitarfélögin, einkum á landsbyggðinni.

Einn sveitarstjóri greindi frá því að Brunamálastofnun hefði áður komið reglulega og tekið út slökkvibúnaðinn endurgjaldslaust. Nú væri því hætt, en sveitarfélaginu gert skylt að gera þjónustusamning við fjarlægan aðila um eftirlitið með tilheyrandi kostnaði. Einkavæðing ríkisins á æ fleiri þáttum almannaþjónustunnar reynist sveitarfélögunum lúmskur kostnaðarauki. Þá er regluverk Evrópusambandsins gleypt á færibandi gagnrýnislaust og útgjöld sveitarfélaganna stóraukin.

Átak til eflingar sveitarstjórnarstigsins?

Nú stendur yfir sérstakt átak af hálfu ríkisins um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Ríða fasmiklar nefndir um héruð og predika sameiningar, stækkun sveitarfélaga og yfirfærslu á nýjum verkefnum til þeirra. Ein þessara nefnda er sk. tekjustofnanefnd. Ágreiningur er um hlutverk hennar. Í erindisbréfi frá 16. des. sl. er henni einungis ætlað að gera tillögur um aðlögun tekjustofna sveitarfélaga að nýrri sveitarfélagaskipan og breyttri verkaskiptingu, þegar og ef hún kemur til framkvæmda. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skrifað formanni Átaksins bréf og þess óskað, að staðið verði við sameiginlega yfirlýsingu Sambandsins og Félagsmálaráðuneytisins frá 19. ágúst um að verkefni nefndarinnar sé einnig: „athugun á núverandi tekjustofnum og könnun á hvort þeir séu í samræmi við lögskyld og venjubundin verkefni sveitarfélaga“. Er ekki rétt að meta stöðuna í dag áður en lengra er haldið í flutningi nýrra verkefna?

Verið að blekkja sveitarfélögin?

Í umræðum á Alþingi 15. apríl sl. lét fjármálaráðherra að því liggja að tekjustofnar sveitarfélaganna væru nú nægir og þau hefðu grætt á flutningi grunnskólans. Ályktanir frá fjölmörgum sveitarfélögum segja allt aðra sögu.

Í Morgunblaðinu 15. apríl sl. er vitnað í formann Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem hann telur að sveitarfélögin tapi um milljarði króna árlega í útsvarstekjum vegna gríðarlegrar fjölgunar einkahlutafélaga sem borga sjálfum sér arð og fjármagnstekjuskatt til ríkisins. En skatthlutfallið þar er mun lægra en útsvarið sem sveitafélagið fékk áður:

„Það er ekki hægt að una því að skattalegar breytingar sem ég tel að eigi rétt á sér leiki fjárhag sveitarfélaganna grátt. Burtséð frá því hvort ný verkefni verði flutt til sveitarfélaganna er það algjörlega ljóst í mínum huga að það verður að styrkja tekjustofna sveitarfélaga. Það væri hreint ábyrgðarleysi af hálfu löggjafarvaldsins ef það yrði ekki gert með einum eða öðrum hætti.“

Áætlun um stækkun sveitarfélaga og flutning nýrra verkefna til þeirra verður hreinn blekkingaleikur, ef ekki verður fyrst tekið á stöðunni eins og hún er í dag og þeim gert kleyft að ráða við verkefnin sem þau nú bera. Jafnframt verður það að vera ófrávíkjanleg regla að ný lög, reglugerðir og stjórnvaldsákvarðanir séu kostnaðarmetnar gagnvart sveitarfélögunum og þeim tryggðar tekjur á móti áður en krafan um framkvæmd þeirra verður virk.

Jón Bjarnason þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli