Frétt

bb.is | 15.04.2004 | 16:42Vill miklu frekar vinna Hörð en KR í fótbolta

Kristinn Einarsson. Mynd: Spessi.
Kristinn Einarsson. Mynd: Spessi.
„ Eini gallinn við að vera þarna var vandamálið við að komast á fótboltaæfingarnar hjá Vestra. Í þá daga áttu bara svo fáir bíla. Hermann Björnsson átti bíl og Úlfur læknir en ekki margir fleiri. Við Konni reyndum því að húkka okkur en það var ekki mikil umferð og því kom oftar en ekki fyrir að við urðum að labba alla leið á æfingar. Einn var sá bíll sem við stigum aldrei inní hvað sem var í boði. Það var bíllinn hjá Simson gamla. Við þorðum aldrei með honum. Frekar löbbuðum við. Hann var svo ferlegur bílstjóri að maður var logandi hræddur í hvert skipti sem bíllinn nálgaðist“, segir Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri Blómavals og formaður Knattspyrnufélagsins Þróttar í Reykjavík, í ítarlegu viðtali við Bæjarins besta sem kemur út í dag.

Í viðtalinu rekur Kristinn uppruna sinn og árin á Ísafirði þegar hann er að alast upp. Móðir Kristins var ensk að uppruna og það hafði sín áhrif. „Við vorum svona í fyrstunni að minnsta kosti sem hálfgerðir gestir því við áttum ekki ættingja fyrir vestan. Við áttum ekki afa og ömmu þar eins og önnur börn. Því er heldur ekki að neita að það voru ákveðnir fordómar gagnvart mömmu frá fyrsta degi. Það kom nú mest fram í því gagnvart okkur krökkunum að okkur var strítt á því að mamma gæti ekki talað íslensku. Þetta var miklu grimmara samfélag í skólunum á þessum árum. Þetta risti nú kannski ekki djúpt hjá okkur systkinunum en væri eflaust í dag kallað einelti.

Við létum þetta ekki hafa mikil áhrif á okkur. Við hertumst bara og börðum fastar frá okkur fyrir vikið. Við hlupum bara hraðar. Útlendingar voru auðvitað ákveðið stílbrot í umhverfinu í þá daga og allt slíkt kallaði á viðbrögð frá umhverfinu. Það sem kannski vann með okkur í þessu var að pabbi naut mikillar virðingar á Ísafirði sem skipstjóri. Það lýsir sér kannski best í því að hann var aldrei kallaður annað en Einar skipstjóri. Það voru margir skipstjórar á Ísafirði á þessum árum en hann var sá eini sem alltaf var kallaður skipstjóri. Það kom kannski til vegna þess að hann var fenginn vestur sem togaraskipstjóri á þeim tímamótum sem Ísfirðingar byrja togaraútgerð að nýju. Að vera sóttur til þess að flytja til Ísafjarðar vegna þess eins að verða skipstjóri gerði það að verkum að hann naut virðingar. Ég var aldrei kallaður annað en Kiddi Einars skipstjóra.“

Kristinn gekk menntaveginn og gerðist kennari í Menntaskólanum í Reykjavík. Honum líkaði kennslan en ekki kjörin sem kennurum voru boðin. „Ég hafði mjög gaman af kennslunni en kjörin voru skelfileg. Maður upplifði sig á þessum árum sem algjöran lúser og aumingja. Oft spurði maður sig hvað maður væri eiginlega að gera í þessu starfi. Fólk spurði mann þegar maður sagði að maður væri kennari hvort að maður fengi hvergi almennilega vinnu. Lítilsvirðingin var svakaleg enda verkföll algeng. Því fór ég að vinna í Blómavali með kennslu. Það var Siggi Blóma sem benti mér á þennan vinnustað. Smám saman sogaðist ég meira og meira hér inn og áður en ég vissi af var ég farinn að vinna hér meira en í kennslunni. Endanlega hætti ég ekki í kennslunni fyrr en fyrir þremur árum. Þá var Blómaval komið með fjórar verslanir og ég orðinn framkvæmdastjóri. Því varð ég að ákveða mig hvort ég vildi vera í kennslunni og nýta mér námið eða fara alfarið í að stjórna Blómaval þegar Blómavalsfjölskyldan seldi fyrirtækið.“

Kristinn er mikill unnandi íþrótta og er ekki í vafa hver hafi verið hans fyrirmynd sem Vestramanns. „Skýringin er bara ein á því. Björn Helgason. Hann var mitt átrúnaðargoð og er enn að vissu leyti. Hann bjó ekki langt frá okkur í Aðalstrætinu og ég horfði mjög upp til hans. Á árunum 64-65 er hann á hátindi sínum og ég fylgdist vel með. Ég var í öllum íþróttunum nema á skíðum. Þau snerti ég nánast aldrei. Af hverju veit ég ekki. Fótboltinn var samt alltaf númer eitt. Pétur Sigurðsson stjórnaði Vestra á þessum árum og gerði það vel. Samkeppnin við Hörð var alltaf til staðar og hélt mönnum gangandi“, segir Vestrapúkinn og Þróttarformaðurinn Kristinn Einarsson.

hj@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli