Frétt

bb.is | 23.04.2004 | 10:00„Nú stendur til að gera árás á fjöllin“

Pálmi Gestsson leikari í ræðustól á afmælisfagnaði Bolvíkinga. Mynd: Baldur Smári Einarsson – vikari.is.
Pálmi Gestsson leikari í ræðustól á afmælisfagnaði Bolvíkinga. Mynd: Baldur Smári Einarsson – vikari.is.
„Það sem verra er, og aldrei hefur hvarflað að mér í mínum verstu martröðum, er sú staðreynd að nú stendur til að gera árás á fjöllin, stendur til að misþyrma Traðarhyrnunni og það sárnar mér! Þar þekki ég hverja þúfu, hvern stein....ennþá“, sagði Pálmi Gestsson leikari í hátíðarræðu sem hann flutti á hátíðarsamkomu sem haldin var fyrir nokkru í tilefni af 30 ára kaupstaðarafmæli Bolungarvíkur. Eins og alþjóð veit er Pálmi Bolvíkingur að uppruna. Í ræðu sinni kom Pálmi víða við, sagði m.a. frá uppvextinum í Bolungarvík og kom inná fyrirhugaða byggingu snjóflóðavarna fyrir ofan bæinn.

„Nú vitum við að veðurlag hefur breyst. Nágrannabyggðir okkar hafa orðið fyrir hræðilegum hamförum þar sem líf hafa glatast. Hjá okkur sjálfum hefur hurð skollið nærri hælum. Fyrir nokkrum árum fór snjóskriða í gegnum húsið hjá systur minni og lenti á öðrum húsum í kring. Til allrar hamingju varð ekki tjón á fólki. Allar aðstæður, svo sem eins og veðurlag og annað náttúrufar hefur þurft að meta uppá nýtt. En þó allir vinni af heilindum og vilji gera það sem best kemur byggðarlaginu og fólkinu, þá gleymum því ekki að þessi snjóflóðavísindi eru ung og ennþá engin alvöru vísindi.

Gleymum því ekki meðan vísindamenn eru að þvælast með hættusvæðin fram og til baka, ekki af illvilja, heldur vankunnáttu, að ævistarf, líf og alltof margar fjölskyldur Bolvíkinga eiga allt undir því að örfáir einstaklingar taki réttar ákvarðanir og ekki fljótfærnislegar. Gleymum því tildæmis ekki að Bolungavík hefur yfir að ráða einhverju mesta undirlendi og ákjósanlegasta byggingasvæði sem sjávarpláss umkringt fjöllum getur státað af á öllu landinu. Skorum á bæjaryfirvöld, þingmennina okkar og stjórnvöld öll til að tryggja það að þeir sem lent hafa í náttúrhamförum, eða hamförum af mannavöldum, njóti þeirra sjálfsögðu grundvallarmannréttinda að geta tekið á breyttum aðstæðum með reisn. Við getum ekki látið spyrjast þann níðingsskap að fólki sé haldið föngnu í átthagafjötrum vegna þess að annarsvegar býr það við hugsanlega snjóflóðahættu, á svæði sem n.b. er skipulagt íbúðarsvæði af þar tilgerðum yfirvöldum - og hinsvegar vegna þess að eignir þeirra eru orðnar verðlausar!

Látum það heldur ekki spyrjast að við eyðileggjum heilu fjöllin okkar í þeim misskilda tilgangi að vernda nokkur hús. Gefum heldur fólkinu okkar raunverulegan kost: að byggja aftur eða flytja húsin á öruggan stað í bænum, því af þeim eigum við nóg, eða flytja á brott með reisn. Það hefur aldrei kunnað góðri lukku að stýra að hefta frelsi fólks á einn eða annan hátt. Og þá fyrst er Bolungarvík í lífshættu ef menn detta í þann forsjárhyggjupytt.“

Eins og komið hefur fram í fréttum bb.is hefur nokkur styr staðið um fyrirhugaða byggingu snjóflóðavarna í Bolungarvík og uppkaup húsa því tengd. Af ræðu Pálma má ráða að brottfluttir Bolvíkingar hafa einnig skoðanir á þessum fyrirhuguðu mannvirkjum.

Ræðu Pálma í heild má lesa á vikari.is.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli