Frétt

bb.is | 21.04.2004 | 06:08Endurnýjun Hótels Ísafjarðar lokið

Hótel Ísafjörður.
Hótel Ísafjörður.
Á undanförnu ári hafa verið gerðar miklar endurbætur á Hótel Ísafirði og er þar með búið að endurnýja hótelið að innan allt frá veitingasal á 1. hæð upp á 5. hæð. Áslaug Alfreðsdóttir, hótelstjóri, segir hótelið nú allt hið glæsilegasta og vel búið til að takast á við fjölbreytt verkefni. „Með breytingunum hefur öll aðstaða til fundahalda batnað mjög og er hótelið nú mun betur í stakk búið til að taka á móti hvers kyns ráðstefnum og fundum auk hefðbundinna ferðamanna allt árið“, segir Áslaug.

Í fyrravor var byrjað á að endurnýja veitingasali hótelsins og anddyri með því að skipta um húsgögn, gluggatjöld, mála og endurnýa tæki til funda og ráðstefnuhalds en m.a. voru settir upp öflugir skjávarpar og þráðlaus nettenging.

Þá var herbergjum fjölgað um fjögur með því að breyta skipulagi á 5. hæð. Eitt herbergjanna flokkast undir að vera lúxusherbergi, sem nýtist einnig sem fjölskylduherbergi eða fyrir gesti í hjólastól. Herbergið hentar einnig vel fyrir brúðhjón. Þá segir Áslaug unnt að leigja það fyrir litla fundi, sér í lagi yfir vetrartímann.

Eftir síðustu áramót var haldið áfram að endurnýja á jarðhæð hótelsins með því að breyta og lagfæra aðkomu, setja nýjar útihurðir, lagfæra loftræstingu og hita í veitingasölum auk þess að bæta aðstöðu gesta. Áslaug segir að með þessum breytingum séu nýtingarmöguleikar mun fleiri en áður t.d. fyrir ýmis konar móttökur, sýningar og kynningar.

Einnig hafa öll herbergi á 3. og 4. hæð verið endurnýjuð með nýjum húsgögnum, gluggatjöldum og teppum en áður var búið að endurnýja 2. hæð hótelsins og gera hana reyklausa.

Í tilefni tímamótanna verður efnt til opins húss á Hótel Ísafirði á sumardaginn fyrsta. „Ætlunin er að kynna breytingarnar fyrir bæjarbúum ásamt því að bjóða þeim upp á smá hressingu í tilefni af komu sumarsins“, segir Áslaug.

Gestum verður boðið að skoða herbergi hótelsins og veitingasali þar sem verða til sýnis uppdekkuð borð fyrir ýmiss tilefni, sýndar verða skreytingar frá Blómaturninum og glermunir frá Rammagerð Ísafjarðar.

Hafsteinn Vilhjálmsson, H.V. umboðsverslun, hefur tekið við umboði fyrir Heklu og mun sýna nýja bíla á staðnum. Starfsemi Hótels Eddu á Ísafirði og á Núpi verður kynnt og Vesturferðir kynna ferðir sumarsins og ferðabækling 2004. Þá verður Flugfélag Íslands með kynningu á starfsemi sinni.

Gestum verður upp á kleinur frá SKG veitingum, kaffi og konfekt frá Gevalia, kók í boði Vífilfells og ís frá Kjörís.

Á kynningunni verður einnig happadrætti með mörgum glæsilegum vinningum m.a. flugfari með Flugfélagi Íslands, skoðunarferð með Vesturferðum, kvöldverði á Hótel Eddu á Núpi, Gisting á Hótel Eddu, ásamt gjöf frá Rammagerð Ísafjarðar.

Opna húsið stendur frá kl. 14 til 17.

kristinn@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 09:01 Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með frétt Óboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli