Frétt

| 23.05.2001 | 13:33Hjákona Giuliani bannfærð

Íbúar New York-borgar upplifa raunverulega sápuóperu þessa dagana og tók hún óvænta stefnu er hjákona Rudolphs Giulianis borgarstjóra var gerð útlæg úr borgarstjóravillunni. Mbl.is greindi frá.
Judith Gische, hæstaréttardómari New York, úrskurðaði að hjákonan, Judith Nathan, skyldi ekki stíga fæti á lóð borgarstjórasetursins, Gracie Mansion, á norðanverðri Manhattan meðan börn Giulianis dveljast þar ásamt móður sinni, leikkonunni Donnu Hanover.

Afstaða íbúa New York til hins 56 ára áberandi borgarstjóra úr röðum repúblikana hefur einkennst af hatursfullri ást frá því hann lýsti því yfir í fyrra að hann elskaði ekki lengur eiginkonu sína og sagði að Nathan væri nýja konan í lífi sínu.

Um svipað leyti skýrði Giuliani frá því að hann berðist við krabbamein í blöðruhálsi sem leiddi til þess að hann dró sig í hlé í baráttunni við Hillary Clinton forsetafrú um sæti New York í öldungadeild Bandaríkjaþings.

Skilnaðarmál borgarstjórahjónanna hefur þótt hið subbulegasta og hefur af nógu verið að taka fyrir fjölmiðla sem sýnt hafa málinu mikinn áhuga, lesendum og áhorfendum sýnilega til mikillar ánægju. Vegna málarekstursins hefur Giuliani ekki hikað við að draga sín persónulegustu mál fram í dagsljósið, væntanlega til að kalla eftir samúð.

Með samþykki lögmanna sinna sagði hann þannig blaðamönnum frá því að meðferðin við blöðruhálskrabbanum hefði svipt hann getu til kvenna. Því væri samband þeirra Nathan einungis andlegt.

Lögmenn Giulianis hafa heldur ekki verið ósparir á yfirlýsingar á kostnað borgarstjórafrúarinnar. Frammi fyrir herskara fjölmiðlafólks lýstu þeir Donnu Hanover sem „hrínandi gyltu" sem væri svo ákveðin í að halda til í borgarstjórabústaðnum, að eftir að kjörtími Giulianis sem borgarstjóri rynni út í desember yrði nýr borgarstjóri að „draga hana niður úr ljósakrónum villunnar".

Gische dómari lét ekki nægja að bannfæra ástkonu Giulianis úr bústað hans heldur fyrirskipaði að hlutlaus réttarfarsgeðlæknir skyldi meta geðheilsu borgarstjórans og fjölskyldu hans og gera tillögur í því sambandi. Jafnframt að fundinn skuli dagur innan mánaðar til að koma í kring formlegum fundi ástkonunnar og barna borgarstjórans, Caroline og Andrews, sem eru 11 og 15 ára.

Víst þykir að enn sé nógur efniviður í framhald sápuóperunnar um borgarstjórann í New York.

bb.is | 28.09.16 | 13:25 Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með frétt Norðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli