Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 10.04.2004 | 10:48Vönduð vinnubrögð og ágætir starfshættir Alþingis

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Árviss umræða hefur staðið undanfarna daga um vinnufyrirkomulag á Alþingi. Tónninn er gamalkunnur. Þingið starfar of skamman tíma fram á sumarið, byrjar of seint að hausti og fyrir vikið er flaustrað við þingmál. Þetta er klisjukenndur málflutningur, sem styðst við fá rök, sem vatnsheld geta talist.

Sannleikurinn er sá að þinginu gengur ágætlega að halda starfsáætlun, mikill fjöldi mála er afgfreiddur, lang flest þeirra fá ítarlega meðferð á Alþingi og drjúgur tími líður einatt frá því að mál eru lögð fram og þar til þau eru afgreidd.

Vönduð vinnubrögð

Því er haldið fram í umræðunni nú, að flaustrað sé við mál og þau jafnan afgreidd í snarhasti. Þetta er alrangt. Séu málin skoðuð sem Alþingi fjallar um, þá kemur einmitt hið gagnstæða í ljós. Málin eru lögð fram og meðhöndlun Alþingis á þeim tekur einatt langan tíma; svo langan að við þingmenn verðum oft varir við að undrun sætir hjá fólki.

Það þarf svo sem ekki að koma á óvart. Hið dæmigerða þingmál ríkisstjórnarmeirihluta sem Alþingi fjallar um á sér eftirfarandi sögu:

Undirbúningur þingmálsins fer fram í nefnd, eða innan ráðuneytis. Kallað er eftir áliti ótölulegs fjölda hagsmunaaðila við undirbúning málsins. Það fer í gegn um ríkisstjórn og stjórnarflokka sem skoða málin gagnrýnum augum. Fyrir því er mælt á Alþingi og þá geta þingmenn reifað meginsjónarmið. Að því búnu er því vísað til fagnefndar þingsins, þar sem ætla má að sitji einkum þeir þingmenn sem skoðanir hafa og áhuga á viðkomandi málefnasviði. Nefndin sendir málið til umsagnar um gjörvallt þjóðfélagið. Það geta verið hagsmunasamtök, sveitarfélög, stofnanir og allir þeir hugsanlegu og óhugsanlegu aðilar sem menn láta sér til hugar koma og er þar vitaskuld byggt á áralangri reynslu þingmanna og starsfólks þingsins.

Þar með hefst nefndavinnan. Til viðbótar, eru kallaðir fyrir nefndina, þeir sem staðið hafa fyrir gerð þingmálsins og aðrir þeir sem skoðanir hafa eða talið er að kunni að hafa og ástæða þykir til. Sú er reglan að fyrir nefndina koma þeir sem einstakir nefndarmenn óska eftir.

Þegar safnað hefur verið í þennan mikla sarp vinnur nefndin úr og gerir þær breytingar sem ástæða er til. Allt er þetta ferli langt og getur verið tímafrekt, en er hið lýðræðislega form í hnotskurn.

Sátt um málið og margir veittu umsögn

Í umræðunni í þetta sinn hafa menn bent á nýlega löggjöf um fjarskiptamál. Það er því þess virði að skoða það mál sérstaklega.

Í fyrsta lagi er hér um að ræða flókna löggjöf, sem á sér all verulega forsögu. Menn hafa því á miklu að byggja. Miklar hræringar eru á þessu lagasviði meðal annars af tæknilegum ástæðum. Þetta er því löggjöf sem eðli málsins vegna verður í stöðugri endurskoðun.

Þetta tiltekna frumvarp, var ný heildarlöggjöf sem leysti af hólmi aðra tiltölulega nýlega lagasetningu. Frumvarpið kom inn í þingið 11. febrúar 2003, eftir að hafa verið í meðferð ríkisstjórnar og stjórnarflokka. 1. umræða málsins fór fram 13. febrúar og var að því búnu vísað til samgöngunefndar Alþingis. Mánuði síðar, eða 11. mars fór fram 2. umræða málsins og það varð að lögum 14. mars.

Umsagnir bárust frá eftirfarandi um frumvarpið: Íslandssíma hf., Alþýðusambandi Íslands, Persónuvernd, Landssíma Íslands hf., Póst- og fjarskiptastofnun, Samkeppnisstofnun, Ríkisútvarpinu, Félagi íslenskra skipstjórnarmanna, Vélstjórafélagi Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Eyþingi, Byggðastofnun og ríkislögreglustjóra.

Athyglisvert er að víðtæk sátt var um málið. Fjölmargir áttu þess kost og nýttu sér að segja álit sitt, eins og sjá má hér að ofan. VG var með sína fyrirvara og telst varla til tíðinda. Þeir fyrirvarar lutu þó ekki að því sem nú er orðið umræðuefni. Aðrir samgöngunefndarmenn skrifuðu upp á sameiginlegt nefndarálit og fluttu eina breytingartillögu. Það var alltof sumt.
Vandmeðfarið álitamál

Hitt er það að efnisatriðið sem mest hefur verið til umfjöllunar er vitaskuld álitamál. Það lýtur meðal annars að því sem menn eru líka að ræða í nokkrum gagnrýnistóni; rétti hins opinbera til þess að fylgjast með einstaklingunum. Spurningunni um stöðu þjóðfélagsþegnsins gagnvart þeim fræga Stóra bróður, svo Orwellskt hugtak sé nú notað.

Ákvæðið í fjarskiptalöggjöfinni, sem nú er mest umrætt snýr nefnilega ekki einasta að perrum og kynferðisglæpamönnum heldur og að hin venjulega netverja; manninum sem nýtir sér veraldarvefinn, sér til gagns og gamans. Við viljum hafa löggjöfina þannig að hún veiti glæpamönnum ekki skjól, en sé um leið sett af virðingu fyrir einstaklingsbundum rétti. Þetta einstigi verður sífellt vandrataðra nú á tímum.

Spurningin um að geta rakið ferðir netverjanna um veraldarvefsins óráðnu vegi, er því gríðarlega stór grundvallarspurning sem nauðsynlegt er einnig að svara út frá sjónarhóli einstaklingsfrelsis, persónuverndar og skyldra þátta. Formaður samgöngunefndar Alþingis Guðmundur Hallvarðsson gerði því rétt í því að taka málið upp aftur og skoða það að nýju í ljósi þeirrar gagnrýni sem kom fram. Þetta er í anda vandaðra vinnubragða sem vinnufyrirkomulag Alþingis gefur færi á.

Einar K. Guðfinnsson.

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli