Frétt

bb.is | 15.04.2004 | 11:48Stefnt að frumsýningu heimildarmyndar um rokkhátíð alþýðunnar í desember

Lokahljómarnir slegnir: Siggi Björns, Guðmundur Kristjánsson – Papamug, Ragnar Kjartansson, Rúna Esradóttir, Mugison og Rúnar Óli Karlsson.
Lokahljómarnir slegnir: Siggi Björns, Guðmundur Kristjánsson – Papamug, Ragnar Kjartansson, Rúna Esradóttir, Mugison og Rúnar Óli Karlsson.
Hálfdán Pedersen, kvikmyndagerðarmaður í Los Angeles, hefur verið á Ísafirði við sjötta mann að festa á filmu Aldrei fór ég suður – rokkhátíð alþýðunnar sem haldin var við Sundahöfn á laugardag. Hann segir upptökur hafa gengið vel og nú taki við eftirvinnsla. Ef allt gangi að óskum verði hægt að frumsýna myndina í desember. „Við höfum ekki neglt niður neina dagsetningu en setum markið á desember. Myndin tekur a.m.k. ekki styttri tíma í vinnslu en síðan getur náttúrlega fjölmargt komið upp á sem lengir vinnslutímann.“

Hálfdán framleiðir myndina í félagi við Arnald Schram sem einnig er búsettur í Los Angeles. Hann segir mikinn áhuga á íslenskri tónlist erlendis og þeir finni vel fyrir því í Borg englanna. Þeir félagar hafi viljað gera mynd um íslenska tónlist og umhverfið gerist ekki íslenskara en á rokkhátíð við Sundahöfnina á Ísafirði. Myndina ætla þeir til sýninga á kvikmyndahátíðum erlendis og hugsanlega til dreifingar á DVD-diskum.

Hann segir myndina hafa fæðst snögglega og því hafi ekki verið búið að ganga frá fjármögnun eða sölu á myndinni fyrirfram en viðbrögðin hingað til lofi góðu. „Við fréttum af hátíðinni og ákváðum í kjölfarið að fljúga heim og taka hana upp. Þá hóuðum við í menn sem við treystum til að vinna að þessu með okkur og þeir kostuðu sig sjálfir til Íslands. Ennþá hafa engin laun verið greidd vegna framleiðslu myndarinnar en allur útlagður kostnaður hefur verið greiddur af okkur Arnaldi.“

Hálfdán segir að við gerð myndarinnar sé aðallega verið að sækjast eftir tónlistinni og andrúmsloftinu á Ísafirði. Ætlunin sé ekki að búa til tónleikamynd en myndefni og tónlist verði mikið blandað saman svo á köflum muni myndin minna á tónlistarmyndband.

Hljóðupptökur frá tónleikunum tókust ekki eins og best verður á kosið en Hálfdán segir það ekki hafa úrslitaþýðingu við gerð myndarinnar. „Við þurfum að vinna okkur í kringum það og fara lengri leið fyrir vikið en það er ekki úrslitaatriði við gerð myndarinnar“, sagði Hálfdán Pedersen.

Framundan er fara yfir allt efnið sem var tekið upp í tengslum við tónlistarhátíðina og þegar það verður búið hyggjast kvikmyndatökumennirnir koma aftur til Ísafjarðar til að ljúka tökum.

kristinn@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 07:36 Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með frétt Ísafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli