Frétt

| 25.05.2001 | 09:44Fjárfest fyrir 224 milljarða

Eignir Íslendinga erlendis hafa aukist um 224 milljarða frá árinu 1996 til 2000. Stærstan hluta aukningarinnar má skýra með kaupum einstaklinga, fyrirtækja og lífeyrissjóða á erlendum markaðsverðbréfum. Visir.is greindi frá.
Íslendingar hafa í auknum mæli stofnað eignarhaldsfélög erlendis með það að markmiði að halda utan um verðbréfasöfn og aðrar eignir. Félögunum er ætlað að sjá um alla umsýslu erlendis og lúta þau þarlendum skattareglum, sem eru starfsemi af þessu tagi hagkvæmar. Lítill sem enginn tekjuskattur eiga við um þessi félög og lagaumhverfi varðandi fjárfestingar er ekki eins takmarkandi og hér á landi. Félögin skila því meiri hagnaði heldur en þau gerðu ef þau störfuðu á Ísland eftir íslenskri skattalöggjöf.

Eigendur þessara félaga hafa nokkrar leiðir til að ná til sín hagnaðinum. Hefðbundna leiðin er að félagið greiðir eigendum sínum arð sem þarf að borga 10% fjármagnstekjuskatt af. Einnig er mögulegt að vera með greiðslukort skráð á eignarhaldsfélagið og öll gjöld færð sem kostnaður á fyrirtækið úti. Með því fyrirkomulagi er hægt að komast hjá fjármagnstekjuskatti á Íslandi þó eignarhaldsfélagið erlendis þurfi að lúta þarlendum reglum um reikningsskil fyrirtækja.

Íslensk lög um alþjóðleg viðskiptafélög voru sett í mars 1999. Markmið þeirra var að gera innlendum og erlendum aðilum hagstætt að stofna eignarhaldfélög á Íslandi, sem hafa með höndum viðskipti við erlenda aðila. Félögin eru undanþegin eignaskatti og stimpilgjöldum og þurfa að greiða 5% tekjuskatt. Aðeins 10 slík félög hafa verið stofnuð frá því lögin voru sett.

Að sögn Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdarstjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, ganga þessi lög ekki nógu langt og eru of þröng til að teljast áhugaverður kostur. Hann segir að íslensk stjórnvöld verði að stuðla að hagstæðu starfsumhverfi fyrir félög af þessu tagi svo eigendur þeirra sjái ástæðu til að stofna þau hér á landi en ekki erlendis.

,,Ríkissjóður yrði ekki af neinum peningum ef þessi leið er farin því menn stofna einfaldlega ekki svona félög hér á landi. Gjald mundi renna í ríkissjóð við stofnun félagsins og fjöldi fólks starfar við að þjónusta það og borgar tekjuskatt af sínum launum. Þetta skilar því ríkissjóði meiri tekjum á endanum," segir Guðjón.

Innan OECD og Evrópusambandsins hefur verið rætt um hvernig megi koma í veg fyrir skattareglur landa, sem feli í sér ívilnanir fyrir fyrirtæki og félög. Bandaríkin drógu sig nýlega út úr þessu samstarfi og styðja ekki aðgerðir sem fyrirskipa hvernig sjálfstæði ríki eigi að haga skattalöggjöf sinni. Forsvarsmenn skattamála innan ESB hafa sagt að rétta leiðin sé ekki að berjast fyrir samræmingu skattalöggjafar því engin samstaða náist.

"Ísland má ekki vera hrætt við að lækka skatta upp á það að fá erlend ríki upp á móti sér. Þetta er það sem erlend ríki eins og Danmörk, Lúxemborg og Holland eru að gera. Ef íslensk stjórnvöld ákveða að breyta sinni löggjöf þá sjá aðilar, sem geyma fjármagn í þessum ríkjum, færi á því að koma aftur með peninga til Íslands á ákveðnum tímapunkti," segir Guðjón Rúnarsson.

bb.is | 27.09.16 | 14:50 Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með frétt Hæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli