Frétt

politik.is – ritstjórnargrein | 06.04.2004 | 14:06Aðeins um sérsveitina hans Björns

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason.

Nú fyrir áramótin þegar það var verið að samþykkja fjárlög fyrir þetta ár ákváðu stjórnarflokkarnir að skera niður í heilbrigðiskerfinu og segja upp starfsfólki. Þá tóku Sjálfstæðismenn sérstaklega fram að ef þessi þróun héldi áfram myndum við ekki gera annað en að greiða fyrir heilbrigðikerfið. Núna nokkrum mánuðum seinna er dómsmálaráðherra með hugmyndir að auka mannskap í sérsveit lögreglunnar. Hugmyndir hans ganga út á það fjölga í sveitinni úr 21 í 50 og mun þá heildarkostnaðurinn vera um 250 milljónir á ári. Markmiðið er að ,,styrkja öryggi lögreglunnar og þar með hins almenna borgara” eins og Björn orðar það. Björn hefur líka sagt opinberlega að mikil harka í fíkniefnaheiminum sé ástæða fyrir því að fjölga í sérsveitinni.

Akureyri og Keflavík

Hann tók fram á heimasíðu sinni að það þyrfti sérstaklega að auka hana á Akureyri og Keflavíkurflugvelli. Þessi blessaða sérsveit er vel vopnum búin og er yfirleitt notuð þegar eitthvað umsátursástand myndast. Ekki man ég í fljótheitum eftir að slíkt alvarlegt ástand hafi skapast á Akureyri sem ekki hefur verið hægt að ráða við öðruvísi. Kannski vill hann hafa vopnaða öryggisverði á flugvellinum á Akureyri. Þeir sem hafa ferðast í gegnum þann flugvöll vita það mæta vel að peningunum eru betur notaðir í brýnni verkefni. En hvað þá með Keflavík. Þarf virkilega vopnaða sérsveitamenn þar. Þar er nú einu sinni staðsettur eitt stykki her sem ætti að geta ráðið við einhverja erfiðleika ef þeir koma upp. Það er svo aftur önnur umræða að hafa tiltæka einhverja sveit þar ef að herinn er eitthvað á leiðinni héðan. Er ekki bara betra að horfa á staðreyndir.

Afbrotum hefur ekki fjölgað

Afbrotum hefur ekkert verið að fjölga þannig að nauðsyn þyki að stórefla sérsveit lögreglunnar. Samkvæmt tölum frá embætti Ríkislögreglustjóra hefur fjölda líkamsmeiðinga og ofbeldisbrota verið tiltölulega stöðugur undanfarin ár. Þeim hefur ekkert verið að fækka en ekki heldur að fjölga. Ofbeldisbrotum gagnvart lögreglumönnum hefur verið að fækka undanfarin ár, bæði sé miðað við fjölda íbúa og fjölda lögreglumanna. Fíkniefnabrot hafa fjölgað eitthvað enda hefur gríðarlegum peningum verið eytt í þann málaflokk, t.d. með aukinni tollgæslu og öðrum aðgerðum en ekki vegna þess að löggan er svo vel vopnuð.

Vinir Bjössa í Ameríku

Það er í sjálfu sér göfugt markmið hjá honum Bjössa að reyna að ná tökum á ofbeldimönnum og auka öryggi okkar með fjölgun í sérsveitinni. Ætli hann líti ekki til vina sinna í Bandaríkjunum, því þeim hefur gengið svo vel, er það ekki? Staðan í Bandaríkjunum er sú að þeir hafa aldrei eytt jafn mikið að fjármunum í lögreglu og réttarkerfi á sama tíma og tíðni afbrota er hvergi hærri. Það er ekki langt síðan að heildarútgjöld til réttarkerfisins, þar með talið lögregla, dómstólar og fangelsi, fór yfir útgjöld til menntamála. Með öðrum orðum Bandaríkjamenn eru að eyða meiri peningum til lögreglunnar en í menntakerfið. Er það virkilega það sem við viljum? Þá held ég velji frekar þá sem að vilja bæta heilbrigðiskerfið og leggja áherslu á menntamál.

Reynir Örn Jóhannsson.

politik.isbb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli