Frétt

Stakkur 14. tbl. 2004 | 07.04.2004 | 13:19Páskarnir og fríið

Nú rennur upp eina mesta hátíð kristinna manna. Við minnumst þess að Kristur var krossfestur og þess að hann reis síðan upp. Þessi merki boðskapur hefur táknræna merkingu ekki síður en sögulega. Margar þjóðir gera meira úr páskahátíðinni en við Íslendingar. Kaþólskir gera páskum hærra undir höfði en lúterskir og stundum virðist sú hátíð skipa hærri sess en sjálf jólin. Hvernig sem hátíðarhaldi er háttað hjá okkur Íslendingum er þó eitt ljóst, hin veraldlega afþreying skiptir orðið miklu um páska. Margir nota hátíðina til samvista með börnum sínum, til að heimsækja ættingja, vini eða einfaldlega til að njóta þess að vera til. Sumir taka sér aukafrí í samræmi við leyfi í grunnskólum. Aðrir láta sér duga hina opinberu frídaga, sem eru þrír auk hinna hefðbundnu, laugardags og sunnudags. Svo eru þeir sem sinna helgihaldi um páska og rækta trú sína og innri mann. Fyrir því er hefð á Ísafirði.

En aftur að raunveruleika nútímans. Lengi var þjóðlíf nánast lamað á föstudaginn langa og páskadag. Nú orðið hefur þjóðfélagið látið undan straumi tímans og viðurkennt þörf manna fyrir að geta notað frí frá vinnu með uppbyggilegum hætti. Íslendingar leggjast í ferðalög innanlands og til útlanda. Í leit okkar Vestfirðinga að tækifærum til að auka atvinnu verður ferðaþjónusta eitt nærtækasta færið. Við eigum að skoða þann möguleika að nýta páskana eins og reyndar er gert með Skíðavikunni, þótt hluti landsmótsins hafi flust til Siglufjarðar. Hugmyndin um tónlistarhátíð sem byggir á alþýðutónlist er frábær. Við gleymum því gjarnan hve miklir möguleikar liggja í því að flytja hana. Áhangendur hennar og aðdáendur eru margir og sem betur fer eru múrar milli einstakra tegunda tónlistar að brotna niður. Ef tónlist skemmtir fólki er hún góð og skiptir þá engu hvað mér finnst sagði maðurinn.

Kjarni málsins er sá að Vestfirðingar eiga frábæra tónlistarmenn á sviði klassíkur og rokks og popps. Gjarnan hafa þeir náð langt á hverju sviðinu sem er og stundað hvoru tveggja, lært í hefðbundnum tónlistarskóla og úfært svo hina lærðu list þar sem áhuginn liggur. Nægir að nefna Söngkeppni framhaldsskólanna þar sem Birgir Olgeirsson varð í þriðja sæti og hefði að ósekju átt skilið sæti ofar. Mugison er með frægari Íslendingum á erlendri grund. Þá mága og tónskáld Jónas Tómasson yngri og Hjálmar Ragnarsson má einnig nefna, að ógleymdum Rafni Jónssýni sem hefur á sviði alþýðutónlistar haft mun meiri áhrif en flestir gera sér grein fyrir og eru þá alltof margir ótaldir. Á Bíldudal situr Jón Ólafsson, sem af ótrúlegri elju hefur komið þar upp vanmetnu tónlistarsafni. Nefna má Ingibjörgu Guðmundsdóttur og BG og ekki er hægt að gleyma Pétri Bjarnasyni fyrrum fræðslustjóra sem samdi eitt frægasta vestfirska lagið, Ég er frjáls. Rúnar Þór Pétursson hefur gert garðinn frægan.

Þennan arf eigum við að nota okkur til að laða ferðafólk og áhugamenn að Ísafirði, ekki síst um páska þegar menn nota fríið sitt betur en áöðrum tímum. Á grundvelli hefðarinnar má tengja tónlistina, hverrar tegundar sem er, trúnni, sem blundar í okkur öllum. Gleðilega páska.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli