Frétt

bb.is | 21.04.2004 | 16:47Efnt til samskota á áttatíu ára afmæli Reykjaneslaugar

Á sundnámskeiði í Reykjanesi í upphafi 20. aldar. Eins og sjá má fer tískan í hringi. Nú eru sundföt sem sjást á myndinni ómissandi hjá helstu sundstjörnum. Þó má vera að efnisvalið sé annað. Mynd: Úr sögu Ísafjarðar eftir Jón Þ Þór.
Á sundnámskeiði í Reykjanesi í upphafi 20. aldar. Eins og sjá má fer tískan í hringi. Nú eru sundföt sem sjást á myndinni ómissandi hjá helstu sundstjörnum. Þó má vera að efnisvalið sé annað. Mynd: Úr sögu Ísafjarðar eftir Jón Þ Þór.
Á næsta ári verður sundlaugin í Reykjanesi við Djúp áttatíu ára. Af því tilefni hafa nokkrir velunnarar laugarinnar ákveðið að efna til samskota til viðhalds hennar. Í hvatningarbréfi sem Sigríður Salvarsdóttir húsfrú í Vigur hefur ritað af því tilefni segir m.a: „Mikið framtak var það á sinni tíð að byggja þessa laug. Áður hafði sund verið kennt í torflaug sem byggð var um 1890 innar á nesinu, og þar áður hafði sundkennsla farið þar fram í „smápollum“ sem gerðir voru með fyrirhlöðum í afrennslið frá hverunum. Sundkennslan í Reykjanesi hafði þá átt sér sögu til margra ára. Engin hús voru reist, fólk hélt við í tjöldum meðan sundnámið fór fram.

Veturinn 1923 lagði ungmennafélagið Huld í Nauteyrarhreppi (forsvarsmaður Jakobína Þórðardóttir á Laugabóli) fram áskorun til sýslunefndar Norður-Ísafjarðarsýslu þess efnis, að láta byggja nýja laug í Reykjanesi. Svo var þingað í þinghúsi Nauteyrarhrepps að Arngerðareyri. Þá fóru þrír sýslunefndarmanna til Jakobínu til að vita hvort ungmennafélagið Huld „myndi vilja og geta tekið að sér að fjármagna bygginguna“. Jakobína varð „hálfhreykin“ af því trausti sem fámennu og fátæku ungmennafélagi var sýnt af sýslunefndinni. Svo segir Jakobína í blaðinu Vesturlandi hinn 30. september 1924:

„Mennirnir töldu þetta allt gott og blessað sem búið var að gera, marseruðu brosandi upp í þinghús, ræddu þar nýjustu og merkustu uppfundningar sínar í þessu máli, og skoruðu þar með á ungmennafélögin „Huld“ í Nauteyrarhreppi og „Vísi“ í Vatnsfjarðarsveit að safna nú peningum með frjálsum samskotum og fleiru til byggingar nýrrar sundlaugar í Reykjanesi, og lofaði sýslan drjúgum styrk til byggingarinnar. Einnig hefur Fiskifélagi Íslands lofað 1200 króna styrk, sem borgast eiga þegar byggingunni er lokið“.

„Talið er að sundlaugin hafi kostað 10.974 krónur. Hvað væri það í dag? Framlög voru frá ungmennafélaginu Huld, ungmennafélaginu Vísi, Norður-Ísafjarðarsýslu, Ísafjarðarkaupstað, ríkissjóði, Fiskifélagi Íslands, sem og frjáls samskot frá fólki héðan og þaðan“, segir Sigríður í bréfi sínu.

Um núverandi stöðu mála í Reykjanesi segir Sigríður í hvatningu sinni: „Þetta var í „dentíð“. Nú er komið árið 2004 – og þessi sama sundlaug á dagskrá. Okkur, nokkra gamla nemendur sem höfum lært sund í lauginni, tekur sárt til þess hve lítið hefur verið gert til að halda henni við. Skóli var byggður í Reykjanesi árið 1934 og miklar byggingar hafa þar verið reistar síðan. Nú eru þær allar komnar í einkaeigu og rekið í þeim hótel. Mikið þurfa þessar byggingar til viðhalds og við látum eigendur sjá um það.

En okkur „velunnendum“ sundlaugarinnar finnst nú eins og hún sé enn „almenningseign“ og því datt okkur í hug hvort einhverjir af þeim mörgu sem lært hafa sund í lauginni gætu ekki lagt fram einhverjar krónur í viðhaldssjóð Sundlaugarinnar í Reykjanesi til að hún geti státað af „góðri andlitslyftingu“ á áttatíu ára afmælinu.“

Um mikilvægi sundlaugarinnar segir Sigríður:„Djúpinu er lífsnauðsyn að í Reykjanesi sé líf og fjör, þar sem fólk getur komið saman eins og í gamla daga. Hver man ekki eftir sundprófunum og þeim mikla bátaflota sem kom þá inn í Reykjanes? Margir komu líka að á hestum. Sundmótin og héraðsmótin í Reykjanesi eru nú því miður liðin tíð – en við hafa tekið ættarmótin. Hundruð íslendinga, einkum brottfluttir Djúpmenn og afkomendur þeirra, sækja mjög í að halda ættarmót í Reykjanesi. Það er mikið fagnaðarefni og vonandi verður óþrjótandi framhald á því um ókomin ár.

Eftir að skólinn var stofnaður var á hverju ári efnt til „Vordagsins“. Þá komu allir sem vettlingi gátu valdið úr nærsveitunum í Reykjanes til að hreinsa og fegra í kring um skólann. Margur steinninn var borinn burt af skólalóðinni og allt umhverfið snyrt og fegrað. Dagurinn endaði svo með skemmtun fyrir alla. Ég held að þá hafi enginn hafi séð eftir því að gefa dagsverk til framfaramála.“

Um fyrirhugaða söfnun segir Sigríður:„Ég, sem er í forsvari fyrir „Velunnendur Reykjaneslaugarinnar“, vona að sem flestir sjái sér fært að styrkja þá framkvæmd sem þarf til að koma lauginni í viðunandi ástand aftur. Stofnaður hefur verið sérstakur bankareikningur fyrir viðhaldssjóð sundlaugarinnar í Reykjanesi. Reikningurinn heitir „Gamla. Sundl. R.nesi“ og er vistaður í Landsbankanum á Ísafirði. Reikningsnúmerið er: 0156-05-2580. Kennitalan er 450594-2299. „Margt smátt gerir eitt stórt“ og það munar um hvert framlag.“ segir að lokum í bréfi frú Sigríðar.

Eins og fram kom í bréfi Sigríðar gegndi sundlaugin í Reykjanesi mjög mikilvægu hlutverki í sundkennslu við Djúp. Í því sambandi skal nefnt hér að áður en Ísfirðingar eignuðust sína sundlaug um miðja síðustu öld fór sundkennsla barna m.a frá Ísafirði þar fram. Um það má meðal annars lesa í Sögu Ísafjarðar eftir Jón Þ. Þór.

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli