Frétt

Stakkur 16. tbl. 2004 | 21.04.2004 | 15:28Stjórnsýsla og samgöngur

Mörgum verður hugsað til þess að atvinnumálum er nú komið með allt öðrum hætti en fyrir rúmum áratug þegar Vestfirðingar voru fyrst og fremst þekktir fyrir sjósókn og fiskvinnslu. Miklar breytingar hafa orðið á útgerð og hún bæði dregist saman og þjappast saman í færri og stærri einingar. Mörgum þótti mikið til um að Hraðfrystihúsið Gunnvör yrði almenningshlutafélag, en stjórnendur þess hafa snúið af þeirri braut og félagið er ekki lengur skráð í Kauphöll Íslands. Að undanförnu hefur hugtakið ,,barn síns tíma” verið mörgum tamt á tungu vegna ummæla dómsmálaráðherra. Umræða um þau verður geymd, en hins vegar er allt í mannlífinu barn síns tíma og nægir að nefna fiskvinnslu og útgerð í þeim efnum. Þær aðstæður kunna að verða á nýjan leik að Vestfirði bíði nýtt blómaskeið í þeim efnum, en nú þarf að leita annarra leiða í viðleitni til að auka atvinnu í fjórðungnum.

Nútíma stjórnsýsla og kostnaður, skilvirkni og staðsetning hennar á eftir að bera oft á góma í nánustu framtíð. Hvernig er skattfé almennings best varið í hans þágu? Verður það gert með því að viðhalda núverandi skiptingu stjórnsýslu á hina ýmsu staði landsins eða manna stjórnmálamenn sig upp og taka á málum með nýjum hugsunarhætti. Rætt hefur verið um fækkun sýslumanna, án þess að nokkuð hafi gerst frekar og nú starfar nefnd skipuð af dómsmálaráðherra um nýskipan í lögreglu og heyrst hefur að fækka eigi lögreglustjórum frá því sem nú er. Um langt skeið hafa allir sýslumenn verið lögreglustjórar, nema í Reykjavík. Þar hefur verið sérstakur lögreglustjóri um langt skeið. Margir spyrja er kröftum lögreglunnar og fé því sem henni er ætlað í heildina á fjárlögum best varið með því að hafa 26 lögreglustjóra, sem hafa sumir bara einn lögregluþjón í þjónustu sinni? Er nauðsyn 26 sýslumanna eða 9 skattstjóra og þurfa sveitarfélögin endilega að vera 104? Þeim hefur þó fækkað úr rúmlega 220 á tveimur áratugum og flestir viðurkenna að sú breyting hafi verið bæði nauðsynleg og fremur til góðs.

Hvers vegna er þessi umræða tekin upp hér? Jú, til þess að fá lesendur til þess að leiða hugann að því að stjórnsýsla á Íslandi er barn síns tíma og nýir tímar eru runnir upp.

Eitthvert merkasta framfaraspor í skattlagningu er upptaka staðgreiðslu skatta og svo í framhaldi af því hin ótrúlega góða þjónusta sem veitt er með því að gera skattgreiðendum kleift að telja fram á netinu og hafa að auki upplýsingarnar, sem skattkerfinu hvort eð var bárust á pappír fyrrum, forskráðar. Gerð skattframtals er orðin einfalt verk fyrir flesta og ekki næstum jafn fyrirkvíðanlegt og áður, enda netframtalið mjög mikið notað.

Í rafrænni stjórnsýslu kunna að vera fólgnir möguleikar fyrir nýjum störfum utan höfuðborgarsvæðisins. Netið og tölvan gera það óþarft að sá sem vinnur verkin sé í næsta herbergi við þann sem þarf þjónustuna. Nægir að minna á stórmerkt tal við Margréti Oddsdóttur í BB fyrir skömmu. Meira að segja læknisverkin er hægt að vinna á milli heimsálfa með rafrænum hætti. Við þurfum tvennt, að auka hraðbrautina á netinu og lagfæra samgöngur á landi, sjó og lofti. Fyrst og fremst þarf að laga vegi og gera þannig fólki auðveldara að ferðast um Ísland og samræma svo land- og sjóflutninga öllum til hagsbóta. En nýtt hugarfar varðandi stjórnsýslu hefur í för með sér að störfin færast til eftir starfsmanninum en ekki öfugt. Ísafjörður eða Reykjavík, það skiptir ekki máli ef starfsmaðurinn er góður.

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli