Frétt

mbl.is | 06.04.2004 | 11:37Stofnvísitala þorsks jókst um 25%

Í nýafstaðinni stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum kom í ljós að hitastig sjávar umhverfis landið var með því hæsta sem hefur mælst frá upphafi stofnmælingarinnar árið 1985 og hefur aðeins mælst hærra árin 1996 og 2003. Stofnvísitala ýsu lækkaði um 5% frá árinu 2003 þegar hún var sú hæsta frá upphafi mælinga en stofnvísitala þorsks hækkaði um 25% frá mælingunni árið 2003. Hafrannsóknastofnun segir, að óvissan í mælingunni sé hins vegar mun meiri en 2003, þar sem mikið fékkst af þorski á svæðum þar sem stöðvanetið er frekar gisið, oft nálægt jöðrum athugunarsvæðis. Lengdardreifing þorsksins bendir til að árgangur 2002 sé meðalárgangur en árgangur 2001 hins vegar mjög lélegur. Árgangur 2003 virðist vera nokkuð undir meðalstærð.

Stofnmælingin, svonefnt togararall, fór fram í 20. sinn dagana 1.-21. mars s.l. Fjórir togarar voru leigðir til verkefnisins: Páll Pálsson ÍS 102, Ljósafell SU 70, Brettingur NS 50 og Bjartur NK 121. Alls var togað á 541 rallstöð allt í kringum landið. Aldursgreiningu fiska og úrvinnslu gagna er ekki lokið en hér á eftir fylgir stutt samantekt Hafrannsóknastofnunar á þeim niðurstöðum sem liggja fyrir.

Þorskur
Stofnvísitala þorsks hækkaði um 25% frá mælingunni árið 2003 sem er ekki fjarri því sem gert var ráð fyrir. Óvissan í mælingunni er hins vegar mun meiri en 2003, þar sem mikið fékkst af þorski á svæðum þar sem stöðvanetið er frekar gisið, oft nálægt jöðrum athugunarsvæðis.

Líkt og í togararalli 2003 bendir lengdardreifing þorsksins til að árgangur 2002 sé meðalárgangur en árgangur 2001 hins vegar mjög lélegur. Árgangur 2003 virðist vera nokkuð undir meðalstærð. Mest fékkst af þorski djúpt út af Norðausturlandi og inn á Húnaflóa.

Holdafar þorsksins var svipað og árið 2003, þegar það var það lélegasta frá 1993, en þá hófust reglulegar vigtanir á þorski. Loðnumagn í þorskmögum var mikið fyrir norðan land en engin loðna fannst í þorskmögum á svæðinu frá Vík vestur að Ísafjarðardjúpi.

Ýsa
Stofnvísitala ýsu lækkaði um 5% frá árinu 2003 þegar hún var sú hæsta frá upphafi mælinga. Mæliskekkjan í stofnvísitölunni er hins vegar mun minni en árið 2003 sem skýrist af mjög jafnri útbreiðslu ýsunnar. Lengdardreifing ýsunnar bendir til að árgangur 2001 sé lélegur en árgangar 2002 og 2003 mjög stórir, einkum árgangur 2003 sem er talsvert stærri en áður hefur mælst.

Ýsan veiddist allt í kringum land en mest fyrir norðan og suðvestan land. Af árgangi 2003 fékkst mikið á Hornbanka og Kögurgrunni.

Gullkarfi
Stofnvísitala gullkarfa var hærri en árið 2003, en þá hækkaði hún um 50% frá árinu 2002 og var ein sú hæsta frá upphafi ralls. Mæliskekkjan í vísitölunni er hins vegar mjög mikil nú þar sem tvær stöðvar með um 15 tonna afla hvor hafa veruleg áhrif.

Stofnvísitala gullkarfa var í lágmarki árin 1992-1995 en hefur hækkað verulega síðan. Vísitölurnar eru töluvert breytilegar frá ári til árs þar sem tiltölulega mikið af karfaaflanum kemur á fáum stöðvum. Engar vísbendingar eru nú um sterka nýliðun í gullkarfastofninn og síðasti sterki árgangur karfa er frá 1990.

Aðrar tegundir
Vísitala steinbíts lækkaði verulega frá fyrra ári og er nú með því lægsta sem hefur sést frá upphafi rallsins. Vísitölur ufsa hækkuðu frá fyrra ári og benda eins og fyrri mælingar til að árgangur 2000 sé nokkuð sterkur. Vísitala skarkola jókst frá fyrra ári og hefur vaxið frá árinu 2001, mest vegna aukningar fyrir norðan land. Hún er þó ekki nema rúm 20% af því sem hún var í upphafi ralls. Af lýsu fékkst meira magn en áður hefur sést en magn lýsu hefur verið að aukast undanfarin ár, væntanlega vegna hækkandi sjávarhita.

Niðurstöður mælingarinnar, sem kynntar eru til bráðabirgða, eru mikilvægur þáttur árlegrar úttektar Hafrannsóknastofnunarinnar á ástandi nytjastofna við landið. Stofnmælingin í ár gefur svipaða mynd og stofnmælingin 2003 hvað varðar hátt hitastig sjávar og verulegar breytingar á útbreiðslu fjölmargra tegunda þannig að sumar tegundir sem voru áður mest fyrir sunnan land eru nú allt í kringum land. Loðna, sem hefur verið mikilvægasta fæða botnfiska á þessum árstíma, fannst hins vegar í mjög litlum mæli fyrir sunnan land.

Þessa dagana stendur yfir frekari úrvinnsla gagna svo sem aldursgreining helstu tegunda. Lokaúttekt á niðurstöðum og tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar um aflamark fyrir næsta fiskveiðiár verða kynntar í byrjun júní, að því er segir í frétt frá Hafrannsóknastofnun.

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli