Frétt

| 23.05.2001 | 15:35Héraðsdómur hafnaði kröfu sýslumanns

Héraðsdómur Vestfjarða hafnaði í dag kröfu sýslumannsins á Ísafirði, um að skylda Margmiðlun Internet ehf. „til að láta lögreglunni á Ísafirði í té allar upplýsingar um skrár þeirra úr vélrænni skráningu vefþjóna internetsþjónustu varnaraðila sem hafa að geyma upplýsingar um hvaða skráði notandi kann að hafa notað nafnið „Stebbi Dan“ á netspjalli vefs héraðsfréttablaðsins Bæjarins besta á Ísafirði sem birtist kl. 01:56 þann 28. janúar 2001 skv. skráðri tímasetningu tölvukerfis Snerpu ehf.“
Stefán Dan Óskarsson kærði misnotkun á nafni sínu til ærumeiðinga. Í rökstuðningi dómsins kemur hins vegar fram það álit, að hann sé ekki sá sem misgert hafi verið við í þessu máli.

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða:

Ár 2001, þriðjudaginn 22. maí, er dómþing Héraðsdóms Vestfjarða sett í skrifstofu dómsins að Hafnarstræti 1, Ísafirði og háð þar af Erlingi Sigtryggssyni, dómstjóra.

Fyrir er tekið: Mál nr. R-2/2001:

Sýslumaðurinn á Ísafirði gegn Margmiðlun Internet ehf.

Er nú kveðinn upp í málinu svofelldur

úrskurður:

Mál þetta barst dómnum þann 29. mars sl., en var tekið til úrskurðar þann 16. maí sl. Sóknaraðili, sýslumaðurinn á Ísafirði, krefst þess að fyrirsvarsmönnum varnaraðila, Margmiðlunar Internet ehf., Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, „verði með úrskurði lýst rétt og skylt að láta lögreglunni á Ísafirði í té allar upplýsingar um skrár þeirra, úr vélrænni skráningu vefþjóna internetsþjónustu Margmiðlunar hf., sem hafa að geyma upplýsingar um hvaða skráði notandi internetsþjónustu Margmiðlunar hf. kann að hafa notað nafnið „Stebbi Dan“ á netspjalli vefs héraðsfréttablaðsins Bæjarins besta á Ísafirði sem birtist kl. 01:56 þann 28. janúar 2001 skv. skráðri tímasetningu tölvukerfis Snerpu ehf. (loggskrár).“

Dómurinn gaf varnaraðila kost á því að tjá sig um kröfuna og skilaði hann greinargerð af sinni hálfu. Krefst hann þess að kröfu sóknaraðila verði synjað. Aðilum var gefinn kostur á að tjá sig munnlega um ágreiningsefnið, en varnaraðili tilkynnti að hann teldi sér þess ekki þörf.

Málavextir eru þeir að 28. janúar kl. 01:56 birtist eftirfarandi texti á svokallaðri netspjallsíðu héraðsfréttablaðsins Bæjarins besta:

„Gaui, Real Madrid er í miklum fjárhagsvanda og á ég að segja þeim frá þér, út af því að þú ert svo ráðagóður!!!

Þú virðist vera svo góður að finna góða kalla í KFÍ (allavega miðað við gengið í vetur. Þú gætir örugglega reddað öryrkjum með vandamál sín vegna allra góðu ákvarðananna sem þú hefur tekið fyrir KFÍ. Það er ekki skrítið hvað KFÍ er lélegt, þegar mennirnir koma á æfingu komast þeir ekki inní salinn vegna þess að þú fyllir hann út.

Gaui við höfum þekkst lengi en álit mitt á þér hefur snarlega minnkað vegna aumkunarverðra skrifa þinna á þessu spjallborði.“

Höfundur greinarinnar er tilgreindur „Stebbi Dan (---.mmedia.is)“

Í beiðni varnaraðila er frá því greint að efni greinarinnar beri með sér að Gaui sem þar er ávarpaður sé Guðjón Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleiksfélags Ísfirðinga.

Að kröfu Stefáns Dans Óskarssonar, sem mun vera þekktur undir nafninu Stebbi Dan, hóf lögregla opinbera rannsókn á því hver raunverulegur höfundur greinarinnar sé. Telur sóknaraðili að háttsemi höfundar kunni að varða við 234. gr. eða 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Ekki verður ráðið af rannsóknargögnum að skýrslur hafi verið teknar af ritstjóra eða ritstjórum héraðsfréttablaðsins sem birti greinina á spjallsíðu sinni. Virðist vera byggt á því að þeim sé ókunnugt um raunverulegan höfund. Sóknaraðili telur að greinin kunni að hafa verið rituð af skráðum notanda hjá varnaraðila og er því ekki sérstaklega mótmælt af varnaraðila. Segir sóknaraðili ekki verða upplýst hver hafi ritað greinina, nema varnaraðili láti af hendi þau gögn sem krafist er. Vísar sóknaraðili til 1. mgr. 87. gr., sbr. b-lið 86. gr., laga nr. 19/1991 sem hann segir að beita eigi með lögjöfnun, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands 1998:3741. Kveður hann mikla rannsóknarhagsmuni vera því tengda að á kröfuna verði fallist, enda sé ómögulegt að upplýsa málið án þess. Þá álítur hann uppfyllt skilyrði b-liðar 2. mgr. 87. gr. laga nr. 19/1991 um ríka almanna- og einkahagsmuni. Færist mjög í aukana að brot séu framin með tölvum um svokallað internet og meðal annars vegna friðhelgi einkalífs manna sé nauðsynlegt að stemma stigu við slíkri brot

bb.is | 29.09.16 | 11:48 Herdís Anna í West Side Story

Mynd með frétt Herdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli