Frétt

Leiðari 14. tbl. 2004 | 07.04.2004 | 12:09,,Hver síðastur þú sagðir að yrði fyrstur...

...en svona varð nú endirinn með þig. / Og úr því að þeir krossfestu þig, Kristur,/ hvað gera þeir við ræfil eins og mig?“ spurði skáldið og utangarðsmaðurinn Vilhjálmur frá Skálholti, í kvæðinu Jesús Kristur og ég, sem ,,viðkvæmum og heittrúuðum sálum (þess tíma) þótti guðlast“, eins og það er orðað í inngangi að kvæðasafni skáldsins.

Skáldið frá Skáholti við Drafnarstíginn í Reykjavík var ekki einn um umfjöllun um atburði föstudagsins langa: ,,Þú sérð og elskar alla, / þó allir svíki þig“, segir Davíð Stefánsson í hinum kunna sálmi sínum. Skáld og listamenn hafa ávalt látið atburði Dymbilviku sig miklu varða. Kvikmynd Mel Gibson, Píslarsaga Krists, er nýjasta afurðin; áhrifaríkasta og umdeildasta kvikmynd sem gerð hefur verið um síðustu ævidaga Frelsarann og hefur valdið miklu róti meðal leikra og lærðra; ýmist lofuð eða löstuð, í ökla eða eyra.

Og úr því að þeir krossfestu þig, Kristur? Hverjir? Æðstuprestarnir, sem fengu lýðinn til að krefjast frelsi Baraabasar og heimta Krist á krossinn? Pílatus, sem hræddist keisarans heift og kaus að vinna það ,,fyrir vinskap manns / að víkja af götu sannleikans?“, eins og séra Hallgrímur orðar það. Rómversku hermennirnir, sem hlýddu yfirboðurum sínum í blindni? Júdas, sem fékk ekki notið hinna þrjátíu silfurpeninga? Eða vorum það ef til vill við, sem á eftir komum, allt fram á þennan dag?

Hefur eitthvað breyst á þeim tuttugu öldum sem liðnar eru síðan gangan eftir Háa steinstræti á föstudaginn langa átti sér stað? Höfum við staðið undir krossinum, allan þennan tíma, kynslóð eftir kynslóð? Er það í trausti vissunnar um fyrirgefningu, vegna þess að við vitum ekki hvað við erum að gera, sem við látum hungurdauða milljóna barna á ári hverju viðgangast meðan kornhlöður sumra okkar rúma ekki forðann? Er það í trausti sömu fyrirbænar sem við heyjum styrjaldir og fremjum hryðjuverk gagnvart saklausu fólki og börnum?

Þegar við minnumst atburða föstudagsins langa höfum við svo sannarlega þörf fyrir að taka undir með skáldinu frá Skáholti: ,,Bæn mín er helguð blóði manns, sem dó, / bjargi það mér sem ræningjanum forðum.“

Bæjarins besta sendir lesendum sínum og landsmönnum öllum óskir um friðsæla páskahátíð.
s.h.

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli