Frétt

mbl.is | 19.04.2004 | 18:51Fórnarlamb Dutroux ber vitni gegn honum

Tvítug stúlka, sem belgíski barnaníðingurinn Marc Dutroux hélt fanginni í tæpa þrjá mánuði fyrir átta árum, bar vitni í réttarhöldunum yfir Dutroux og þremur vitorðsmönnum hans í dag. Lýsti stúlkan, sem heitir Sabine Dardenne, meðferðinni í prísundinni og hvernig Dutroux hefði misþyrmt henni líkamlega og andlega. Dutroux og samverkamenn hans eru fyrir rétti, ákærð fyrir að ræna og misþyrma sex stúlkum á árunum 1995 til 1996 og myrða tvær þeirra.

Dardenne, sem var 12 ára gömul þegar Dutroux rændi henni, var taugaóstyrk í upphafi en jafnaði sig síðan. Hún sagðist eitt sinn hafa reynt að flýja úr kjallaranum þar sem henni var haldið fanginni, en Dutroux varð svo reiður að hún þorði ekki að reyna flótta aftur. Hún bar að Dutroux hefði sagt sér að voldugur glæpaforingi vildi drepa hana og því yrði hann að geyma hana í kjallaranum.

„Ég vil fá að vita, og heyra það frá manninum sem kvartaði yfir því að ég væri eins og svín, hvers vegna hann drap mig ekki," sagði Dardenne. Dutroux, sem var í réttarsalnum bak við skothelt gler, svaraði að hann hefði aldrei ætlað að drepa stúlkuna. „Ég viðurkenni mistök mín. Ég viðurkenni að ég misþyrmdi henni. En það kom aldrei til greina að drepa hana," sagði hann.

Dardenne var rænt nálægt belgíska bænum Tournai 28. maí árið 1996. Hún fannst 15. ágúst í kjallara ásamt Laetitia Delhez sem hafði þá verið þar í sex daga. Delhez mun bera vitni á morgun.

Framburður stúlknanna tveggja þykir mikilvægur til að varpa ljósi á það hvort Dutroux og samverkamenn hans hafi verið einir að verki eða hvort þeir hafi verið hluti af barnaníðinganeti. Réttarhöldin yfir Dutroux hafa nú staðið í sjö vikur en menn eru litlu nær um þetta. Dutroux, sem hefur áður verið dæmdur fyrir að beita börn kynferðislegu ofbeldi en var á reynslulausn þegar mannránin voru framin, fullyrðir að hann hafi starfað fyrir evrópskan glæpahring sem stundaði mannrán og neyddi stúlkur í vændi. Rannsóknarmenn hafa dregið þessa fullyrðingu í efa.

Í síðustu viku voru lesin bréf sem Dardenne skrifaði foreldrum sínum í fangavistinni en henni tókst aldrei að senda. Lögregla fann bréfin eftir að Dutroux var handtekinn. Þar lýsir Dardenne misþyrmingum og heilaþvotti og ömurlegum mat. „Ég held að ég muni aldrei sjá ykkur aftur," skrifaði hún.

Föður einnar stúlkunnar, sem Dutroux er sakaður um að hafa myrt, varð svo mikið um þegar hann heyrði vitnisburð Dardenne, að hann hneig niður í réttarsalnum og var borinn út á sjúkrabörum.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli