Frétt

| 25.05.2001 | 09:45Farinn yfir fjöllin sjö

Hverjar eru líkurnar á því að nokkur maður labbi þvert yfir norður- og suðurskautið og haldi síðan beint upp á hæsta tind hverrar heimsálfu fyrir sig? Líklega 2 á móti 6 milljörðum ef þú spyrð Harald Ólafsson fjallgöngugarpa. Visir.is greindi frá.
Eftir því sem kappinn kemst næst er hann annar maðurinn sem hefur þrælað sér yfir báða pólana og stefnir næst á hæstu tinda hverrar heimsálfu. Hinn var Bretinn David Adams sem er rétt búinn að klára svaðilförina. En hvað rekur manninn áfram?

,,Þetta er náttúrulega bara einhver ævintýraþrá og metnaður. Ég hef klifið fjöll í 16 ár og ég held að maður þurfi að hafa markmið og metnað til að stofna hærra og lengra heldur en áður. Það gildir um allt í lífinu."

Hærra og lengra mun hann líklega ekki komast eftir þessa ferð, það verður eitthvað lítið eftir til þess að sigra. En Haraldur lifir ekki á því að klifra fjöll. Þegar hann næst niður á jafnsléttuna er hann lögfræðingur. Hans ektakvinna, Una Björk Ómarsdóttir, er líka lögfræðingur og segir Haraldur hana líklega eiga meira líkt með sjómannsfrú heldur en konu lögfræðings, svo lítil er viðveran. En þarf frúin ekki að óttast um bóndann sinn?

,,Það er partur af þessu að fara varlega og hugsa alltaf um það að komast heill heim - það er númer eitt, tvö og þrjú," sagði Haraldur ósmeykur.

Fyrsta áfanga ferðarinnar mun víkingurinn Guðmundur Eyjólfsson fylgja Haraldi, en á nýliðnum vetri þrammaði Guðmundur sem leið lá yfir föðurlandið - frá Hornavík á Vopnafjörð. Segja má að Guðmundur hafi smitað Harald af klifurbakteríunni og er þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir takast á við náttúröflin saman. Guðmundur bendir á að þetta snúist að miklu leyti um að sigrast á sjálfum sér.

,,Maður þarf að ná tökum á hræðslunni og sjá hvar er raunveruleg hætta og hvar er ekki raunveruleg hætta," sagði Guðmundur og bætti því við að þeir félagarnir færu vel yfir fjöldamörg öryggisatriði sem tryggja að þegar þeir séu við öllu búnir. Í gærdag flugu þeir félagar vestur um haf og hófu þar með ævintýri sem mun taka 36 mánuði að klára, ævintýri sem fjallar um heiminn allann, náttúruöflin og tvo Íslendinga sem ekkert fær stöðvað.

bb.is | 30.09.16 | 11:48 Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með frétt Jarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli