Frétt

Sælkeri vikunnar - Gréta Sturludóttir á Ísafirði | 16.04.2004 | 14:11Egypskur baunaréttur og fiskréttur Flateyrings

Þegar Gunnhildur bað mig að koma með næstu uppskrift, fannst henni gráupplagt að ég kæmi með rétt sem sjaldan sæist á borðum okkar Vestfirðinga. Koshari eða Koushry - er mjög algengur réttur í Egyptalandi, svo venjulegur að erfitt er að fá hann á veitingastöðum öðrum en þeim sem almenningur í landinu sækir.

Til eru mörg afbrigði af honum, það allra einfaldasta, sem inniheldur eingöngu hrísgrjón, linsubaunir, lauk og krydd, myndum við trúlega nota sem meðlæti með kjöti eða fiski. Sem aðalrétt er algengara að nota fleiri en eina tegund af baunum í hann, auk bæði hrísgrjóna, makkaróna, og tveggja til þriggja tegunda af grænmeti, þar af minnst eina úr laukfjölskyldunni (blaðlauk / vorlauk / rauðlauk / hvítlauk / perlulauk / venjulegan lauk o.fl.).

Gallinn er bara sá á okkur Vesturlandabúum að við megum varla vera að því að lifa lífinu hvað þá elda svona mat sem tekur ekki einungis 2-3 klukkustundir að elda (fer eftir baunategundum), heldur þarf líka eina 4 til 7 potta = full uppþvottavél. Þess vegna gef ég ykkur ekki uppskrift sem fengi augu sona minna til að lýsa með hálfmánum í stað stjarna, heldur bara eina fjögurra potta af einfaldari gerðinni.


Koshari ( hrísgrjóna-baunaréttur fyrir fjóra) frá frú Mahy Kirdany
¼ bolli dökkar linsubaunir
½ bolli hrísgrjón
½ bolli makkarónur
¼ bolli tómataþykkni
2 stórir laukar
2 hvítlauksrif
2-3 tómatar
smá olía
salt og pipar
cayenna pipar
cumin (ekki kúmen)


Í 1. pottinum sjóðum við linsubaunirnar, samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.

Í 2. pottinum sjóðum við hrísgrjónin í 1 bolla af vatni sem við tókum úr baunapottinum þegar baunirnar voru hálfsoðnar. Grjónin eiga að vera soðin og búin að draga allt vatnið upp í sig á u.þ.b. 20 mínútum; ef potturinn fær að standa áfram á heitri hellunni, þá má slökkva undir honum 17 mínútum eftir að suðan kom upp.

Í 3. pottinum sjóðum við makkarónurnar í miklu saltvatni, sjá leiðbeiningar á pakkningunni.

Í 4. pottinum (sem þarf að vera stór) eru saxaðir: laukar, hvítlauksrif og tómatar látnir mýkjast í smá olíu, þá er tómat þykkninu og kryddi bætt út í, þetta má vera nokkuð bragðsterkt.

Það borgar sig að geyma 1-2 bolla af suðuvatninu frá baununum til að nota ef nauðsynlegt reynist að þynna réttinn. Þegar baunirnar eru soðnar er þeim hellt á sigti og þeim bætt í stóra pottinn, sama er gert við makkarónurnar og hrísgrjónin, öllu blandað vel saman án þess að hræra allt í mauk. Að endingu er kryddað meira ef þurfa þykir.

Þeir sem vilja fleiri tegundir bauna í réttinn, sjóða þær - bara hverja tegund í sínum potti. Til þess að stytta suðutíma bauna er til gott ráð: Baunirnar lagðar í bleyti í u.þ.b. 1 sólarhring í ísskáp, vatninu hellt af og þær lausfrystar. Eftir þessa meðferð þarf helmingi styttri tíma til að sjóða þær meyrar.


Fylltur flatfiskur Flateyringsins (fyrir fjóra). Hvað eru mörg eff í því ?
Fyrir þá sem ekki eru hrifnir af framandi réttum og þá sem ekki eyða lengri tíma en nauðsynlegt er til matargerðar læt ég eina góða fljóta með.

1 smálúða 800 g eða 2 sandkolar ½ kg hvor

Fylling og sósa:
100 g rjómaostur eða gráðostur í sneiðum
150 g rækjur
150 g sveppir í sneiðum
100 g blaðlaukur í sneiðum
30 steinlausir vínberjahelmingar
olía og u.þ.b. 2 dl rjómi í sósuna
(salt og pipar)

Fiskurinn er þveginn og skorið niður eftir miðri dekkri hlið hans og flakað út til beggja hliða að uggabeinum, hryggurinn er nú fjarlægður og fiskurinn lagður í eldfast glerfat. Hann fyllur með eins miklu af fyllingunni og hægt er, efst eru nokkrar sneiðar af ostinum. Dökku fiskflökunum er tyllt saman efst með tannstöngli áður en við eldum hann í örbylgjuofninum - við eldum á fullum krafti í eina mínútu í senn þar til fiskurinn er orðinn hvítur í gegn, á meðan búum við til sósuna.

Yfirleitt þarf ekki að salta fisk eldaðan í örbylgjuofni þar sem hann soðnar í eigin safa, ef fiskurinn er soðinn of lengi rennur safinn úr honum, safann má sjálfsagt nota í sósuna, en fiskurinn er betri ef safinn fær að haldast í fiskholdinu.

BANNAÐ AÐ OFSJÓÐA, ÞÁ VERÐUR FISKURINN ÞURR, SEIGUR OG VONDUR.

Í sósupottinum er afgangurinn af blaðlauk og sveppum mýktur í ögn af olíu, rjómanum hellt út í og sósan þykkt með rjómaostinum, rækjum og vínberjahelmingum er bætt út í sósuna þegar fiskurinn er tilbúinn, sem tekur yfirleitt ekki nema 2 - 3 mínútur.

Borið fram strax, með góðu hvítvíni, soðnum hrísgrjónum, einföldu salati (t.d. ½ salathöfuð, 1 rifin pera og smá sítrónusafi) og hvítlaukssmábrauðum beint úr ofninum.

Eftirrétturinn er í stíl, gæti varla verið einfaldari, en góður samt : ½ hunangsmelóna á mann, fyllt með hrauk af koníakslegnum jarðarberjum og smá flórsykri, vel kalt úr ísskápnum, oft bornar fram í smáskálum hálffylltum af klakamulningi.

Verði ykkur að góðu.

Ég skora á frænku mína, Jóhönnu G. Kristjánsdóttur Flateyri að leiðbeina okkur aumingjunum um hvernig góða skelfiskssúpu gjöra skal ef von er á gestum.bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli