Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 23.05.2001 | 16:10Þvergirðingsháttur eða undanlátssemi?

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Undanfarna sólarhringa hef ég fengið gagnrýni fyrir það annars vegar, að sýna of mikla óbilgirni og þrákelkni í baráttu minni fyrir hagsmuni smábáta, og síðan að ég hafi ekki staðið nægilega fast á skoðun minni. Því sé það mín sök að ekki var frestað gildistöku laga sem fela í sér kvótasetningu aukategunda fyrir smábáta. Hvort tveggja er fráleitt.
Satt er það að ég hef verið ákafur baráttumaður fyrir því að svigrúm krókabátanna sé sem mest. Þeirri skoðun hef ég fylgt fast eftir í ræðu og riti og utan þings og innan. Því varð það svo að ég lagði mig allan fram um að koma í veg fyrir að lög sem samþykkt voru á Alþingi í ársbyrjun 1999, í kjölfar hins fræga Valdemarsdóms tækju gildi, eins og áformað var.

Leitað samkomulags

Það var öllum ljóst að sú frestun gat aldrei orðið, nema að jafnframt yrðu leiddar í lög sóknartakmarkanir þessara báta. Allir sáu að enginn einasti friður yrði um að smábátar gætu aukið afla sinn ár frá ári á meðan aðrir urðu að draga saman aflaheimildir sínar um helming, eins og átti sér stað í ýsunni. Mér var því alltaf ljóst – og var ekki einn um þá skoðun – að menn yrðu að leita samkomulags. Það er ekkert launungarmál að ég vildi að það samkomulag yrði á grundvelli sóknarstýringar en ekki kvótabindingar.

Ekki meirihluti

Á vegum ríkisstjórnarflokkana var rædd tillaga sem fól í sér kvótasetningu aukategundanna, en að aflaheimidir yrðu auknar svo um munaði og þannig að þær kæmu að gagni þeim sem nú stunduðu veiðar á ýsu og steinbít og hefðu lagt nýlega í fjárfestingar. Eftir langar og strangar umræður og þegar ljóst var að togstreitan um framtíðarfyrirkomulag á stjórunun fiskveiða smábátanna var komin í öngstræti var ég tilbúinn til þess að fallast á slíka málamiðlun. Ég var þess líka fullviss að eftir að þessi tillaga var komin á dagskrá stjórnarflokkanna var enginn meirihluti lengur fyrir einhliða frestun á gildistíma laganna.

Hrein ómagaorð

Það að taka frestunartillöguna út úr sjávarútvegsnefnd hefði því verið sýndarmennska við þessar aðstæður og hefði örugglega sett hugmyndir um aukinn fiskveiðirétt smábátanna, sem verið var að ræða, í algjört uppnám. Mín niðurstaða var því sú að það væri hreint ábyrgðarleysi að standa þannig að málum og síst í þágu þeirra hagsmuna sem ég vildi verja, hagsmuna smábátanna og hinna dreifðu byggða. Ég get vel skilið að menn hafi á þessari afstöðu minni misjafnt mat. Það eru á hinn bóginn hrein ómagaorð að láta í veðri vaka að mér hafi gengið annað til en það sem ég teldi best fyrir hagsmuni þeirra byggða sem ég ber fyrir brjósti og hef lagt mig fram um að berjast fyrir alla mína þingmannstíð.

Þá var frestun kölluð stjórnarskrárbrot

Það er líka nauðsynlegt að rifja það upp að sjávarútvegsráðherra lagði fram tillögu um frestun í fyrra. Þá átti stjórnarandstaðan þess kost að segja afstöðu sína til málsins og gerði það svikalaust. Ekki einn einasti þeirra treysti sér til þess að ljá því stuðning sinn. Það greiddi enginn stjórnarandstæðingur því atkvæði að fresta málinu. Og töldu örugglega til þess einhver rök.

Fulltrúar Samfylkingarinnar í sjávarútvegsnefnd Alþingis sögðu frestun vera óvirðingu við stjórnarskrána og annar þeirra, Jóhann Ársælsson áréttaði það sérstaklega í atkvæðaskýringu með því að segja eftirfarandi: „Það frumvarp sem verið er að afgreiða gerir það að verkum að Alþingi er að taka ákvörðun um að halda áfram að brjóta stjórnarskrána. Búið er að taka ákvörðun um að það verði hátt á þriðja ár og stefnir í að það verði jafnvel hátt á fjórða ár. Ekki er sæmandi Alþingi að standa þannig að málum.“

Finnst mönnum því líklegt að stjórnmálaflokkur sem segir lög, sem frestuðu gildistöku laganna um kvótasetningu fram á þetta ár, vera stjórnarskrárbrot, sé tilbúinn að samþykkja slíka frestun nú? – Hvorki ég né nokkur annar getur ætlað nokkrum manni slíkt.

– Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli