Frétt

| 23.05.2001 | 13:40Sjómannaverkfallið

Flotinn er kominn á sjó. Því miður reyndist sjómönnum og útgerðarmönnum ekki unnt að semja. Lagasetning er vondur kostur. Aðeins einn kostur var verri, sá að flotinn lægi áfram bundinn við bryggju. Margar spurningar vakna vegna sjómannaverkfallsins og ein þeirra er sú einfalda og áleitna spurning hvort verkföll eigi erindi í nútíma samfélagi, sem allt sitt á undir viðskiptum við útlönd. Síðustu vikur hafa einmitt sýnt rækilega hve efnahagslíf Íslendinga er er viðkvæmt gagnvart hinum stóra heimi. Hér skal því ekki haldið fram að sjómannaverkfallið eigi sök á falli krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum, einkum dollara, sterlingspundi og evru. En klárlega hefur það áhrif, að hráefnisöflun stærsta útflutningsatvinnuvegarins er heft. Hitt hefur væntanlega áhrif, að að góðærið undanfarin ár og jafnvel nærri heilan áratug hefur að einhverju leyti byggst á háu gengi íslensku krónunnar. Nú stendur sú dýrð ekki lengur. Það dregur saman í þjóðarbúi Íslendinga, þó vonandi aðeins um stundarsakir.

Almenningi hefur ekki verið nægilega ljóst á hverju verkfall sjómanna og hinar hörðu kjaradeilur þeirra við útvegsmenn grundvallast. Fjölmiðlar hafa ekki dregið nægilega skýra mynd af stöðu mála og það er galli, því íslenska þjóðin á svo gríðarlega mikilla hagsmuna að gæta. Undanfarin sjómannaverkföll hafa ekki endað með samningum heldur lagasetningu. Svo virðist sem sjómenn séu ekki virtir af viðsemjendum sínum og jafnvel að það sé gagnkvæmt. Annað hefur vakið athygli – sú staðreynd að sjómenn hafa ekki kvartað undan fjárskorti í verkfallinu, þótt ekki verði annað skilið en að verkfallssjóðir séu engir. Ýmsir hafa reyndar orðið til að benda á þá staðreynd að laun þeirra, sem byggjast á hlutaskiptakerfi, hækki sjálfkrafa í krónum talið við gengisfall krónunnar. Þar er um algera sérstöðu að ræða. Aðrir launþegar búa ekki við slíka aðstöðu. Reyndar ólgar víðar í sjávarútvegi þegar talið berst að skiptingu afla eða öllu heldur kvóta. En að því verður vikið næst hvernig afli skal skiptast milli smábáta og hinna stærri fiskiskipa.

Ef litið er til þess hvernig samningar þróast meðal launþega og vinnuveitenda ber eitt hæst. Svo litið sé á tvö dæmi, hið fyrra af kjarasamningum grunnskólakennara og sveitarfélaga og hið síðara af samkomulagi Sambands bankamanna og Byggðastofnunar vegna biðlauna þeirra starfsmanna er ekki flytjast til Sauðárkróks, virðist mega draga þá ályktun, að samstarf og trúnaður milli samningsaðila sé lykilatriði. Reyndar er ástæða til að ætla að fleira komi til, sem sé það að undirbúningur og samstarf aðila varðandi kjarasamninga sé viðvarandi ferli og lögð sé vinna í það. Athyglisvert var að vélstjórar skyldu skera sig úr og semja og frólegt væri að vita hvað réði, en hitt er brýnt, að útgerðarmenn og sjómenn taki upp viðræður, sem færi þá nær sameiginlegu marki. Þjóðin á það skilið.


bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli