Frétt

deiglan.com - Pawel Bartoszek | 18.04.2004 | 10:46Vegbrjótar

Þegar fyrstu vefnaðarvélarnar litu dagsins ljós í upphafi iðnbyltingar tóku einhverjir verkamenn sig til og skemmdu þær enda töldu þeir vélarnar vera hafa af sér atvinnu. Voru þeir kallaðir vélbrjótar. En þótt okkur nútímafólki finnst þessi tiltekna andstaða við framfarir hafa verið fáranleg og þótt vélbrjótarnir sjálfir hafi orðið einhvers konar brjóstumkennanlegir kjánar mannkynssögunnar þá lifa hugmyndir þeirra, og lifa vel.

Þessi hugmynd: Hugmynd um að atvinna sé einhver takmörkuð auðlind sem verður að stýra aðgengi að og verja með öllu móti, sú hugmynd virðist aldrei ætla að deyja. Það er þessi hugmynd sem fær fólk til að leggjast gegn því að útlendingar setjist að á Íslandi. Svekkjandi staða, ef menn vinna ekki, þá eru þeir að lifa á kerfinu og ef menn vinna þá eru þeir að "taka atvinnu" af öðrum. You know you just can't win.

Nýjasta dæmi um þessa atvinnuránavitleysu eru mótmæli ýmissa manna gegn hugmyndum um lagningu sk. Norðurvegar. Slíkur vegur mundi liggja yfir hálendið milli Borgarfjarðar og Skagafjarðar og stytta þannig akstursleið til Akureyrar um 42 km. Ef farið yrði gegnum Þingvelli mundi leiðin svo styttast um allt að 82 km.

Fjölmargir aðilar, t.d. stjórnmálamenn Norðvesturkjördæmis og jafnvel ritstjórar Morgunblaðsins hafa fundið hugmyndinni flest til foráttu. Auðvitað er hún ekki gallalaus ekki fremur en nein önnur. Sumum gæti finnst sem of langt sé seilst inn á hálendið. Sumum gæti vegurinn þótt of dýr eða veðurskilyrði óhagstæð. Þetta verður allt að skoða. En á endanum þá snýst andstæða þrýstihópa á Norðurlandi-Vestra um það að vegurinn muni "taka atvinnu af fólki" í landshlutanum. Menn benda á allar vegasjoppur á sem byggðar hafa verið upp á leiðinni. Menn benda á hvernig Blönduós hefur haft hag af umferðinni í gegnum bæinn.

Er fólk ekki aðeins að misskilja? Vegasjoppur eru gerðar til að þjóna vegfarendum, ekki öfugt. Vegfarendur eiga ekki siðferðislegri skyldu að gegna gagnvart fólki sem býr nálægt veginum. Fólk sem ferðast vill oftast gera það til að komast á milli staða, en ekki til að fá sér Hrútfirðing í Staðarskála, þótt það geti verið skemmtilegt uppbrot á ferðalaginu. Tilgangurinn með ferðinni er oftast annar en ferðin sjálf, svo það er hagkvæmast fyrir alla að hún taki sem stystan tíma.

Rík þjóðfélög eru þjóðfélög þar sem hlutirnir ganga hratt og skipulega fyrir sig. Þjóðfélög verða ekki rík af því að hafa sem flesta óþarfa milliliði í þágu atvinnusköpunar. Vegaskálar eru ekki óþarfir, en það er óþarfi að hafa fleiri en við höfum not fyrir. Og hver haldið þið að muni vinna í vegasjoppum á hinnum nýja Hálendisvegi? Hálendindingar? Nei, það verður auðvitað fólk úr héruðunum í kring. Ekki það að það eigi reyndar að skipta svo miklu máli, en samt virðast allir hafa misst af þessum punkti!

Mogginn sagði enn fremur að Vestfirðir myndu á einhvern hátt einangrast enn frekar við það að hafa engann fjölfarinn veg nálægt sér! Já, það er ekki bara gott að fólk keyri framhjá glugganum manns, heldur bætir það sálarlíf heils landshluta að hafa fjölfarinn veg í hundrað km. fjarlægð frá sér.

Á endanum er þetta víst spurning um þessa sk. "þjóðhagslegu hagkvæmni". Stundum hef ég haft það á tilfinningunni að "þjóðhagslega hagkvæmt" sé annað orð yfir "óhagkvæmt". En gott og vel. Ef stytting akstursvegalengdar milli tveggja stærstu þéttbýliskjarna á landinu um rúman klukkutíma er ekki þjóðhagslega hagkvæm, hvað er það þá? Þegar á hólminn er komið eru íbúar Akureyrar fleiri en íbúar nálægt hringveginum. Skipta þeirra hagsmunir engu máli?

Vélbrjótar iðnbyltingar eru orðnir að vegbrjótum 21. aldar. Báðir töldu sig eflaust hugsa rökrétt og vilja vel. En á endanum er þetta sama vitleysan sem ef farið verður eftir kemur verst niður á þeim sem hana út úr sér láta. Væri betra ef menn héldu áfram að handsauma allan fjandann? Og getur Blönduós ekki orðið mögulega neitt annað en stór vegasjoppa?

Pawel Bartoszek.

Deiglan.com

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli